Færsluflokkur: Lífstíll

Fyrstu droparnir

já það rignir...................og spáir rigningu alla næstu viku. Ég var komin í skó og ætlaði að ganga í vinnuna....og hætti við. Og þó.  

Rosalega eru ísbirnirnir fyrir vestan sniðugir að fela sig.


L.A.R.F.

Þegar ég var í menntaskóla fyrir mjög fáum árum síðan var til félagsskapurinn L.A.R.F.  Sem þýðir einfaldlega leitin að ríkri fyrirvinnu. Ok. hafði ekki áhuga þá en er búin að átta mig.  Frá og með degium í dag hefst þessi leit. Getur einhver bent mér á hvar best er að leita?  Mér hefur reyndar dottið í hug að taka gott lán................og hanga þar sem hinur ríku halda sig.   En ég veit ekki  hvar best er að dveljast.  Getur einhver góðhjartaður bent mér á GOTT hótel eða strönd ?

Þetta er hreint ekkert grín.......launin mín duga bara svo illa.   Og næst set ég inn lagið um syngjandi nunnuna!!!!!!!!!!!

 


Melbourne Bitter

Ég hélt að ég væri sæmilega öflug bjórhverfingakona þangað til ég las þessa frétt.  Mér finnst stórmerkilegt að byggingaverkamaður í Ástralíu hafi svona mikla peninga.  Launin hér duga nú ekki fyrir öllum þessum bjór. 2500 bjórflöskur á Íslandi kosta nálægt 500 þúsund. Það ekki nokkur leið að reyna að halda í við manninn.  Nema að taka stórt lán og borga það aldrei.........En nú fær enginn lán á Íslandi lengur..svo dæmið er bara vonlaust.  Við verðum að krefjast þess að verð á bjór lækki hér á íslandi.

 


mbl.is Eyddi um 80 þúsund kr. í bjór á viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannkallað morðæði greip mig

Vopnuð ýmsum drápstólum dreif ég mig út í garð.  Illgresið hefur heldur betur náð sér á strik í rigningunni. Af algjöru miskunnarleysi drap ég skriðsóley og arfa í u.þ.b. 3 klukkustundir.  En nóg er eftir. Og spáin er þannig að það ætti að vera hægt að útrýma öllu illgresi á næstu dögum.

Ég hef aldrei keypt eins lítið af blómum og í ár, fyllti þó öll ker og potta. Dagliljan virðist vera búin núna, túrbanliljur og fingurbjargarblóm eru í fullum skrúða. Og Músaginið myndar mikla bláa breiðu. Hengibaunatréð ræfilslegt eftir bægslagang kára. Eitt tekur við af öðru. En skemmtilegt er þetta. Það fylgir því mikil innri ró að dunda svona úti.   Og ég fyllist orku og ætla að fara að taka til í yfirfullri  örgeymslunni minni NÚNA.


Ætli hún bloggi?

 Hér í húsinu sem ég bý í býr elsti núlifandi Íslendingurinn. Hún er 105 ára. Við höfum búið í sama húsi í 6 ár en ég hef aldrei séð hana.  En skyldi hún blogga?  Kannski undir nafnleynd?  Ég hef starfað undanfarin 8 ár á hjúkrunarheimilum og man aðeins eftir einum manni með tölvu. En það breytist líklega á næstu árum.
mbl.is Elsti bloggari heims látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er orðið gott.

Ætlaði sannarlega að nota helgarfríið í garðvinnu hvernig sem viðraði.....en nú er bara allt á floti. Legg ekki einu sinni í að fara út og rétta úr fallega riddarasporanum mínum sem er eiginlega lagstur á hliðina. Það er búið að vera svo fallegt að draga frá svefnherbergisglugganum og sjá þessi himinbláu blóm.

Rignigin var kærkomin fyrir gróðurinn en öllu má nú ofgera. Ég verð svo skelfilega löt í svona veðri....best að henda sér upp í rúm að lesa


Rökkur

.....Hafið þið tekið eftir því að úti er myrkur!!! Nú er semsagt tækifæri til myrkraverka. Það er ótrúlega dimmt úti. Um verslunarmannahelgi er orðið dimmt á kvöldin. En 13. júlí á ekki að vera svona dimmt. Gróðrinum veitti sannarlega ekki af vætunni en nú er komið nóg. Á tveggja daga helgarfrí sem ég ætlaði að eyða í garðinum....fer út á morgun hvernig sem viðrar. Ætlaði að fara í 11 daga sumarfrí en er þegar bókuð á 3 vaktir.

´

Veðurstofa Íslands góðan dag.

.....ég hef reyndar ekki verið beðin um það en ég er að hugsa um að senda veðurstofunni vinnuskýrsluna mína. Þeir eiga eftir að þakka mér fyrir að létta þeim störfin.  Það er yfirleitt sólskin þegar ég er að vinna en þoka þegar ég er í fríi, nú eða rigning. Ég hef reynt að leika á veðurguðinn (held að hann sé einn að verki)  en allt kemur fyrir ekki.  þó var nú frekar þungt yfir þegar ég var að vinna í kvöld.

Í dag eyddi ég alltof löngum tíma í að reyna að koma Clapton lagi hér á bloggið. En myndböndin voru greinilega ekki á lausu.....fann skemmtilegt efni með Clapton og Knoplfer. Það styttist í tónleika!!


Má ég búa í helli?

Kannski er þarna lausn nú í kreppunni?  Við  borgum meira og meira af húsnæðislánunum okkar en skuldum samt meira og meira. Og launin orðin harla lítils virði. Eða kannski við förum í torfkofana aftur?  Eða það sem er líklegast......við förum sem flóttamenn. Verður þá farið með okkur eins og Kenýamanninn?   Annars í alvöru þá get ég ekki séð annað en að háir vextir hafi hneppt okkur endanlega í eilífan þrældóm.  Hér ríkir bjartsýnin ein.............


mbl.is Merkar menjar um mannavist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu maður eða mús?

.........Auðvitað bætir rauðvín lífið....vitum við það ekki öll?  Þeir karlar sem lifa allra manna lengst búa í Suður Frakklandi borða feitt ket og drekka ómælt rauðvín.  Það heldur dælunni gangandi. Það sefar og svæfir. Gerið góða steik enn betri. Það virkar vel á stressið.  Og hvaða ilmur gleður meira en lykt af rauðvínssósu í potti?  Það kemur þó illa við pyngjuna hér á Íslandi að þykja rauðvín gott.  Það myndi kannski spara Heilbrigðiskerfinu fúlgur að lækka álögur á rauðvín?


mbl.is Rauðvín bætir lífið - a.m.k. hjá músum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband