Færsluflokkur: Lífstíll
28.10.2008 | 20:45
Of brjóstasmáar fyrir mótorhjól.
......þarna ferðast allir á mótórhjólum.....fæstir á bílum. Heilu fjöskyldurnar ferðast saman á einu hjóli. Algeng sjón er t.d. 5 manna fjölskylda + hundur + ferðatöskur. Heilu búslóðirnar eru fluttar á þessum farartækjum. Þarna hef ég meira að segja ferðast á mótorhjóli
En þetta er dæmi um stjórnvöld sem fara fram úr sér
![]() |
Brjóstasmáum bannað að keyra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 29.10.2008 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.10.2008 | 22:27
Stemmir ekki
.....................þarna er eiginlega alltaf sól og blíða og rúmlega 20 stiga hiti. Enda sést að þetta er málverk en ekki ljósmynd.
![]() |
Skemmdir á mannvirkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 17:11
Ég elska þig svo mikið
.....að ég gæti étið þig. Nánari verða samskiptin varla en þetta. En kannski tapaði hann bara á íslensku bönkunum og var bara svangur.
Andskoti getum við orðið sjúk...þetta er svo hrollvekjandi
![]() |
Mannætukokkur dæmdur í lífstíðarfangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
20.10.2008 | 08:57
Afhverju ekki ég?
.....æ nú hefði það komið sér vel að vera skilja við Madonnu. En það á líklega ekki fyrir mér að liggja.
Býst við miklum tíðindum í dag frá stjórnvöldum.
![]() |
Ritchie fær 10 milljónir og þegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.10.2008 | 17:09
Orðið heimabanki fær nýja merkingu
kannski þetta sé framtíðin að hver lúri á sínum aurum heima. Vonum ekki. En ég gæti hugsað mér að eiga svona skáp þar sem ég gæti gengið að greiðu og naflaklippum á vísum stað. Sólarpúðrið mitt væri ekki horfið ef ég hefði átt svona skáp og ég myndi alltaf eiga límband og skæri.
En ég sé ekki fyrir mér að Íslenkur almenningur kaupi hlutabréf í íslenskum banka næstu áratugina. Og varla nokkur hlutabréf. Það mun taka langan tíma fyrir þjóðina að jafna sig og "gleyma"
![]() |
Peningaskápasala stóreykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 09:24
Fallegur dagur
snjór yfir öllu og sól. Minnir á nýársdag. Ró og friður. Ég ætla að sleppa því í dag að lesa um hrun Íslands....það fer svo illa með sálina. Ég breyti hvort eð er engu. Ég ætla bara að vera strútur í dag. Allt er sem sé í himnalagi hjá mér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.9.2008 | 09:11
Ætli að það sé enginn kvóti?
![]() |
Á nærbuxnaveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2008 | 01:34
Jómfrúarliljur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.9.2008 | 16:57
Eitt sinn var ég ung og fögur nú er ég bara fögur.
Nú ríður á að vera fögur sem forðum. Mun hitta svo marga frá fyrri tíð á eftir. Undirbúningur hófst þegar í gærmorgun. Já þeð tekur tíma og kostar peninga að ná fyrra aðdráttarafli. Byrjað var á að fara í klippingu og strípur til að undirstrika ljóskuna í mér. Nóttin var erfið skreið upp í rúm um tvöleytið....en var ítrekað vakin upp af afleggjurunum...svo mjög að ég fór oft fram og kíkti á tölvuna. Litla barnið vildi fá aura fyrir gosi um þrjúleytið. Eldra barnið var í mesta basli með að smygla hér inn folaldi. Henni tókst það.
Í dag hófst svo sparsl og málningarvinna.
Ætlaði að nota uppáhalds augnskuggann minn................horfinn
og nýja maskarann minn...................................................horfinn
og augnblýantinn...................greip í tómt
Svona er þetta alltaf...............samt hef ég fríkkað svo mikið síðustu klukkustund að ég verð bara feimin að líta í spegil
25.9.2008 | 03:08
Trúleysinginn ég
er enn skráð í þjóðkirkjuna. Kannski aðallega vegna þess að ég held að það verði ættingjunum til vandræða að hola mér niður hinn hinsta dag ef ég er ekki skráð. Mín sýn er sú að trúarbrögðin hafi verið heldur til vandræða. Og betra að vera laus við þau. Nenni yfirleitt ekki inn í umræður um trúarbrögð. Mér finnst að það eigi að aðskilja ríki og kirkju. Fáránlegt samband að mínu viti. Við eigum að virða trúfrelsi/trúleysi. Fólk á að hafa val í þessum efnum. Múslimar vilja byggja mosku..............og eiga að fá að gera það. Bara spennandi fjölbreytni í byggingalist. Það er borgaryfirvöldum til skammar að draga lappirnar í þessu. Margir eru til að segja mér að þetta sé misskilið umburðarlyndi hjá mér. Er því bara ekki sammála.
Síðastliðinn vetur heimsótti ég mikinn furðustað Cao Dai. Samfélag rúmlega 4 milljóna Víetnama. Þar blanda þeir mörgum trúarbrögðum saman og fara eftir því besta úr þeim öllum. En afar furðulegt samfélag en friðsælt.
Ég hef aldrei séð að þeir sem telja sig trúaða hafi eitthvað meira til að bera en við þessi trúlausu.
Ég ber hvað mesta virðingu fyrir Buddistum ( ekki raunverulega trúarbrögð frekar heimspeki) vegna þess hve friðsælir þeir eru.
Og mér þykir gaman að Ásatrúarmönnum ...því þeir halda uppi okkar elstu gildum.
Mín von er sú að við getum búið á þessari jörð og virt hvert annað án tillits til trúarbragða.
Og að öðru..............Sjálfstæðisflokkurinn. Virkar á mig sem sértrúarsöfnuður. No matter what alltaf er hann kosinn...............Reynum að umbera hann eins og aðra villutrú...............