Færsluflokkur: Lífstíll
10.5.2008 | 09:53
Prik númer sex.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2008 | 20:07
Prik númer fimm

Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.5.2008 | 10:54
Prik númer tvö
Þriðjudagsprikið mitt fá allar ummönnunarstéttir fyrir að þreyja þorrann og góuna þrátt fyrir manneklu og lág laun.Vonandi kemur að því að þeim verði launað.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.5.2008 | 01:31
Ilmur af ösp.
Fór um Laugaveginn í dag sem ilmaði af ösp. Á heimleiðinni fór að rigna og ég horfði á stóra reynitréð hér fyrir utan laufgast. Bersarunninn minn er að fara að blómsta. Og það sem meira er það þarf hreinlega að fara að slá!!!! Það eru reyndar fleiri reynitré hér sem eru kominn miklu skemmra. Ég ætla að reyna að vera bjartsýn á gróðurinn núna en stundum hafa hret og hvassviðri í maí skemmt heilmikið af gróðrinum.
Í dag átti ég frí og hef notað daginn til að "haardera". Verð bara þeim mun duglegri á morgun.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2008 | 12:44
Göngum saman 8. maí.
195 slösuðust alvarlega í umferðinni á síðasta ári. Er ekki kominn tími til að útrýma hraðakstri? Og útrýma fíkniefnum og áfengi af þjóðvegunum? Enginn veit hver er næstur. Ekki er hægt að kenna vegunum um þessi slys. Það á að aka eftir aðstæðum. Ökumenn sýnið ábyrgð.
Gott framtak hjá hjúkrunarfræðingum
![]() |
Gengið gegn slysum á fimmtudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2008 | 01:33
Kirsuberjatréð mitt er byrjað að blómstra.
Ég fylgist alltaf spennt með því sem gerist í garðinum á vorin. Fagna hverri plöntu sem hefur lifað af veturinn. Alveg sérstaklega finnst mér gaman þegar kirsuberjatréð blómstrar. Það er ættað frá Kurileyjum sem ku hafa svipað veðurfar og Ísland. Ég sé ekki annað en að vel gangi að rækta kirsuberjatré á Íslandi. Ég spái því að eftir örfá ár verði komin bara stæðileg tré út um allt.
Alpasóley fagurblá er líka upp á sitt besta núna.
Annars fór ég eftir vinnu í dag að kíkja á ljósmæður sem voru að kynna sitt góða starf. Gott framtak.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
3.5.2008 | 00:18
Ég verð kærð ef....
Í mér býr púki þess vegna ætla ég að blogga um nýjustu tíðindi héðan af kærleiksheimilinu. Frúin á efri hæðinni lét dóttur mína vita að EF hún dytti um skápinn hér frammi í forstofu yrði ég kærð. Nú vona ég bara að skápurinn hrindi frúnni ekki. Hún var nú einu sinni nærri dottin um köttinn sem ekki var kominn í hús. Það hefði nú verið óvenjuslysalegt Fyrir nokkrum mánuðum datt ég fyrir utan næsta hús og slasaði mig á höndum....þá hvatti frúin mig eindregið að kæra húseigendur.
En frúin býr við fleiri slæma granna en mig. Þau hjón hafa reynt að stjórna íbúum næstu húsa líka. Þingmaðurinn í næsta húsi las reiðibloggið mitt um daginn. Kallaði í mig í dag og sagði þau hjón ítrekað hafa verið með athugasemdir við sig og aðra íbúa þess húss. Og annar góður granni, úr öðru húsi trukkabílstjóri hefur fengið ítrekaðar leiðbeiningar um hvernig hann á að leggja bílnum sínum. Bara eitt stutt augnablik datt mér í hug að hann gæti smalað saman kollegum hér á svæðið.....en það var nú bara augnablik sem ég hugsaði um það
Ég mætti frúnni í dag og hvæsti á hana dálítið. Ég sagðist myndi láta vera að hamast svona í garðinum fyrst henni væri svona illa við það. Ég myndi útskýra það fyrir öðrum íbúum hússins. Henni var dálítið brugðið. Í raun held ég hún vilji endilega fá þetta gert.......
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.5.2008 | 02:14
Hurray,hurray
It is the first of May, hedgerow fucking begins today.
Annars.....ég er mikið hrifin af skurð og svæfingarhjúkrunarfr. að láta ekki valta yfir sig. Samningar hjúkrunarfræðinga urðu lausir um miðnætti.
og svo er ég ánægð með að jarðvísindamenn séu að verða sammála mér að talsverðar líkur séu á gosi nálægt Upptyppingum.
svo er allt að laufgast hér í garðinum.....og ég sá fyrstu lóurnar í dag. Búin að heyra oft í þeim. Sem sagt allt á góðri leið
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.4.2008 | 01:43
Moldargólf.
Já ég er orðin þjóðleg komin með moldargólf. Þegar ég kom heim áðan voru mínar hvítu gluggakistur orðnar brúnar og flest annað sýnist mér. Rosalega er nú gott að hafa einhver verkefni á morgun en þá á ég frí. Og mikið er ég fegin að hafa ekki nennt að skúra síðustu daga. Vona samt að moldrokinu linni.
.....Mikið er ég ánægð með svæfinga og skurðstofuhjúkrunarfræðinga. Þær bera ekki ábyrgð á ástandinu á Landspítala. Kjarasamningar hjúkrunarfr.eru í hnút. Það er kominn tími til að leiðrétta fáránlega lág laun. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir álagi og ábyrgð í þessu starfi. Mistök leyfast ekki, til þess eru þau of dýr.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2008 | 19:20
Komin í gömlu sparifötin...og vont skap
Já ég er komin í skrúðann. Algerlega ómótstæðileg. Fyrir utan geðvonskuna sem helltist yfir mig þegar dóttir mín sagði mér frá síðustu árás frúarinnar hér uppi. Áður en ég segi frá segi ég ykkur að aðrir íbúar hússins hafa reynt að bera í mig peninga vegna garðvinnu minnar. Og hafa komið færandi hendi með portvín í þakklætisskyni fyrir ómælda vinnu.
"mamma þín rótar í garðinum án þess að tala við nokkurn mann" JÁ ég róta mikið í garðinum, hef verið ötul í stríðinu við frú Skriðsóley. " Þið eigið bara 19.8% í garðinum" segir frúin sem aldrei hefur gert handtak, myndi ekki beygja sig eftir rusli hvað þá annað. Eiginmaður hennar sagar niður það
sem honum sýnist án samráðs við aðra og eyðileggingin er tilfinnanleg. Nú mun ág kalla á húsfund.
Afhverju segir konan ekkert við mig??? Afhverju ræðst hún á börnin mín??
Ég elska garðvinnu, nýt þess að horfa yfir vel hirtan garð. Hef eytt miklum peningum í garðinn og rukka aldrei neinn. Fengið mikið hrós frá öðrum íbúum hússins. Nú mun ég ræða við þá.
Hvað mynduð þið gera???
Ein brjáluð.....í sparifötum.