Færsluflokkur: Lífstíll
14.9.2008 | 18:11
Fuckingham Palace.
................ég er að tala um íbúðina mína. Drasl, drasl, drasl..............föt og snyrtivörur. Hvernig get ég kennt ungmeyjunum á heimilinu að ganga vel um? Ég er að verða löt að taka til...............því það er allt orðið eins strax aftur. Arrrrrrrrrrrrrgggghhhhhhhhh. En ég er dæmigerð vog og þrífst ekki í svona óreiðu. En svörin sem ég fæ á heimilinu eru svona:
"mamma þetta skiptir engu máli¨" eða
"hef ekki tíma núna geri þetta seinna"
"það er enginn að hlusta á þig"
"mér finnst þetta fínt svona"
"hættu að tuða...þú tuðar endalaust"
"só"
" mamma hættu þessu"
Kannski ég komist í gírinn á morgun.....að gera eitthvað.
13.9.2008 | 19:49
Leðjuslagur..........ekki fyrir viðkvæma.
Nú er ég að leggja lokahönd á sjálfa mig áður en ég skunda til móts við vinnufélagana. Við ætlum að borða á Tapas bar. Ég byrjaði á að láta renna í bað. Smeygði mér svo á þokkafufullan hátt í heitt vatnið og lygndi aftur augunum. Og þá gerðist það. Draugagangur? Allt í einu þeyttist ofan í karið til mín blómapottur. Og baðvatnið varð að brúnni leðju........og flugur flutu ofan á. Dísus hvað mér brá. Bað nr. 2 tókst með ágætum. Svo hófust nú viðgerðir og spörslun á andlitinu og gekk þokkkalega þrátt fyrir að unglingarnir hafi eyðilagt stækkunarspegilinn. Þangað til átti að grípa í sólarpúðrið. Horfið.. En önnur daman á heimilinu fann það. Svo nú er bara að raða sér inn í einhver föt óg njóta kvöldsins. Bara vona að skotarnir hafi ekki klárað úr öllum kútum........skíthrædd um það.
Getur verið að Stones séu að spila einhvers staðar í kvöld?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
13.9.2008 | 16:58
Ja ekki myndi ég kvarta
óskandi að svona sending komi til mín fyrir misgáning. Ég myndi bara taka við þessu með brosi á vör og byrja kælingu. Reyndar keypti ég einu sinni bjórkút og leigði krana. Mikið óskaplega þótti fólki gaman að prófa kranann. Ætti að vera staðalbúnaður í hverju eldhúsi. Því miður kemst þetta ekki fyrir í mínu eldhúsi sem er sem sniðið að smáfólki.
Annars vona ég að Skotarnir hafi ekki tæmt alla kúta bæjarins því við vinnufélagarnir erum að fara á Tapasbarinn og hvur veit hvar við endum..........
![]() |
Beta fékk bjór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2008 | 16:55
Et, drekk og ver glaðr.
....vissi þetta alltaf. Aukakíló koma ekki í veg fyrir hamingjuna. Borðið bara vel af góðum mat, skolið honum niður með rauðvíni og svo smók í eftirrétt. þetta er mín hugmynd að góðri máltíð. Góður félagsskapur vissulega kærkominn. En útlitsdýrkunin er fyrir löngu gengin út í öfgar. Og við skulum sannarlega velja það sem fer ofan í okkur.
En það er vissulega léttara að vera í kjörþyngd og í góðu formi.
og of mikið rauðvín getur komið manni í koll.
Og gömul reykingalykt er ekkert góð.
Það kæmi mér ekkert á óvart að þeir sem að þeir sem láta lystisemir lífsins eftir sér lifi fyllra og skemmtilegra lífi en þeir sem eru stöðugt með hugann við vigtina og útlitið.
![]() |
Feitir en alsælir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
11.9.2008 | 13:13
Á ísskápnum mínum er þetta.
Bresk könnun um maka. Hinn fullkomni er læknir með góðan húmor.
Hin fullkomna kona er mjúkholda hjúkrunarfræðingur frá Sheffield en hinn fullkomni karlkyns félagi væri læknir frá Newcastle með ríkulegt skopskyn og smekk fyrir kasmírpeysum. Þetta er niðurstaða könnunar sem Grazia-tímaritið breska gerði um hinn fullkomna félaga.
Samkvæmt könnuninni laðast karlar síður að horrenglum og vilja helst að konur hafi brúna síða lokka. Þær eiga að brosa vingjarnlega og hafa áhuga á eldamennsku.
Meðan rúmum helmingi kvenna stendur á sama um fyrri kynlífsreynslu karlsins telja 97% kvenna að börn karla frá fyrra hjónabandi séu fráhrindandi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.9.2008 | 01:07
Ég var klukkuð.
Haraldur Bjarnason bloggvinur klukkaði mig og kann ég honum engar þakkir fyrir.
4 störf sem
ég hef unnnið: Útskipun á kísil.
Fiskvinnsla.
Verslunarstjóri.
Hjúkrunarfræðingur.
4 uppáhaldsbíómyndir: Með allt á hreinu.
Rússarnir koma (sýnd árlega frítt í Húsavíkurbíói.)
Tess of the Durberville´s
Chariot of fire.
4 staðir sem ég hef búið á: Húsavík.
Egilsstaðir.
London.
Kaupmannahöfn.
4 uppáhaldssjónvarpsþættir: Dr House.
Silfur Egils.
Taggart.
Fréttir.
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum: San Fransisco
Viet Nam.
Puerto Rico.
Tyrkland.
4 síður sem ég skoða daglega: veður.is
Mbl.is
Eyjan.is
Visir.is
4 Uppáhaldsmatartegundir: Skötustappa með hnoðmör.
Grískur saltfiskréttur.
Svartfugl.
Hamborgarhryggur með rauðvínssósu.
4 bækur sem ég hef oft lesið: símaskráin
Bankabókin mín (þunn lesning sem endar illa)
Lúllabækurnar ( þótt þær séu hundleiðinlegar)
Grimms ævintýri.
Og ég klukka: Önnu Rögnu Alexandersd.
Hildi Helgu Sigurðard.
Lilju G Bollad.
Þjóðarsálina.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.9.2008 | 13:48
Svona var það líka með Tínu
alltaf á flótta undan Ike.
Annars er gott að eiga ekki von á fellbyl.. Fáum ef til vill leyfarnar af Hönnu.
![]() |
Á flótta undan Ike |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.9.2008 | 20:19
Ég og Strandarkirkja.
erum góðar til áheita. Í gær fékk ég rauðvínsflösku vegna áheits. Bind miklar vonir við að efnast á þennan hátt. Þetta getur sko undið upp á sig
Prófið bara
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.9.2008 | 18:12
G-blettur, G-strengur.
Á hvorugt trúi ég. Þótt ég þvoi marga strengi í viku hverri... Ég fullyrði að þegar ég las anatómíu var hvergi minnst á G-blett. Og ég hef aldrei þurft á því að halda að leita að honum. En ég er svo fávís að ég veit ekki fyrir hvað þetta G stendur. Trúi því að hinir alvitru bloggarar geti frætt mig á því.
Anyone?
![]() |
Göngulagið kemur upp um G-blettinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2008 | 17:17
Bjarnargreiði
Í vinnunni í dag rifjaði bókaormur upp fyrir mér hvaðan þetta orð bjarnargreiði kemur. Vitið þið það?
Annars var ég að koma heim eftir góða törn....búin að vinna 100% vinnu á 2 og 1/3 sólarhring. Mikið verður gott að sofa út á morgun. Íbúðin mín þarf virkilega á mér að halda..........en ég er of löt til að standa í stórræðum í dag. Læt nægja að skipta á rúminu mínu.
Mjög rólegt var í vinnunni eftir hádegi því þeir sem ekki lögðu sig fylgdust andaktugir með jarðarfararmessunni.
ég ætla að slaka á með amstel
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)