Færsluflokkur: Lífstíll

Italiano

.........Mér til skemmtunar hef ég tekið 3 annir í ítölsku í MH.  Ég hélt ekki áfram eftir áramótin vegna þess að ég vissi að ég myndi missa svo mikið úr.............sé samt eftir því að hafa bara ekki lagt meira á mig.   Þetta  er ágætis heilaleikfimi.  Nú stefni ég á að fara eftir áramótin að taka 4. önnina. Til að vera fær um það verð ég einfaldlega að setjast niður og rifja upp námsefnið.  Svo nú ætla ég mér 15 mín á dag fram að áramótum.  Ég held að allar sagnirnar séu horfnar úr hausnum á mér!!!!!

Buon giorno.


Gefst upp enda ekki í landsliðinu.

Búin að eyða löngum tíma í að setja myndband með Tinu Turner hér inn.   Ástæðan er sú að að nýtt markmið mitt fæddist á kvöldvaktinni. Ég verð að sjá Tinu Turner 2009!!!   Hún "túrar" varla oftar.

Ég skal vinna og vinna og vinna Blush

Að öðru leyti er ég næstum því í lagi.

 


Þegar maður hefur ekkert að segja

 

 

 

 

 

 

 

 

er best að þegja.

 

 

 

 

 

 

 


Kannski flýtti ég mér of mikið.

.....Nú er að ljúka  þriðju aðgerð hér í húsinu vegna rottugangs.  5-6 rottur voru fangaðar í þvottahúsinu.  Og einhverjar úti í garði.  Og þær fóru alla leið upp á þriðju hæð. Þeim tókst að eyðileggja plöntur fyrir mér með því að naga sundur ræturnar.   Allt er þegar þrennt er. Nú trúi ég því að ég heyri ekki klórað í vegg framar.         Var ekki búin að átta mig á að þetta gæti verið búbót.  Fyrir mér var þetta bara ógeðfellt og auðvitað kostnaður.

 

 

 


mbl.is Rotturéttir seðja hungrið á krepputímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórasta landið

..komin heim.  Þegar lent var í Keflavík í kvöld var klappað fyrir landsliðinu í handbolta. Full þota af fólki klappaði fyrir hetjunum í Peking. Man ekki eftir svona í flugvél fyrr.  Annars vorum við að hugsa um og breyta áætlun.....fljúga bara til Peking og svo heim strax eftir leik.  Hefði nú verið gaman.

Við komum til Reykjavíkur  rétt eftir miðnætti og umferðin var ótrúlega lítil miðað við að það er Menningarnótt.  Litlu systur yfirgáfu mig á BSÍ....voru á leið í menningarpartý. Leigubílstjórinn sagði óvenjurólegt....það er greinlegt að allir ætla á fætur í fyrramálið að horfa á handbolta. Ég er búin að stilla vekjaraklukkuna....svo er bara að tína allt brothætt og oddhvasst út úr stofunni........

Áfram Ísland.

  








Það er nú einmitt það og það er nú líkast til

Þá er afsökunin komin fyrir því að hafa gifst  Herra Röngum.  Gott að það var ekki sjálfskaparvíti.  Þegar ég hugsa til baka man ég einmitt eftir hvað maðurinn var leiðinlegur þegar ég var á pillunni.............sem var lengst af LoL.

Annars hef ég meiri áhuga á bankareikningum en líkamslykt....þótt Armani ilmurinn sé nú góður Wink

Hvað skyldum við nú margar hafa lent í þessu?

Þið sem eruð í makaleit......verðið að framkvæma nákvæman nasaþvott....tvisvar á  dag.  Og auðvitað hætta á pillunni. ( Getur verið að páfinn hafi látið gera þessa rannsókn?)

Ætli lyfjafyrirtækið geti verið bótaskilt?   Ég vil himinháar bætur takk fyrir pent.  Tala við lögfræðing strax fyrramálið...

Ásdís þú ætlar að kenna  mér að losna við aukakallana.....

  








mbl.is Hr. Rangur valinn vegna pillunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svakalega rólegt hér hjá mér

.....en nóttin er ung.   Snéri mér að tölvunni þegar "Aska" Yrsu Sigurðardóttur rann út úr höndunum á mér.  (hvað geri ég í vinnunni?)

Það er svo miklu erfiðara að vaka þegar nóttin er orðin svona dimm. Þýðir ekkert fyrir mig að horfa á sjónvarp.....sofna strax við það. Einhvern tímann sat ég á næturvakt og prjónaði.  Hrökk svo allt í einu upp......þjáningarsystir mín á næturvaktinni sprakk úr hlátri. "Þú hægðir ekki einu sinni á þér" Ég hef semsagt setið sofandi á næturvakt og prjónað. Verð líka syfjuð á að lesa....

Best að kíkja út í svala nóttina og draga að sér fjallaloftið.....og vakna almennilega. Halda svo áfram með Ösku....................


Hr. Ráðríkur málar þak

Jamm þegar ég flutti í þetta hús fyrir rúmum 6 árum var ákaflega ljótur grænn litur á þakinu sem passar húsinu illa.

 Nokkrum dögum eftir að ég flutti inn var mér sagt að mála ætti þakið.  Ég sagðist vilja vera með í því að velja lit.  Ráðríkur sagði mér að það væri búið að kaupa sama græna litinn. Úff.

Málningin entist illa. Í dag kom hann svo að máli við mig og sagði að það þyrfti að fara að mála þakið. Ég samþykkti það en sagði að nú skiptum við um lit.  Nei var svarið ég er búin að kaupa sama litinn aftur og fá mann í verkið.    Arrghhh.   Næst kaupi ég málningu á þakið.....og tilkynni það eftir á.

Einhver hefði nú talað við aðra íbúa hússins áður en farið væri af stað..........


Ung gröð og rík....með fullt af seðlum

þannig hljómaði textinn.

Síðast þegar ég átti afmæli gáfu báðar dætur mínar mér bækur.  Önnur bókin hét  " 1000 ástæður ástar minnar og hin var "the secret". Algerlega í takt við minn bókmenntasmekk............

En  á tímum seinni móðuharðinda hef ég ákveðið að nýta þennan bókakost betur.

Á morgun byrjar nýtt líf. Líf hinnar taumlausu hamingju.  Ég ætla að leiða hjá mér hækkandi vexti............hækkandi allt

Á morgun verð ég ung gröð og rík..............

 


Rottur og menn.

já rottur. Það eru rúm 6 á síðan ég flutti hérna á Rauðalækinn. Fljótlega eftir að ég flutti varð ég vör við að það að í húsinu byggju fleiri en eiga hér lögheimili.  Klór og þrusk inni í vegg og undir baðkari. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hefur verið eitrað hér.  Menn voru kallaðir til viðgerða. Brotið var upp baðgólf og þvottahúsgólf og lagnir endurnýjaðar.  Ekki leið þó langur tími þar til gamalkunnugt klórið fór að heyrast á nýjan leik.  Í fyrrasumar voru gólf enn brotin upp.  Með tilheyrandi sóðaskap. Og hávaða. Stór skurður var hérna í holinu hjá mér. Nú voru allar lagnir endurnýjaðar.  Eftir þessa viðgerð virtust rotturnar bara hressari ef eitthvað var. Áfram hélt klórið.  Rotta var veidd í garðinum.....eftir að hafa nagað í sundur hvítu skrautlúpínuna.  Rottu mætti ég hér á bílaplaninu og annari mætti ég hér neðar í götunni. Ég er á jarðhæð. En rotta veiddist hér uppi á þriðju hæð og einnig á annari hæð.  Og 5 hafa komið í gildru í þvottahúsinu. Blessunarlega virðist engin hafa komið inn í mína íbúð. Ef það gerist munið þið öll heyra það!!!!!!!!

Í dag komu "rottumennirnir" enn og ætla að koma með gröfu og moka upp úr garðinum fljótlega.  Vonandi tekst loks að losna við þennan andskota.......Þetta er viðbjóður.

En það er víst ár rottunnar.............


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband