Færsluflokkur: Lífstíll

Tómatar

Já nú skipti ég yfir í tómata. Vegna Vietnamferðar er mér gert að taka 60 daga sýklalyfjakúr. Það væri kannske í lagi nema fyrir það að lyfið gerir það að verkum að ég þoli sólina verr og ég sem ætla m.a. að synda í sjó og liggja á strönd.  Ég þoli reyndar sól ágætlega. En tómatar eru virk sólvörn, rannsóknir hafa sýnt fram á það. Svo nú háma ég í mig tómata í forvarnarskyni

SÚPAN VAR GÓÐ

Og samvera okkar stallsystra líka. Ég er í stórgróða eftir kvöldið, gömlu teygjurnar farnar heim enda að komast á sextugsaldurinn. Sú fyrsta af þeim um næstu helgi og þá er partýSmile  Þær komu færandi hendi. Sú fyrsta með eðalólífuolíu og hunangssápu. Næsta með eigin innflutning á rauðvíni (þarf að rækta sambandið við hana beturLoL ) og sú þriðja með dásamlegan lavenderilm í poka úr garði tengdamömmu í Frakklandi.  Minnir þetta nokkuð á gull, reykelsi og myrru?? Sem einhver sagði ópraktiskar sængurgjafir. Sem sagt vel lukkað kvöld. Lífið er nú stundum bara skemmtilegt. En ég unglingurinn er til í allt nema að fara að sofa.

Snjór

Munið eftir smáfuglunum. Nú ná þeir ekki í æti. Þeir elska allt feitt

Gulltennur.

Einu sinni þótti fínt að láta skína í gulltennurnar. Og gull heldur alltaf verðgildi sínu. Grafarræningjar stálu gulli úr tönnum. En nú er öldin önnur. Enginn sést lengur með gullbros. Statussymbolin eru önnur í dag.  Áður þótti gott að vera sigldur, nú skreppa menn til London rétt til að pissa. Það þótti fínna að búa í sumum hverfum en öðrum og auðvitað fínt að eiga gott hús. Og svo komu dýru bílarnir sem verða dýrari og dýrari. Nú er enginn maður með mönnum nema eiga sumarhús, húsnæði erlendis, dágóðan bílaflota og helst einkaþotu. Snekkja er sjálfsögð á betri bæjum. Hvað verður næst???

Leyndarmál lýtalæknisins

Eruð þér með bauga, þrútin í kringum augun?? Ekki kaupa rándýr augnkrem eða aðgerðir. Proctosedyl eða önnur gyllinæðar krem gera sama gagn eða meira!! Stórstjörnurnar nota þetta trix. Fríkki nú hver sem betur getur.

Árið 2008

Er þetta fyrsti dagurinn á árinu sem við fréttum ekki af húsbruna? En nú ætla ég að gerast völva og það er sko alveg jafnmikið að marka mig og aðrar slíkar. Ég er ekki frá því að spádómsgáfa hinnar látnu Amy hafi færst yfir á mig. Allavega eftir fráfall hennar sé ég nú framtíðina fyrir. Því miður. Ég hafði verið svo bjartsýn áður. Eftir þau miklu mistök ríkisstjórnarinnar að koma ekki til móts við ASÍ fer allt í strand í öllum kjaraviðræðum. Þrælar þessa lands vilja eiga í sig og á fyrir vinnuframlag sitt. Ástandið á spítulum og hjúkrunarheimilum verður fyrst verulega alvarlegt vegna manneklu. Fólksflótti verður til annara landa. Ríkisstjórnin verður sprungin fyrir páska og það verður stjórnarkreppa. Fólk er búið að fá nóg af spillingunni.      Ólafur Ragnar fær mótframboð úr óvæntri átt. Hann heldur embættinu naumlega. Miklir erfiðleikar verða í borgarstjórn.Í þingkosningum verður mikið um útstrikanir.  Náttúran; það verða 2 eldgos, annað fjarri byggð nálægt Jökli. Hitt suðvestanlands. Tíðar jarðskjálftahrynur um allt land. Veðrið, blautt en hlýtt, góðir kaflar.                     Fjármálafyrirtækjum fækkar(verða sameinuð) Hlutabréf hækka frá 12 feb. Stórum verslunum fækkar m.a. vegna manneklu. Opnunartími verslana styttist. Ófremdarástand í málefnum aldraðra og nánast óeirðir vegna þess. Lítið um afrek íslenskra íþróttamanna. Íslenskur tónlistarmaður slær rækilega í gegn erlendis.  Áfram næg atvinna.  Svona væri lengi hægt að telja en það er nóg fyrir ykkur að vita þettaWink  og þó, öll él birtir upp um síðir og þessi þjóð mun komast að þeirri niðurstöðu að við eigum ÖLL jafnan rétt til að lifa GÓÐU lífi hérna.

Logn

Hafið þið sem vakið ennþá tekið eftir því?    Það er LOGN. Á morgun verður mitt jóla/nýársrall. Buona notte

Á morgun

Á morgun þarf ég að vakna rúmlega 07. Þurfti reyndar að vakna 7:30 í morgun. Samt er ég enn á vappi. Klukkan inn í mér þarfnast nýs gangverks. Er eiginlega til í hvað sem er nema að fara að sofa, sem ég ætla þó að reyna eftir þessa færslu. Alger letidagur. Fór með vinkonu minni í verslunarleiðangur. Við keyptum eitt og annað af hjálpargögnum fyrir bróður minn og fjölskyldu. Það er hægt að gefa fólki sem á ekkert eiginlega allt. Hringdi í bróður minn til að fá nýtt heimilisfang. Ekki get ég sent pakka í brunarústirnar. Hann fann fartölvuna sín í brunarústunum í dag og hún VIRKAR. En lyktin af henni er slík að hún fer ekki inn í mannabústað á næstunni. Hann var sár yfir að komast ekki að ískápnum til að athuga bjórinn sinn ,komst ekki að fyrir braki og þakplötum. Kannske bjórinn hafi ekki ofhitnað inni í skápnum!!!En þau eru komin inn í fullbúna íbúð og staðráðin í að komast á réttan kjöl. Yndislegt að vita hvað margir eru tilbúnir að rétta hjálparhönd. Alcoa útvegaði þeim húsnæði. Búið var að setja á rúm og fylla í ísskápinn. Ég hins vegar ákveðin í að kíkja á Kringlukrá á morgun og hlusta á Eirík og Pops spila uppáhaldslögin mín þó mínir djammvinir virðist uppteknir. Enda þarf ég bara sæti og bjórglas.  Stytttist í draumareisu aldarinninnar til Vietnam. Hef verið í stöðugu Email sambandi margar nætur við UK og VN. Ferðafélagarnir búa í Brussel og London. Er ekki lífið bara dásamlegt???? Skítblönk sem ber sig vel.

Vörn gegn kvefi

Samkvæmt 24 stundum duga 8-14 glös af rauðvíni sem vörn gegn kvefi. Svo nú er bara að herða sig.

Bjartsýni á nýju ári

Var að tala við Pollyönnu mágkonu mína sem missti allt sitt á Gamlárskvöld. Þau ætla líta á brunann sem atburð síðasta árs. Taka nýju ári fagnandi. Munu hafa verið þolanlega tryggð. Alcoa búið að láta þau hafa hús og hjálp berst hvaðanæva að.Þeim er gert þetta eins létt og hægt er. Og þau eru þakklát fyrir allt sem fyrir þau hefur verið gert. Þau fá allt í hendur sem nauðsynlegt er. Litla frænka mín var svo forsjál að hún tók allar jólagjafirnar með sér til afa og ömmu og á þær því óskemmdar. Þetta er eitt af því góða við litla Ísland, allir hjálpast að ef svona atburðir koma upp. Sennilega kviknaði í út frá rafmagni. Ekki var það flugeldur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband