Færsluflokkur: Lífstíll
5.7.2008 | 01:44
Ég sá skáp

Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.6.2008 | 23:35
ÞIÐ SEM GLEYMDUÐ ÁLDÓSUNUM YKKAR Í LAUGARDAL
![]() |
Óður til náttúrunnar í Laugardal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2008 | 01:54
Merkilegir þessir súmerar
var hann afi minn vanur að segja.
En ég segi merkilegir þessir hvítabirnir.
Þeir breytast í hvít hross og rolluskjátur. Þeir breytast í áburðarpoka og rúllubaggaplast. Jafnvel skafla..á iði.
Ég er viss um að Haddý og vinkona hennar sáu hvítabjörn.......þær hefðu ekki sagt orð nema vera vissar í sinni sök.
PUNKTUR.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2008 | 00:46
Ég fór í Ríkið í dag..
þ.e.a.s. sjoppuna við Snorrabraut. Með mér var kollegi sem ég hitti á förnum vegi. Báðar gengum við út með fulla poka af videóspólum. Þarna eru þær seldar á 100 kr stykkið. Og mikið af þessu eru ónotaðar spólur. Þarna fann ég m.a. "Elling" norska mynd um geðfatlaða. Mynd sem ég hló að dögum saman þegar ég sá hana á sínum tíma. Okkur datt reyndar í hug að fara með þær í Kolaportið og selja þær á 2-300kr
Ég vonast til að eitthvað af þessum myndum muni hafa ofan af fyrir dætrunum. Viðbrögð þeirrar yngri voru samt á þá leið að það væri ekki skynsamlegt að kaupa spólur. Ég hef samt meiri áhyggjur að því að þær taki pláss!!!
Ég ætla að geyma þær til vetrarins eða kannski bara rigningardaga. Horfi varla á nokkuð í sjónvarpi yfir sumartímann nema fréttir.....og Jane Eyre.
Og að endingu.....mér sýnist "nýja" eldfjallið undan Reykjanesskaga vera farið að hrissta sig.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.6.2008 | 10:50
Svona verður sumarið
![]() |
Hvítabjörn á Skaga? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.6.2008 | 13:56
Reykjavík kl 13 hiti 12. 4 gráður
Best að koma sér út í sólina áður en brestur á með þrumuveðri. En bara létt garðvinna í dag, bakið mótmælir hástöfum meðferð gærdagsins. Annars virðist stríðið við skriðsóleyjuna skila árangri..hún minnkar ár frá ári. þar sem hún var verst í grasflötinni virðist hún nánast horfin. Verst að hinum megin girðingar lifir hún góðu lífi.
Dagliljan sem ég fékk í garði Kristins garðyrkjumanns byrjaði að opna sig í gær og túrbanliljurnar sem brotnuðu ekki um daginn eru við það að springa út. Í fyrsta sinn sem ég sá fram á að eiga blásól í blóma.....brotnaði hún vegna kára. Fingurbjargarblóm eru komin vel á veg og er það í fyrsta skipti sem það lifir veturinn af hér.
Ég var svo þreytt eftir gærdaginn að ég svaf heila 10 tíma....en núna út í sólina...með sög og skæri
Keypti 5 hengiplöntur í gær og eru það fyrstu plönturnar sem ég kaupi í ár.
![]() |
Þrumuveður gengur yfir landið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.6.2008 | 02:26
Á morgun segir sá lati.
Þrátt fyrir miklar væntingar um eigin dugnað varð mér lítið úr verki í kvöld. Og á morgun hef ég lítinn tíma. Fer á kvöldvakt og morgunvakt daginn eftir og svo strax til Akureyrar. Tilefnið er 30 ára stúdentsafmæli. Æfði mig þó í að ganga á bandaskóm með hælum. Þvoði ferðatöskur. Skrifaði kort.
Dagskráin er eftirfarandi: Á föstudag verður ekið í loftköstum til Akureyrar og þá væntanlega slappað af um kvöldið. Á laugardaginn stefni ég á að komast í gullbrúðkaup á Húsavík. Sunnudagurinn fer í óvissuferð. Síðasta óvissuferð okkar var stórskemmtileg þá komum við við í Laxárvirkjum, fórum í Seljahjallagil þar sem óvænt fundust allmargir lítrar af bjór. Enduðum svo daginn á kvöldmáltíð í Vogafjósi í Mývatnssveit. Við fengum frábært veður. Á mánudagskvöld verður svo stórhátíð í Höllinni..Á þriðjudaginn er það svo Vogur...nei fyrirgefið Húsavík.
En hvert skyldi óvissan leiða okkur? Grímsey? hvalaskoðun á Húsavík? Dubrovnik?
Skriðin undir sæng
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
19.5.2008 | 09:44
Ekki lesa þetta....
nema þú hafir gaman að gróðri og görðum. Fór út í garð í rúmlega klukkustund í gær. Ég vil ekki róta í beðunum fyrr en í júní því margar plöntur láta ekki sjá sig fyrr en þá.....jafnvel ekki fyrr en um miðjan júní. Til dæmis hosturnar. Og stjúpur og fjólur. Plönturnar er komnar mun lengra en undanfarin vor. Í fyrsta skipti lifir fingurbjargarblóm veturinn hjá mér. Ég fyllist öfund að sjá fingurbjargarblóm í gömlum görðum þau eru svo glæsileg. Latneska nafnið er digitalis og er hjartalyf unnið úr því. (digoxin) Ég kantskar eitt langt beð og ætlaði svo að ná í aðalgarðverkfærið mitt skærin góðu en fann þau ekki nokkurs staðar...verð að kaupa ný. Skærin nota ég alveg óspart. Margir túlípanar eru í blóma núna og enn fleiri á leiðinn. Dagliljurnar eru byrjaðar að mynda knúppa....mun fyrr en síðustu ár. Búið að slá hér tvisvar. Áburður kominn á grasið. Vonandi kemur ekkert hret.
En næstu daga gefst lítill tími í garðinn...námskeið kl eitt í dag og svo kvöldvakt og á morgun verður unnið frá átta í fyrramálið til tíu um kvöldið.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.5.2008 | 01:12
Ragnarök
Hvar eru allir heimsendaspámennirnir? Daglegar hörmungarfréttir fá mig til að hugsa um alla þá sem spáð hafa um heimsendi. Jarðskjálftarnir í Kína og yfirvofandi stíflurof....mikil eyðilegging og mannfall.
Annar fellibylur á leið til Burma þar sem milljónir lifa við neyð.
Óhugnarlegar fréttir frá Austurríki.
Morðalda í London.
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur.
Endalausar hörmungar. Er komið að endalokunum?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.5.2008 | 10:30
Prik númer sjö
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)