Færsluflokkur: Lífstíll
9.12.2008 | 23:42
Jólaseríuraunir.
........Það var eins og við manninn mælt þegar ég ákvað fyrir viku síðan að nú yrði sett í fluggír í jólaundirbúningi. Ég bara varð veik og hef verið það síðan.....og hef sofið eins og hvítvoðungur (eða öldungur) megnið af sólarhringnum. Hef samt látið mig hafa það að fara á tónleika og fundi. Greindi mig sjálf með "pneumonia". Þið sem vitið ekki hvað það er þurfið bara ekkert að vita það. Setti sjálfa mig á sýklalyfjameðferð sem litlu hefur skilað.
En ég hef fyrir hver jól sett hér út 2 ljósaseríur. Annari var hent í fyrra. Þar sem er flatur niðurskurður á flestu þennan desembermánuð ákvað ég að endurnýja hana ekki í ár. Í dag bagsaði ég svo að setja hina kringum útidyrnar. Prófaði hana að sjálfsögðu fyrst. Var komin með naglakul þegar þessu föndri lauk. Ég sagði "verði ljós" en ekkert gerðist. Úff hvað ég var spæld. Ég get sagt ykkur ég nenni ekki að gera þetta aftur í ár!!!!!!!!! Það verður bara þeim mun meira af kertum við andyrið. Þau koma nú samt blessuð jólin.
6.12.2008 | 01:02
Smekkfugl
Auðvitað er hvergi betra að vera en á Húsavík. Og endur eru hnossgæti. Fátt betra en andabringur með stökkri pöru. Man samt eftir þeim ósköpum að kaupa "pekingönd" sem hvarf í ofninum.....svo feit var hún.
Þessar fálkasögur minna mig á árið sem ég var á Egilsstöðum. Við fylgdumst með smyrli veiða sér dúfu í matinn. Fyrir utan borðstofugluggann á sjúkrahúsinu. Fannst okkur það ekkert geðfellt.
En fuglarnir mínir hér úti í garði hafa nóg að borða. Ef ég gleymi að fóðra þá koma þeir næstum inn um eldhúsgluggann. Það er að segja þrestirnir. Þeir láta mig sannarlega vita ef vantar mat. Starrarnir þora ekki....eins aggressivir og þeir eru hér fyrir utan.
![]() |
Fálkinn enn að á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2008 | 01:36
Drunginn er að fara af mér. Ég er farin að sjá týru.
..............Satt að segja hef ég verið í hálfgerðu losti eftir hinn örlagafulla 6. október síðastliðið þegar allt tók að liðast í sundur á landinu bláa. Að sjálfsögðu varð ég kvíðin framhaldinu eins og allir aðrir. Það má líkja þessu ástandi við stríðsástand eða miklar náttúruhamfarir. Og ég er búin að vera mjög reið og er enn. Svo gerðist það að Heilsuverndarstöðin varð gjaldþrota og ég allt í einu orðin atvinnulaus. Og hreinlega ekkert örugg með að fá vinnu. Lánin og lífsnauðsynjar hækka upp úr öllu valdi. Og mér sýndist best að flýja land. En gallinn er bara sá að mig langaði ekkert að flytja úr landi. Mér finnst ég hrakin á brott Ég hef alltaf staðið í skilum með allt mitt en það gengur bara ekki lengur. Ég hef alltaf viljað búa á á Íslandi. Ég lagði inn atvinnuumsókn á Landspítala....get hugsanlega fengið hlutavinnu? Ekkert svar fengið enn. En ég er búin að vera með viðvarandi höfuðverk......af öllu þessu hugsi
. Á ég að fara úr landi eða á ég að vera? Búin að mikla fyrir mér að koma mínum þungu húsgögnum fyrir og svo framvegis. En allt í einu í dag var ég bara sátt við að flytja burtu. Allt í einu vil ég bara losna úr SPILLINGUNNI. Á morgun fer ég í það að athuga með vinnu í Danmörku. Var þar einu sinni í 6 mánuði. Ég ætla ekki að flytja búslóðina mína á milli landa. Reyni að leigja hana með stærstu húsgögnunum og pakka rest í geymslu. Sá meira að segja auglýst eftir íbúð með húsgögnum í dag.
Þungu fargi er af mér létt.........nú get ég farið að undirbúa jólin. Ég er tilbúin
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
29.11.2008 | 02:15
Laufabrauð, soðið brauð og kleinur.
...................Allt steikt og frágengið. Þegar ég ólst upp á Húsavík var laufabrauðsdagurinn stór og skemmtilegur dagur. Kökur í hundraðavís. Margir að skera...........mismiklir listamenn. Kertaljós og jólatónlist. Ég hef alltaf steikt laufabrauð fyrir jólin.....og vildi að dæturnar kynntust hefðinni. Ætlaði að skera laufabrauð í gær en tíminn hentaði ekki unglingunum. Skar þetta ein í dag, önnur var fárveik en hin þurfti að vesenast í öðru.....hvorug spennt fyrir þessu lengur. Æi mamma gerðu þetta bara sjálf. Skammturinn hjá mér er kominn niður í 20 kökur. Ég vil sjá þetta á jólaborðinu. Og það klárast ekki!!!!!!!!! Starrar og þrestir voru alsælir með ársgamlar laufabrauðskökur hér úti í gær.
Í framhaldinu var steikt soðið brauð og kleinur. Notaði palmin feiti sem freyddi ens og freyðibað. Og kleinurnar urðu þær ljótustu sem ég hef gert. En ætar og það er fyrir mestu.
Fékk svo góða gesti af norðurlandi í kvöld.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.11.2008 | 13:14
Hvítabjarnaveiðar.
..........Kannski getum við tælt nokkra veiðimenn inn í landið á hvítabjarnaveiðar. Að minnsta kosti vona ég að ekki verði eytt stórfé í að reyna að bjarga bangsa sem slysast hér á land. Allur gjaldeyrir er vel þeginn. Annars væri það til að kóróna ástandið að fá hafís við landið. Nóg er nú kulið fyrir.
Íslendingar eru hvort sem er allir uppteknir við nornaveiðar.
Og svo burt með eftirlaunaósómann.
![]() |
Hafís færist nær landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.11.2008 | 10:08
Lúxuslíf atvinnuleysingjans
...........er á leiðinni á minn lokaða vinnustað að ganga frá einhverjum pappírum og faðma vinnufélagana. Síðan tekur við dekur. Fótsnyrting og heilnudd sem er afmælisgjöf frá góðu fólki á Akureyri . Takk þið góða fólk .Hef aldrei eytt í svona lúxus...ekki einu sinni í "góðærinu" svo það er skondið að fara þegar ég hef misst vinnuna. Get alveg þegið nokkra daga til að gera eitthvað heima hjá mér...........ekki veitir af.
Er svo heppin að tveir vinnustaðir vilja fá okkur til sín og verður það skoðað......gott ef við getum farið saman.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2008 | 12:41
Ljós í myrkri
....nú rignir yfir mig skilaboðunum um ljós í myrkri. Fólk er hvatt til að setja kertaljós í glugga fyrir nágrannann. Birta og ylur kærleiks og vinskapar. Byrja með einu kertaljósi og síðan fjölgar ljósunum fram að jólum. Okkur veitir ekki af þessu í því svartasta skammdegi sem við höfum lifað.
Bjóðum líka hvort öðru góðan daginn.
Ég og nágrannakona mín kveiktum í mörg á kerti í eldhúsglugga hvor fyrir aðra og þótti notalegt. Er enn alltaf með kerti í eldhúsglugganum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.11.2008 | 11:17
Eitthvað farið að ganga á hamstrið
![]() |
Mikið að gera hjá lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.10.2008 | 23:50
Hér birtust 3 grímuklæddir menn
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.10.2008 | 23:01
DJÖFULL OG DAUÐI
Já nú leyfi ég mér að vera orðljót. Og mér finnst ég hafa rétt til þess núna. Í þrígang hafa verið stórframkvæmdir hjá mér til að koma í veg fyrir rottugang. Tvívegis hafa gólfin verið brotin upp og í sumar var grafið hér fyrir utan. Og það varð friður um stund. En nú heyri ég í þeim undir ársgamalli elhúsinnréttingunni..................og inni í einum vegg. Það átti að vera búið að gulltryggja að inn í þennan vegg kæmist ekki rotta. Í dag sá ég svo rottu hlaupa upp eftir húsveggnum!!!!!!!!!! Ógeðslegt. Og enn er búið að kalla á viðgerðarmenn.....er enn í mínus eftir síðustu framkvæmdir. Tryggingar taka engan þátt í þessu. Þetta er búið að skemma gólfin mín....
Ég er bara ekkert kát.