Færsluflokkur: Lífstíll
24.12.2009 | 19:37
Gleðileg jól
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.9.2009 | 15:38
Mér hefur oft dottið þetta í hug.................
...............Alveg væri ég til í að halda stór matarboð heima hjá mér svona þrisvar til fjórum sinnum í viku gegn sanngjörnu gjaldi.
Elska hreinlega að skipuleggja matarboð.............og elda. Þarna væri ég sko á réttri hillu. Upplagt að skipuleggja þemakvöld. Og svo fengi maður alltaf gott að borða sjálfur..........
Ef bakskömmin hættir að duga í núverandi starf er aldrei að vita hvað ég tek til bragðs....en ætli það sé markaður fyrir þetta á Íslandi?
Viss um að margir yrðu fegnir að setjast að borðum eftir langan vinnudag..............
Ókunnugir í matinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.9.2009 | 16:13
Reikningslist.
...........................Það gleymist að við sem reykjum erum líkleg til að deyja um aldur fram en við það sparast háar fjárhæðir..................ekki þarf að eyða aurum í okkur í ellinni............og enginn erfir lífeyrisréttindin okkar (þ.e ef hann er ekki uppurinn).
En er ekki rétt að ganga alla leið og banna allt sem getur valdið heilsutjóni? Láta forræðishyggjuna virkilega ná tökum á okkur......
Legg til eftirfarandi bannlista: Sykur, bifreiðar, spilltir stjórnmálaflokkar,lakkrís, áfengi, flugvélar, útrásarvíkingar, hangikjöt, saltkjöt, dýrafita, röntgenmyndir,háhælaðir skór, salt, leiðinlegir kennarar,gervisykur, þröngar gallabuxur, leiðinleg tónlist,................og fólk sem endalaust vill hafa vit fyrir okkur "vitleysingunum".
Íslendingar eru fullkomlega firrt þjóð................
Pakkinn þyrfti að fara í 3000 kr. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2009 | 22:02
Ishavsfisk
...............Jæja fyrsta vikan í Danmörku liðin......51 eftir. Hm
Og mér líður bara vel.
Skoðaði um helgina "íslensku fiskibúðina" hér á Amager, nánar tiltekið á Amagerbrogade 250. Þrisvar í viku er flogið með ferskan fisk frá Íslandi....og ég get keypt hann hér nýveiddan. Að kvöldi þess dags sem hann kemur ferskur er hann svo frystur og þú færð hann á 50% afslætti. Þetta er einhver ódýrasti og besti fiskur sem er fánlegur í Kaupmannahöfn.
Verslunin selur fleiri íslenskar vörur s.s hangikjöt, flatbrauð, Ora grænar baunir og svo framvegis. Kaupmaðurinn lofaði að eiga kæsta skötu og hnoðmör fyrir Þorláksmessu.....svo ég get haldið jól hér. Það besta er að þetta er í 5 mín göngufæri frá íbúðinni sem ég hyggst flytja í í haust.....ekki amalegur granni það.
Lífstíll | Breytt 20.7.2009 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
26.6.2009 | 02:03
Fæddist svartur drengur.......dó sem hvít kona..........
.................Ekki það að mér sé ekki slétt sama. Fannst þetta bara svo skemmtilega orðað hjá honum frænda mínum.
En það er gaman að sjá að þessi bráðum sveltandi þjóð gleymir sér...vegna tíðindanna. Það heyrist bara ekkert um Ísleif ( Iceslave). Dauði Jacko kemur á háréttum tíma fyrir ríkisstjórn Íslands. Mann jafnvel grunar eitthvað misjafnt............en mann er svo sem stöðugt að gruna eitthvað misjafnt........
En vil minna sem flesta á mótmæli gegn Icesave klukkan 13:30 á Austurvelli............á morgun föstudag
Lát Jacksons staðfest | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (83)
13.6.2009 | 02:09
Íbúð óskast í kóngsins Kaupinhafn.
......................Nú ligg ég yfir auglysingum um leiguíbúðir í Kaupmannahöfn......og það er ekki laust við að um mig fari léttur hrollur. Fann til dæmis ein litla í kvöld á hárréttum stað....fyrir litlar 214 þús ísl á mánuði.......og sama upphæð í tryggingu. Ja hún er lítils virði krónan okkar svo ekki verði meira sagt.
En ef einhver les þetta og veit hvernig best er að finna ódýrt húsnæði þarna er ábendingar vel þegnar.
Flóttafólk frá Íslandi ætti kannski að fá smástyrk.....
12.5.2009 | 23:59
Blómahaf.....
Nú er garðurinn minn vel blómstrandi......en ég hef ekki gert handtak í honum í vor. Það hefur verið svo blautt og kalt......og loksins þegar þornaði var ekki stætt.....en minn tími mun koma.
Nú er kirsuberjatréð í blóma, páskaliljur, fyrstu túlípanarnir, alpasóley, júlíulykill,hjartasteinbroti, hvítur lykill, hvítasunnulilja, perluliljur......krókusar og snæstjarnan að verða búin.
En mikið er víst að mér leiðist ekki að horfa út.......en nú verð ég að fara að komast út...
Sumarið er að koma!!!!!!!!!!!!
23.4.2009 | 00:46
Gleðilegt sumar
.....og takk fyrir veturinn. Það er alveg yndislegt að sjá gróðurinn taka við sér, ég er búin að sjá fyrstu túnfíflana, í dag sá ég kornblóm.......og kirsuberjatréð mitt er alveg að fara að blómstra.
Og ekki er verra að heyra í lóunni eða fylgjast með þröstunum. Þetta verður ekki tekið af okkur þótt þrengi að.
Á eftir vetri kemur alltaf vor.
Og munið svo að kjósa rétt á laugardaginn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.4.2009 | 02:50
Á ég að blogga?
.......Upphafið að mínu bloggi var þegar sparnaður á hjúkrunarheimili gekk of langt að mínu mati og mér fannst ég ekki geta annað en tjáð mig einhvers staðar. Og þau skrif höfðu meiri áhrif en mig óraði fyrir.Og það til góðs.
Svo lá blogg mitt niðri. Byrjaði aftur ...mér til skemmtunar og hef eignast ómetanlega vini í gegnum það. Vinir sem ég hitti í raunheimum.
Þetta hafa orðið samræður millli vina.....og ég hef oft skemmt mér vel , tek sjálfa mig ekki of alvarlega.
Svo hrundi allt á afmælisdegi mínum. Og ég varð atvinnulaus og reiðin tók völd. Ég las allt sem ég komst yfir. Og bloggaði ,,,,,,.
En þar kom að að ég var búin að fá nóg. Og missti áhugann. Tilkynnti að ég myndi hætta bloggi. Fékk mótbárur....og hef þessvegna haldið áfram að henda inn því sem mér dettur í hug....en áhuginn er farinn.
Um helgina hitti ég góðan skólabróður minn sem var alveg tæpitungulaus: Hólmdís þú hættir þessu þú ert af öðru kaliberi en þetta. Hmm. Honum fannst að ég ætti að vera yfir þetta hafin. Hann sér þetta á annan hátt en ég. Hann vill mér vel og réð mér heilt.
Ég sagði honum sem satt er......ég nenni þessu ekki lengur.
Ég óska ykkur öllum gæfu og gengis......og mun örugglega kíkja á ykkur.