Færsluflokkur: Lífstíll
12.3.2008 | 01:49
Bjart er yfir Reykjavík
Mikið skelfingar ósköp er betra að vakna í björtu á morgnanna. Það er orðið bjart klukkan hálfátta og birtan endist framundir kvöld.´Ég er búin að fá mikið af slæmum fréttum á örfáum dögum, ég er sannfærð um að það er auðveldara að takast á við það þegar sólin skín. Það eina slæma við sólina á þessum tíma er að maður sér hvert fingrafar, hvert rykkorn Í gær fór ég í langan göngutúr þrátt fyrir kuldann, bakið og sálin voru þakklát fyrir það. Í dag dreif ég mig svo út að sópa og hreinsa í kringum mig. Krókusarnir eru að teygja sig upp úr snjónum og ég er farin að gjóa augunum í beðin. Páskarnir eru snemma í ár, svo hægt er að ljúka hretinu af, svo getur bara vorið komið. Og þá gerist ég moldvarpa með sorgarrendur. Já það lifnar svo sannarlega allt með sólinni.....Ég geymi alltaf spjöldin sem fylgja laukunum sem ég set niður á haustin og fylgist vel með þegar þeir koma upp. Reyndar setti ég óvenju lítið niður sl. haust en margir koma upp ár eftir ár. Í kvöld eldaði ég ýsurétt frá Jóhönnu Vigdísi sem var bara ágætur og í fyrramálð verður gerð ítölsk marinering fyrir kjúklingabringur. Lífið heldur áfram hvað sem á dynur.
10.3.2008 | 02:22
UNGLINGUR
Í kvöld fylgdist ég með unglingspilti sinna veikri systur sinni sem líka er unglingur. Þetta var á barnadeild. Þegar hann kom ljómaði hún eins og sól í heiði. Hann færði henni ís. Hann kyssti hana þegar hann heilsaði henni. Mataði hana á ísnum. Klappaði henni á kinn.Hélt í hendina á henni. Athugaði hvort vel færi um hana. Talaði við hana,gladdi hana með orðum sínum. Hann hefur lært táknmál til að geta talað við hana. Hann kallaði á starfsfólk þegar honum fannst við geta gert eitthvað fyrir hana. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að láta henn líða sem best. Þegar hún sofnaði las hann námsbækurnar sínar. Ég var heilluð af þessum dreng. Fallegur með stórt hjarta. Systir hans brosti þegar ég hrósaði honum og sagði að allar kerlingar vildu fá hann fyrir tengdason........Hver var að tala um unglingavandamál??? Ég vona að hann eigi marga sína líka.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2008 | 09:59
Vorboðar.
það er ekki úr vegi þegar veðrið er svona hryssingslegt að nefna vorið sem er á næsta leyti. Í gær sá ég fyrstu krókusana. Hvítir, ræfilslegir. Sá reyndar að fjölærar plöntur eru byrjaðar að skjóta upp öngum sínum, liggur á eins og mér. En að sjá þessa fyrstu sprota vorsins virkaði eins og vítamínsprauta á mig. Ég fylltist bjartsýni og lífið virtist allt auðveldara og einfaldara. Og svo kemur lóan....Ég er að hugsa um að halda garðdagbók hér á blogginu.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2008 | 03:28
Liðinn Mánudagur.


Lífstíll | Breytt s.d. kl. 04:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.3.2008 | 09:05
Börnin lagfærð
![]() |
Börnin „lagfærð“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.2.2008 | 00:40
Garðurinn minn.
-
- Garðurinn minn er hulinn hvítu teppi. Ekkert bólar á krókusum. En ég sá í dag að kirsuberjatréð er farið að bólgna, verð þó að bíða fram í maí að það blómstri. En með aukinni birtu er ég farin að kíkja út. Fuglarnir gleðja og venjulega hef ég verið örlát við þá. Þó hef ég klikkað allan febrúar vegna fjarveru og síðan veikinda. Ég verð að standa mig í að gefa þeim á morgun því þeim hefur greinilega fækkað. En í dag var fallegt að horfa yfir garðinn í frosti og sólskini. Allar árstíðir eiga sína fallegu hlið.Garðurinn minn er gríðarstór og ég er farin að hlakka til að geta sinnt honum. Ég hef eytt miklum peningum á hverju vori í plöntur, vildi samt geta gert miklu meira!! Yfir veturinn hef ég verið dugleg að kveikja á kertum í garðinum en þessi vetur hefur verið óvenju leiðinlegur og lítið viljað loga á kertum. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga......Og ef bróðir minn sem er að skoða fugla á Costa Rica les þetta má hann vita að ég sá 2 King Fishers og einn örn á sveimi, hundruð storka og svo fjölda fugla í dýragarði í Víetnam. Hvað heitir king fisher á íslensku??
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.2.2008 | 08:48
HongKong
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2008 | 11:01
Morgunverður
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2008 | 02:53
50 gráða munur
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 03:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.1.2008 | 01:42
Reyndi á listræna hæfileika
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)