Færsluflokkur: Lífstíll
1.1.2009 | 00:29
Nú árið er liðið í aldanna skaut.
.................Ótrúlegt ár er á enda. Fyrir mig persónulega verður þetta með minnistæðari árum.
Fyrstu fréttir sem ég fékk á árinu voru þær að hús bróður míns mágkonu og þriggja dætra varð eldi að bráð. Hörmulegt en allir eru á lífi og það er það dýrmæta.
Ég fór í mína langþráðu Vietnam ferð sem var mikið ferðalag. Flaug fyrst til London og gisti hjá Anitu vinkonu minni og "fararstjóra". Hún er fædd í Saigon en var þar franskur ríkisborgari. Við ásamt systur Anitu og tveimur börnum flugum í gegnum HongKong til Saigon. Í Víetnam var ég í 22 daga og fór vítt og breytt. Æfintýri....og ég var sko ekki búin að sjá allt. Í Saigon fór ég í áramótapartý og borðaði sviðasultu (víst) og horfði á flugelda.
Annað ferðalag mitt á árinu var til Akureyrar til að halda upp á 30 ára stúdentsafmæli. Ekkert okkar hafði elst og við vorum ótrúlega falleg og skemmtileg. Sem betur fer er ekki til mynd af marblettinum sem ég fékk af því að fara yfir Lystigarðshlið í skjóli nætur. Við fórum m.a. í flúðasiglingu niður Austari Jökulsá í Skagafirði og skemmtu Álftagerðisbræður okkur vel. Reyndar fékk ég húsaskjól hjá einum þeirra á Ak. Það var aldrei leiðinleg stund.
Húsavíkina mína heimsótti ég í framhaldi af þessu og hef aldrei stoppað eins lítið þar og í ár...og verður það bætt upp 2009.
Við mæðgur áttum eina viku á Rhodos með dagsferð til Tyrklands og var það skemmtilegt.
Ótrúlega margir vinir mínir urðu fimmtugir á árinu og einnig ég þetta barn sem ég nú er. Afmælisdagurinn verður í sögubókum um ókomin ár....6. okt þegar heimurinn hrundi. Átti yndislegt kvöld í tilefni dagsins.
Og svo varð ég mótmælandi......er sennilega búin að mæta 15 sinnum á alls kyns mótmæli og borgarafundi.......og er ekki hætt. Ég vaknaði á árinu.
Dæturnar Urður og Hörn urðu 18 og 16 ára.
Í nóvember varð ég atvinnulaus sem er ný lífsreynsla.....en það var nú þægilegt um jólin og þangað til ég fæ útborgað.............
Í árslok trúi ég því að okkur takist að skapa betra þjóðfélag.
Óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla.
Lífstíll | Breytt 2.1.2009 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
30.12.2008 | 05:48
Frú Blum
..........þetta er almennilega þenkjandi kona. Þetta kaupir fólk því þetta viljum við heyra. Betra en allar sjálfspyntingarbækurnar sem gefnar hafa verið út FYRIR KONUR.
þeir karlar sem lifa lengur en flestir eru franskir bændur sem lifa á spikfeitu kjöti og svolgra í sig rauðvíni með.
Íslenska þjóðin hefur þyngst jafnt og þétt eftir að hún hætti að borða feita ketið og hamsatólgina. Ég held að hér hafi lengi verið borðaður mikill sykur. Áður í formi sætra grauta og í sætu brauði. Nú reyndar í skelfilegu magni. (helvítis gosið). Mig undrar oft hve fjallalömbin koma feit til slátrunar eftir að hafa borðað jurtir og skoppað um allt sumarið. Reyndar fá þau mjólk líka en ærnar eru á 100% grænmetisfæði.
Ég vona að þið hafið góða matarlyst yfir áramótin.
Etum, drekkum og verum glöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2008 | 22:14
Innbrotstilraun.
......................Í annað sinnið síðan ég flutti í þessa íbúð hefur verið gerð tilraun til að brjótast hér inn. Gerandinn náði því miður að skemma gluggann en svo hefur komið styggð að honum. En af því að ég á von á manni frá tryggingafélaginu get ég sýnt honum þetta líka.......
það mun hafa verið mikið um innbrot um jólin. Skelfilega leiðinlegt.
26.12.2008 | 18:42
Var einhver grænklæddur?
............Þegar ég var á jólaböllunum á Húsavík í "den" var gjarnan einn eða tveir grænklæddir jólasveinar með þeim rauðu. Mín jólaböll voru í gamla Samkomuhúsinu. Þessa grænu hef ég bara séð á Húsavík. Heyrði þá skýringu að rauða efnið hefði klárast í kaupfélaginu!
Kannski þeir hafi bara verið í framsóknarflokknum. Ekki gæti ég hugsað mér þá bláklædda!
En mikið þótti manni gott að fá glaðnig frá Sveinka....mæra í poka og eitt jólaepli væntanlega Delicious!
Heima hjá mér var lengi keyptur heill eplakassi sem var langt umfram það sem við gátum torgað. Svo eftir áramót voru borðaðir eplagrautar í gríð og erg.
Góð jólastemning á Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
26.12.2008 | 12:07
Jólaflóð
...............ég hélt mig væri að dreyma þegar ég steig fram úr rúminu áðan. Hélt fyrst að ég væri komin á fjarlæga strönd. En svo rann sannleikurinn upp fyrir mér. Það var allt á floti. En jólalegt!
Fann strax skýringuna. Dóttir mín fór í bað áður en hún fór í vinnu í morgun. Það hefur flætt hressilega uppfyrir hjá henni. Allar mottur, handklæði og jafnvel rúmteppi voru rennandi á gólfinu. Hún hefur reynt að þurrka eitthvað......en því miður vakti hún mig ekki. Gólfið er ónýtt það er nokkuð ljóst. Maður frá tryggingarfélaginu á leiðinni.
Þetta var ekki á óskalista dagsins.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
25.12.2008 | 23:13
Stirðir fingur
Nú er gott að vera ekki píanóleikari. Get varla hreyft fingurna. Hamborgarhryggur og hangikjöt er orsökin. (NB ekki skatan). Það er líklega eins gott að vera ekki á svona fóðri nema um jólin. Þó mun ég steikja annan hamborgarhrygg á morgun fyrir litlu ljúfurnar mínar.
Held mig við það að hafa léttari mat um áramótin. Gjarnan villibráð. Á girnilegan bita af hreindýri í kistunni.....og líka andabringu. Nú er bara að ákveða sig.
Vona að allir séu saddir og sælir.
Utan úr myrkrinu berst rifrildi...............jólin fara greinilega misvel í fólk.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.12.2008 | 00:54
Ó helga nótt.
...........................já stundin er heilög fyrir mér. Dæturnar búnar með annan umgang af hamborgarhyggnum og ég búin að koma mér fyrir hér í elhúsinu. Það er helgistund. Ég er að borða kalda skötustöppu.....það er varla hægt að komast nær guðdóminum en það. Þetta er alsæla.
Við eyðum oft miklum tíma í símanum á aðfangadagskvöld því allir nánir ættingjar búa út á landi. Og svo er haldið áfram á morgun. Systur lesa....en vildu ólmar spila í kvöld sem ég nennti ekki. Lofaði að spila á morgun ef þær kæmu sér fram í hádegismat.
Ég vona að allir hafi átt notalegt kvöld.
Góða jólanótt.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.12.2008 | 10:47
Gleðileg jól!
....................Þess óska ég bloggurum, ættingjum og aðdáendum nær of fjær Hafið það sem allra best.
Nú fer ég að skera rauðkálið og gera sherrytriffli. Hamborgarhryggur og rauðvínssósa. Ilmurinn af þessu öllu mun gleðja okkur á þessu heimili.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
.......................Ég hefði alveg viljað fá einn svona til að hrista upp í tilverunni. Hefði mátt standa þarna Epicentro tra Reykjavík e Bláfjöll
Svo er ég bara eins og börnin.....get ekki beðið eftir skötunni og verð að bulla eitthvað. En ítölskunámið verður að bíða enn um sinn
Dóttir mín er að rísa upp....búin að vera lasin í dag. Þá dettur henni helst í hug að fara í Kringluna ég sem ætlaði að nota hana..........
Buone Natale.
23.12.2008 | 15:26
ILMUR Í AUSTURSTRÆTI
..................Þurfti aðeins að skreppa í bæinn nokkuð sem ég geri helst ekki á Þorláksmessu. Skötuilminn lagði yfir bæinn....og hjarta mitt fagnaði. Allir virtust vera að flýta sér. Kalt og hált.
Fór í vínbúðina....verð að eiga sherry í frómasinn, rauðvín í sósuna. Svakalega hefur allt hækkað!
Keypti 1 Jökul til að eiga í kvöld. Vona að hann dugi til að morgundagurinn verði hvítur.
Farið varlega.....njótið dagsins.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)