Færsluflokkur: Lífstíll
24.4.2008 | 23:44
Vorið er komið og grundirnar gróa.
það er bara skemmtilegt að það skyldi gerast í dag á Sumardaginn fyrsta að gróðurinn tæki slíkan kipp sem hann gerði. Eftir skýfall dagsins skipti garðurinn minn um lit. Ég sá grasið grænka. Fjölæru plönturnar tóku kipp og laukarnir þutu upp. Sumir runnar eru að verða laufgaðir. Reyndar sá ég fyrstu fíflana í blóma í gær...þeir gleðja mig á þessum tíma. Snæstjörnur, ljósbláar perluliljur, hvítur lykill. þetta gleður augað í garðinum mínum í dag. Í næstu görðum eru páskaliljur í blóma en hjá mér eiga þær talsvert í land. Veit ekki afhverju. Ég er komin með fiðring í puttana. Jafnframt komin með kvíða fyrir stjórnleysi þegar kemur að því að kaupa plöntur í vor. Ætli þær hækki ekki upp úr öllu valdi eins og annað. Er búin að kanna það, það er ekki hægt að fá neina styrki þrátt fyrir sjúklegt stjórnleysi í gróðrarstöðvum
...
Lífstíll | Breytt 25.4.2008 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.4.2008 | 12:59
Enginn greindist með sárasótt.
En margir eru með einkenni lokastigs sjúkdómsins s.s. mikilmennskubrjálæði.
Það sýnist mér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2008 | 02:42
Sibba
Ég bloggaði einu sinni um Sibbu bekkjarsystur mína sem lærði til forseta. Lærði svona nokkurn veginn það sama og Vigdís forseti. Og svo varð hún fimmtug í janúar....sem enginn getur séð né skilið sem sér hana. Hún lítur út eins og falleg fermingarstelpa.
...Í gær hljóp hún maraþon í London. Og varð númer 2 í sínum aldursflokki. Til hamingju Sigurbjörg Eðvarðsdóttir ofurkona.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 03:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.4.2008 | 02:37
To be or not to be
Það er málið......Eftir 16 tíma vinnudag er svarið ;not to be;. Byrjaði á öldrunardeild í morgun, endaði á barnadeild í kvöld. Yngstu brosin í kvöld lyftu mér þó upp. En núna...gone with the wind....upp í rúm. Fæ vonandi orku til að rífa kjaft seinna.
12.4.2008 | 01:20
Blái grísinn minn.
Ég á bláan plastgrís sem er nú farinn að láta á sjá. Þær gáfu mér hann góðu konurnar í Glitni fyrir nokkrum árum. Þeim þótti nefnilega svo leiðinlegt að tæma Ikea-perlubaukinn minn í myntvélina. En reglulega næri ég grísinn minn á því gulli sem mér áskotnast. Tvisvar á ári er hann fullur. Og ég fæ yfir 100þús á ári úr honum sem hefur nýst sem gjaldeyrir fram að þessu. En mig munar lítið að fæða hann en munar mikið um rúmlega 100þús á ári í gjaldeyri. Þetta er svakalega auðveld leið til sparnaðar.
Húsavíkursaumaklúbburinn stefnir til útlanda einhvern tímann í haust. Á ferðareikning legg ég 2000kr á mán. Og mun því eiga fyrir ferðinni í haust. Við höfum tvisvar farið saman áður. 1989 til Amsterdam, ég þá á sjöunda mán. meðgöngu. Í þeirri ferð bar það helst til tíðinda að miklar óeirðir urðu í götunni þar sem hótelið stendur. En verið var að reka út hústökufólk. Kveikt var í bílum og hótelið fylltist af sóti. Fréttir af atburðum voru lesnar í ríkissjónvarpinu á Íslandi. Ættingjarnir sannfærðir um að við værum langt frá.
Næst fórum við til Baltimore. Fyrir utan hótelið okkar þar var maður handtekinn og nokkrum skotum hleypt af byssum. En við norðanpíur pöntuðum okkur hvíta limmósínu og ókum sem leið lá til Washinton. Íslendingar á hótelinu okkar héldu að forsetinn væri á ferð svo flottur var bíllinn Í Washington vorum við svo ljónheppnar að geta fylgst með Arnold Shwarzenegger leika í kvikmynd.
Báðar ferðirnar okkar hafa verið fullar af óvæntum ævintýrum.....hvað ætli gerist í haust?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.3.2008 | 03:33
Aldur
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.3.2008 | 01:33
Föstudagurinn langi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.3.2008 | 02:45
Er búin að bíða eftir þessu....

Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.3.2008 | 02:14
Fallegt hús
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2008 | 02:16
Vorvindar glaðir..
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)