Færsluflokkur: Lífstíll
31.3.2009 | 01:25
Flower power
..................Það er óneitanlega svolítið surrealistikst að gerast flóttamaður frá Íslandi. Ég hafði aldrei trú á að ofurlaun og ævintýramennska í útlöndum gæti staðist til lengdar. En að það færi svo að ég gerðist flóttamaður frá Íslandi....mig óraði aldrei fyrir því. Og mér finnst það drepfúlt...og er öskureið.
En þetta mikla hrun breytir væntanlega gildismati fólks.....svo þá er til nokkurs unnið.
Ég er komin á svo virðingarverðan aldur...að ég hélt að bráðum færi ég að hafa það gott á Íslandi. Gæti lagst í ferðalög....og dundað í garðinum....
En nei..þá rak Ísland mig að heiman.....bókstalega sparkaði mér fram úr rúminu.
Vinnufélagar mínir sem halda vinnunni eru líka að hugsa um að gerast flóttamenn....sjá bara fram á meira álag og launaskerðingu. Við látum ekki segja okkur að það sé göfugt að halda þannig áfram.
Þessi færsla er fyrst og fremst fyrir þá sem vilja láta skáldagyðjuna skína....
10.3.2009 | 01:24
Vetrargosarnir láta hvorki kulda né kreppu halda aftur að sér.
,,,,,,,,Gaman að sjá vetrargosana gægjast upp úr snjónum brosandi. Láta sér fátt um finnast þótt frost sé á Fróni og kreppuvæl í fólki. Kannski við ættum að taka vetrargosann til fyrirmyndar? Þetta eru ótrúlegar plöntur. Gljámispillinn fyrir utan stofugluggann minn er farinn að laufgast. Og kirsjuberjatréð sýnir líf. Á eftir vetri kemur vor.
Tek undir með Töru bloggvinkonu minni....reynum að líta á björtu hliðarnar....þótt ég hvetji alla til að halda vöku sinni.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.3.2009 | 01:13
Ammæli, ammæli
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.2.2009 | 17:27
Öskudagur
.........ég á margar góðar minningar um Öskudag.
Ólst upp á Húsavík á síðustu öld. Undirbúningur fyrir Öskudag hófst einhverjum vikum áður en að þessum mikla degi kom. Í Barnaskóla Húsavíkur æfðum við söng sem síðar kom að gagni við betlið sem aðeins var liðið þennan eina dag. Mikið var lagt upp úr búningum og kepptust allar mæður við saumaskap. Og við saumuðum öskupoka í miklu magni. ( þá var hægt að fá títuprjóna sem hægt var að beygja). Tilhlökkunin var mikil. Kötturinn var ekki sleginn úr tunnunni fyrr en ég hætti að spóka mig um götur í búningi.
Allir fullorðnir gengu um bæinn með pokasafn á bakinu. Við börnin fórum í hópum um bæinn og sungum í verslunum og fyrirtækjum. Og söfnuðum mæru í poka.
Eftirminnilega eru súru rjómabollurnar úr bakaríinu og ísinn úr Mjólkurstöðinni.
24.2.2009 | 03:40
Þetta hefur aldrei komið fyrir mig
........10 fingur upp til guðs?
Ég sver það
Gleymdi einni og hálfri milljón á klósettinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.2.2009 | 10:58
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga
.........Í gær tók ég eftir fyrstu laukunum gægjast upp úr moldinni. það er stutt í krókusana. Fjölæru plönturnar þjóta upp.......og þó það eigi eftir að kólna aftur og koma hret þá minnir þetta mann á að það er ekkki eilífur vetur. Þetta er svo gott fyrir sálartetrið......ekki hvað síst núna þegar allar fréttir eru ömurlegar.
Annars finnst mér hálfsúrrealískt að ganga um götur borgarinnar.......og allt er eins á yfirborðinu og var fyrir hrun....kannski er þetta eins og geislavirkt ástand.....
Í dag verður jarðsett bloggvinkona og kollegi og mikil blómakona Guðrún Jóna Gunnarsdóttir. Blessuð sé minnning hennar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.2.2009 | 02:26
Æ
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.2.2009 | 17:31
Konur eru eins og eðalvín
,......batna bara með aldrinum.
Það er hábölvað að þetta eigi ekki við um karla líka.
Parker: Því eldri því unglegri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 00:12
Þorrabjór...smökkun
.......búin að smakka þessa 4 sem ég hef séð.
Jökull frá Sæfellsnesi hefur vinninginn ( þótt þetta hljómi eins og hestur)
Kaldi lenti í öðru sæti
Egils þorrabjór í því þriðja
En Mungát frá Ölvisholti var bara ekki að gera sig.
En hafið þið smakkað útlenda Þorrabjóra
Ykkar skoðun?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)