Færsluflokkur: Lífstíll

Nú verður að vaka í nótt og passa ketið.

................Ketkróki er ekki treystandi.  En hann lætur skötuna í friði.  Matvandur skratti.   Þorláksmessa er einn af mínum uppáhaldsdögum....Mikið að gera. Skipt á öllum rúmum....hrædd um að ekki verði mikið viðrað á morgun.  Veðurfræðingar verða að axla ábyrgð á því.  Jóltréð baðað og skreytt og allt þrifið hátt og lágt. Og jólakveðjurnar í útvarpinu gefa stemninguna. Ótrúlega skemmtilegt.

Allan daginn engist ég því biðin eftir skötunni er erfið. Skötustappa með hnoðmör er toppurinn á tilverunni.  Kannski kemur einhver að fá sér bita.  Og svo eru nokkrir sem koma ÖRUGGLEGA ekki á matartíma.....jafnvel þótt þeim sé boðið.  Ég geri svo mikið að ég eigi kalda stöppu öll jólin,,,,meðan vesalingarnir gúffa í sig Nóa sírus.

Eftir skötusuðuna fer hangikjöt í pott með tveimur sykurmolum.

Stelpurnar vöndust því á leikskólanum sínum að fá jólaglögg og er það orðin hefð hjá okkur á Þorláksmessukvöld að sötra glögg á meðan tréð er skreytt.  Það er stundum af mismunandi styrkleika.

Best er svo þegar maður er orðinn örþreyttur um kvöldið að setjast inn í stofu, horfa á jólaljósin og nýskreytt tré.  Setja Mahaliu í spilarann og drekka rauðvínsglas.  Yndisleg einkastund!

Góða nótt.


Örjólatré

......................já kreppan hélt innreið sína á þetta heimili þegar ég missti vinnuna mína í nóvember.  Er  búin að ráða mig á Landakot frá áramótum.  Með þeim fyrirvara að ég hugsanlega stökkvi í burtu.  Eg sanka  að mér þeim pappírum sem þarf til að flýja land.

Talsverður niðurskurður hefur verið framinn á heimilinu.  Útiseríur ekki keyptar í stað þeirra ónýtu. Ekki endurnýjað grenið á útikransinum.  Ekkert keypt fyrir aðventukrans.  Í dag fór ég í Blómaval og keypti mun minna greni en ég er vön.  En fleiri hyacintur enda kostuðu þær 10 krónur stykkið.   En svo var keypt minnsta jólatré sem hefur verið keypt á þessu heimili.  Bjóst við mótmælaaðgerðum dætranna en þær þykjast sáttar.  "mamma nú verða engin vandræði að koma stjörnunni fyrir"  Hingað til hefur þurft tröppur. Tréð er lægra en ég!!!!!!!!!!!!!! en fallegt.

En það verður enginn örskammtur af skötu svo mikið er víst.


Ertu að kvefast?

...................Jahérna!   Mikið hefur maður misskilið í gegnum tíðina W00t Í staðinn fyrir að segja " guð hjálpi þér" segir maður þá "ekki núna".  Eða "svei þér " ef þetta hendir í biðröðinni í Bónus.

Þá er líka ráð að hætta að taka ofnæmislyf við þessu eins og sumir gera.

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt.


mbl.is Hnerrandi kynlíf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara flottastur

.................Makalaust merkilegt að hann sé á lífi.  Las ævisögu kappans þarsem hann þakkar það að vera á lífi að hafa alrei verið í "götuefnum".   Skrautlegur karakter.  Sá hann fyrir tveimur árum....hann fór nú engum hamförum á sviðinu en það gerði Jagger hins vegar.

Ég vona að boðskortið í afmælispartýið detti inn um lúguna á morgun.


mbl.is Richards réttnefndur eftirlaunamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólasnjór

...................Það er svo fallegt úti núna að það er ekki hægt að vera í vondu skapi.  Og ég átta mig allt í einu á að það eru að koma jól. Allt í einu finn ég það.   Kominn 17. desember!  Þarf ég að fara að gera eitthvað?

Þessi jól verða öðruvísi en öll önnur jól. Jól í skugga hamfara af mannavöldum. Það verður gott að fá nokkra daga frí frá spillingarfréttum. Og ríkisstjórnin gerir ekkert af sér rétt á meðan við borðum jólamatinn . Þessi jól söfnum við orku í ný átök.

En látum ekki stjórnmálamenn og útrásarvíkinga eyðileggja jólagleðina.


Því fór sem fór

.....................ég hafði svo gaman að Notting Hill.









mbl.is Rómantískar gamanmyndir varasamar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úpps

..............ég keypti einn skjálfta til prufu í vor.  Tveimur tímum síðar kom sá stóri...........hef ekki þorað að kaupa annan.

Ég keypti jóla-Kalda um daginn og síðan hefur verið kalt.  Móra þori ég ekki að kaupa.

Kannski þurfi að skoða betur nafngiftir á íslenskum bjór?

Hvernig væru nöfnin Heitur, Ríkur, Glaður, Trúr?


mbl.is Veldur Skjálfti skjálfta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar finn ég hvítöl?

    Ég finn hvorki hvítöl né jólaöl.   Ég vil fá þetta án appelsíns takk.   Fann þetta í fyrra eftir mikla leit.   Það eina sem ég sé er blandað með appelsíni.

Munið þið eftir Malto?  Það var bruggað malto í hverju húsi á Húsavík fyrir jólin þegar ég var krakki.


Að skrifa á jólakort.

,,,,,,er góður siður.  Mér finnst ágætt að setjast niður og skrifa á jólakort.  Ég hugsa um fólkið sem ég sendi kortin og lofa sjálfri mér í huganum að vera duglegri að hafa samband næsta ár!

En ég þarf réttu stemninguna.  Kertaljós, Mahalia Jackson og portvín í fallegu glasi.  Í ár gerði ég alvarleg mistök.  Sparaði portvínið.....og rétta stemningin kemur bara ekki!!!!!!!!!   Bjór dugar engan veginn í þetta verk.

Kanski verður kreppustíll á skrifunum í ár.


Þetta er nú meiri jólasveinninn

.................Hryðjuverkaárás á þefskynið?   Hinn eini sanni Þorláksmessuilmur. Það er mín helgasta stund um jólin að yfirfylla mig af skötustöppu.............og ég er sko farin að bíða.  Hún er sko ekki nógu kæst nema að ég fái andarteppu yfir pottinum.   Og ekki minnkar ilmurinn þegar ég stappa henni saman við vestfirska hnoðmörinn.  Það væru sko raunveruleg hryðjuverk að banna suðuna. Þessi Skötuskelfir skal nú bara hafa sig hægan.

En skyldi vera kominn skýring á hryðjuverkalögunum sem sett voru á Ísland?   Sauð einhver skötu í London?  Það stendur upp á Davíð að segja frá.


mbl.is Jólasveinar valda deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband