Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.5.2008 | 10:46
Útlendingahatur á Íslandi.
er staðreynd. Ég er ein af þeim sem finnst ekki boðlegt að ráða fólk sem ekki talar íslensku til að sinna öldruðum. Og mér þykir afar erfitt ef ég er eini íslenskumælandi starfsmaðurinn á vakt á öldrunarheimili. En það gefur mér ekki leyfi til að vera með leiðindi við fólk eða sýna því óvirðingu. Það truflar mig minna þótt ég geti ekki talað við starfsmann í verslun eða á veitingastað. Í gærkvöldi var ég á kvöldvakt á hjúkrunarheimili og átti samtal við pólska konu sem hefur búið í mörg ár á Íslandi, fyrst úti á landi síðar í Reykjavík. Gift íslenskum manni og talar þokkalega íslensku. Hún segist aldrei hafa mætt fordómum á meðan hún bjó úti á landi en í Reykjavík finnur hún mikið fyrir þeim og fer það versnandi. Þetta er hörkudugleg kona. Inn í umræðuna kom erlendur karlmaður. Af asísku bergi brotinn. Hann verður mikið var við fordóma. .Ég hefði haldið að íslenskan væri lykillinn að því að komast inn í íslenskt samfélag en það er bara ekki nóg segja þau. Pólska samstarfskona mín segir að ef einn Pólverji fremji glæp sé litið á ALLA Pólverja sem seka.
Ég hef unnið með fjölmörgum útlendingum. Þeir eru auðvitað jafn mismunandi og við Íslendingar. Þeir sem leggja sig fram um að ná tökum á málinu og aðlagast samfélaginu vegnar að sjálfsögðu betur en þeim sem reyna ekki einu sinni . Hér er fólk sem hefur búið hér í fjölda ára og getur ekkert tjáð sig á íslensku. Það er ekki nóg að kunna að segja "já elskan".
Umræðan um palenstínsku flóttakonurnar er ömurleg. Við verðum að muna að fólk er fólk jafnvel þó það sé okkur framandi. Okkur ber skylda til að aðstoða þetta fólk.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Stofnun Félags Litháa olli úlfaþyt. Hvað gera Íslendingar erlendis?? þeir stofna Íslendingafélög!!!!
En þeir útlendingar sem koma hér gagngert til að fremja glæpi eiga að vera reknir úr landi umsvifalaust.
Svo mörg voru þau orð.
20.5.2008 | 17:06
64%
![]() |
Verð á mat 64% hærra en í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2008 | 02:18
8 tonnum af sprengiefni stolið af Kárahnjúkum.
18.5.2008 | 17:50
Þarna er mikið að
Þetta er eins og að rétta brennuvargi eldspítur en biðja hann um að nota þær ekki. Kennarinn á að sjálfsögðu að víkja strax á meðan málið er skoðað. Reynist hann saklaus á hann svo rétt á vinnunni sinni aftur. Börnin verða að njóta vafans.
Annars eru stanslausar fréttir af svona málum og maður fer að hugsa hvort þetta sé normið???? Ein af hverjum 5 stúlkum er áreitt eða beitt kynferðislegu ofbeldi. Eitthvað færri drengir. Ég verð mjög refsiglöð þegar kemur að svona málum. Menn sem hafa hneigðir til barna sækja í störf með börnum það er vitað. Það þarf að fylgjast miklu betur með stöðum þar sem unnið er með börn og hverjir ráðast í þau störf.
En stjórn Borgaskóla er algerlega vanhæf.
![]() |
Kennara vikið frá störfum í Borgaskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2008 | 02:53
Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu.
![]() |
Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2008 | 12:02
Konur eru einskis virði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.5.2008 kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.5.2008 | 22:32
þAÐ ERU SKÝRINGAR Á ÖLLU.
Vilhjálmur Þ. hefur sína skýringu......andstæðingarnir tala svo illa um meirihlutann í borgarstjórn. það er ekkert að hjá þeim sjálfum.
Ég hef aðra skýringu en held henni bara fyrir mig.
Annars stendur vepjuliljan í blóma, einnig hvítur kúlulykill og hófsóley. Garðurinn verður litríkari með degi hverjum.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2008 | 01:16
Besta frétt dagsins.
![]() |
Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
8.5.2008 | 11:47