Færsluflokkur: Lífstíll
5.8.2008 | 12:11
Hér er allt komið í hönk
Símasambandslaus með öllu. Einhver bilun er í símkerfinu og ég hef ekki getað hringt úr honum síðan í byrjun júlí............á von á símamanni.
Svo var ég að flytja gemsann frá símanum yfir til tals............og nú virkar hann ekki.......og ég get ekki hringt héðan til að fá skýringu.
Launin mín eru ekki kominn á reikninginn minn og allt komið í mínus þar..............get ekki hringt til að ýta á eftir.
Það hlýtur að vera góður mánuður sem byrjar svona.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.8.2008 | 02:07
HÖNK
Er allt í hönk? Þannig var spurt hér á árum áður. Í kvöld spurði húmoristinn vinkona mín ljósmóðirin. Hólmdís......"þegar þú ferð út stefnirðu ekki á að ná þér í hönk?" Ha hvað? Og hvað þýðir það? Svarið henar var " veit það ekki almennilega..............nema hönk er rosa gæi. OK. Ég spurði " er þetta skammstöfun?" Veit ekki...........var að lær´etta" OK. Mitt fyrsta svar var: ég kíki nú fyrst í bankabækurnar. Hvað gæti þetta nýyrði mögulega þýtt? Ég er helst áþví að þetta sé skammstöfun. " Hroðalega Ömurleg Notkun á Konum. eða Hlægilegur Öldungur Notar Konur. Eða Hóflegur Öllari Nýtist Körlum. Eða jafnvel Hrikalega Ömurlegur Nakinn Karl.
Hjálpið mér að finna út úr þessu.
s.o.s.
2.8.2008 | 11:22
Allt annað líf

Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.8.2008 | 03:37
Kannski er ég greindarskert , er að minnsta kosti öðruvísi.
Ég hef svo undarlegar skoðanir.
Numero uno. Mig langar ekki á útihátíð og kvíði Verslunarmannahelgum....vegna slysa og nauðgana.
Numero due. Ég fagna ákvörðunar Þórunnar Sveinbjarnardóttur...þetta eru réttar vinnuaðferðir.
Numero tre. Ég er sammála Ólafi F varðandi Laugaveginn.
Numero quattro. Ég styð hvalveiðar.... er egoisti ...........vil súrhval
Numero cinque. Mér kemur ekkert við að forsetahjónin borði með Mörtu S.
Numero sei. Ef Reykjavíkurflugvöllur fer............eigum við að flytja flugið til Keflavíkur. Engan nýjan flugvöll.
Numero sette. Það á að leyfa reykingaafdrep undir þaki.
Numero otto. Það á ekki að biðja neinn um að lifa á tekjum undir 200 þús. Við eigum ekki að biðja um kraftaverk.
Numero nove. Ég trúi ekki á guð.
Numero dieci. Mér er alveg sama þótt ég sé "of þung".
Hvað haldið þið? Kannski þarf ég bara geðlyf. Samt er ég sátt í mínu rugli.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 03:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.8.2008 | 02:33
Verslunarmannahelgi.
...Þá er komið að henni. Mikið lifandi skelfing er ég fegin að yngri dóttir mín er að vinna alla helgina og því er girt rækilega fyrir allar djammhugmyndir þar. Sú eldri er farin til Akureyrar....mér finnst það ekkert notalegt. Vona bara að Margréti Blöndal takist að skapa fallega stemningu í bænum.
Verð að gera játningu. Hef aldrei farið á útihátíð um Verslunarmannahelgi. Og langar ekki. Og mér þykir þetta versta ferðahelgi ársins...nema til að fara til útlanda.
Þessi helgi er alltaf kvíðvænleg. Hversu mörg verða slysin og hversu alvarleg? Þessa helgi hafa margir látist eða slasast illa. Hversu margar nauðganir verða kærðar? Hversu mörg fíkniefnamál koma upp? Mig minnir samt að engin banaslys hafi verið um verslunarmannahelgina í fyrra. Ég man vel eftir hryllilegri Verslunarmannahelgi sem ég vann á Borgarspítalanum. Það drukknaði lítið barn í sundlaug. Við fengum inn á barnadeild slösuð börn og slasaða móður eftir skelfilegt bílslys þar sem 2 létust. Þessi helgi er oft erfið á sjúkrahúsum. Og mikið álag er á lögreglumönnum.
Það er stórefld löggæsla um þessa helgi...vonandi skilar það sér.
Eftir helgina fáum við að venju myndir sem sína skelfilega umgengi um landið okkar.
Allir fá frí nema verslunarmenn og svo ég............Veðurspáin er góð......Engin tjöld fjúka. En fólk vakir lengur, drekkur meira. Ég er alltaf hræddust við mánudaginn þegar slæptir ökumenn halda heim á leið og öllum liggur á.
Góða helgi. Vonandi skemmtið þið ykkur vel. Heima og heiman.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2008 | 01:31
Vampíra
......................Ég var að vinna í kvöld. Allt í einu kemur maður á vaktina til mín og segir " I need help" Sagðist vera frá Ungverjalandi. Talaði bjagaða ensku. Benti á æðarnar í sér og sagði "vampire" Ég spurði hvort hann hefði verið stunginn og ætlaði að losna við hann með því að gefa honum ofnæmistöflu. Ég átti í vandræðum með að skilja hann. " I need blood". Ég sagði honum að hann yrði þá að fara á Landspítala. Benti honum á að ef hann þyrfti lyf væri lyfjaverslun í næsta húsi. En hann þrjóskaðist við að yfirgefa húsið. Hann spjallaði við eldhúskonuna okkar og sagði henni að hann væri vampíra. Enn benti hann okkur á æðarnar á handleggjunum á sér. Sagðist deyja ef hann fengi ekki blóð. Það mættu ekki líða meira en 7 vikur á milli þess sem hann fengi blóð. Svo fór hann að sýna okkur tennurnar.... og gerði sig líklegan til að bíta .Get ég fengið smá blóð hjá ykkur að drekka? Please!!!!!!!!! Bara nokkra millilítra. Annars dey ég.
Ég hringdi á lögreglu til að biðja þá að fjarlægja manninn. Hann var farinn áður en þeir birtust....með heimilisfang blóðbankans á blaði...........
Þetta var mjög svo óvænt atvik á vinnustað....Ný reynsla. Maðurinn leit ágætlega út, var rólegur og kurteis.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.7.2008 | 11:04
Veðurblíða
Hlýtt hefur verið á landinu undanfarna daga og hitinn fyrir norðan farið í 25 stig nokkra undanfarna daga. Á morgun er spáð 28 gráðu hita Á suðurlandi....ekki amalegt það. Árið 1991 kom ég til Vopnafjarðar í ausandi rigningu....en hitinn var 29 gráður. Reikna varla með að upplifa slíkt aftur á Íslandi. Þar voru allar sprænur orðnar að beljandi stórfljótum.
Dætur mínar komnar heim af Mærudögum......og segja að það hafi verið ógeðslega heitt. Enginn skal fá mig til að vinna á morgun.......................ætla að dúllast allan daginn í garðinum.
..............smámont. Búin að taka til í örgeymslunni. Og búin að lakka gamlan stól og borð....nokkuð sem hefur verið á dagskrá lengi. Ég þurfti bara að fá að vera ein heima eina helgi
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2008 | 02:56
Varla sá sami
.....og gekk á undan mér einn kaldan vetrarmorgun eftir Laugaveginum. Sá náungi var í skóm. Að öðru leyti nakinn. Hafði lítið að sýna.......
Annars er þetta bara dapurt og vonandi finnst maðurinn heill á húfi.
![]() |
Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2008 | 03:12
Blogg um blogg
..............Enn eitt bloggið um blogg. Hvatinn að því að ég byrjaði að blogga var lélegur aðbúnaður aldraðra á Íslandi. Og ég bloggaði um það. Það var leiðindavilla í greininni og því eyddi ég henni því miður...........þá kunni ég bara ekki að leiðrétta. Greinar mínar þá vöktu samt athygli og flestir fjölmiðlar landsins höfðu samband við mig. Ég veit að þessi skrif höfðu áhrif...........skamma stund. Ég hef oft verið beðin um að skrifa um þessi mál síðan. Ég fer mér hægt..........hugsa um atvinnuöryggi.(Egóisti).
Bloggið mitt lá síðan niðri lengi. En svo hugsaði ég : vilji maður koma einhverju á framfæri er vissara að byggja upp einhvern lesendahóp. Svo ég ákvað að blogga...........bulla helst flesta daga til að vera viss um að þegar ég hefði eitthvað að segja myndu einhverjir lesa það. Það hefur reyndar tekist að byggja upp lesendahóp. Þótt þynnildin hafi verið mörg.
Svo fór ég að lesa blogg................og hef séð marga skemmtilega og áhugaverða skrifara.........og er farin að vinsa úr hvað ég nenni að lesa. Sumt hefur gengið fram af mér svo sem klámsíðutilvísun ungrar konu á Spáni. Lára Hanna er einn áhugaverðasti bloggarinn á Moggablogginu...virkilega vandaðar greinar. Á vísi.is les ég Guðmund Brynjólfsson..til að finna húmor.
Aukaafurðir bloggsins hafa verið miklu skemmtilegri en mig óraði fyrir..........svo sem að fina Siggu í Köben, Kristínu Ástu í Svíþjóð, og Þórdísi húsfreyju á Melstað og Möggu Tolla.
Gallarnir eru þeir: Mamma les bullið og fleiri ættingjar. Bróðir minn segir; þetta er ágætlega skrifað en of neikvætt.
Nú er ég ákveðin í að halda áfram. Á meðan ég hef eitthvað gaman að því.
21.7.2008 | 21:47
Gæti verið spennandi

![]() |
Flugu til rangs lands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)