Færsluflokkur: Lífstíll

Freixenet

Já skál, nú eru mín áramót og ég opnaði Freixenet sem er cava. Annars ætla ég að eiga mitt áramótarall næsta laugardag þegar hin stórkostlega hljómsveit; Pops: spilar að venju á Kringlukránni. Alltaf eins og síld í tunnu þegar þeir spila. Löngu tímabært að ég sýni smá lífsmark. Annars var ég að vinna í kvöld. Heilsan komst í lag . Gat byrjað að borða. Mér datt í hug þegar búið var að legggja á borð að ég ætti að henda inn á bloggið gullkornum af öldrunardeildum. Þau á ég mörg í pokahorninu og finnst engin óvirðing að nota þau nafnlaust. Það getur verið drepfyndið að vinna á svona stöðum. Annar kostur er sá að ég sé ógrynni af flottum málverkum sem ég sæi aldrei annars. Ég hef séð meistaraverk Muggs, Kjarvals, Ásgríms, Þórarins B, og ótal annara sem aldrei sjást á sýningum. Ég man td. eftir listaverki eftir Ásgeir forseta og þau eru nú ekki út um allt.       Í kvöld hrutu engin gullkorn. Borðhald að hefjast. Dúkuð borð. Reyndar gleymdist að kveikja á kertum. Góður matur. Falleg stemning. :ÉG ÞARF AÐ KÚKA: kallað hástöfum.(maðurinn nýtekin af salerni). JÆJA ÉG SKÍT ÞÁ BARA Á MIG. Algert antiklimax á Nýárskvöldi. Ég er full bjartsýni á nýja árið. Fall er fararheill. Og við verðum að trúa því sem misstum af gleðinni.


Erill eða rólegheit

Í dag er hægt að lesa um það á mbl.is að rólegt hafi verið hjá lögreglu og slökkviliði. Einnig er hægt að lesa um það að mikill erill hafi verið hjá lögreglu!!! Annars má lesa um fórnarkostnað áramótanna, 60 á slysadeild, húsbrunar og sinubrunar.  En hversu slæmt sem veðrið hefur verið undanfarið hafa skotglaðir ekki látið það aftra sér. Við erum engum líkir Íslendingar.

Nú árið er liðið

  •  
    • Gleðilegt ár. Versti dagur ársins er liðinn. Vaknaði með gubbupest og fór slöpp á kvöldvakt. Fegin að skríða bara í rúmið.  En ég ætla að strengja áramótaheit.               Ég ætla að gera fyrst og fremst það sem mér finnst skemmtilegt.    Helst að verða moldrík og undirbúa mig undir að verða einræðisherra. (það er draumadjobbið) Annars las ég viðtal við breska stúlku sem fer á milli landa og smakkar bjór fyrir verslunarkeðju. Ef bjórinn fer í búðir vil ég gjarnan svona vinnu. Fyrst og fremst ætla ég að verða betri við sjálfa mig.                                                                                                                                                               

vatnsveður úti og inni

Talsvert vatnsveður geysaði á Landspítalanum í dag. Hjá mér flæddi inn í forstofu. Þetta eru nú meiri ósköpin. Reykjavík minnti á Feneyjar um tíma í dag. Vantaði bara :o sole mio:                                               Um áramótin í fyrra var eg sannfærð um að árið 2007 yrði sérlega gott. Árið hefur verið tíðindalítið. Veðrið óvenjugott í sumar en hundleiðinlegt haust og vetur. Hér voru brotin upp gólf í annað sinn síðan ég flutti hingað fyrir 5 árum vegna rottugangs. Samt heyri ég enn til þeirra. Eldhúsið var endurnýjað,það gamla hrundi bókstaflega. Tókst vel til en það er ennþá of lítið. Ég eignaðist bróðurdóttur.  Mér í fyrsta sinn kynntur tilvonandi tengdasonur??   Við mæðgur fórum á ættarmót. Einnig skruppum við í vikuferð til Fuerteventura með viðkomu á Lanzarote. Þangað borga ég mig ekki aftur. Lauk 3. áfanga í Ítölsku við öldungadeild MH. Gaman að því. Næsta ár eru hins vegar ýmis stór plön svo það verður viðburðarríkt.                       

Gott ráð til foreldra...

ó já. Gott ráð til foreldra fyrir nýársnótt.Pabbi minn kenndi mér það þegar ég var ung að árum. Nýársnótt er óskanótt. Mér var sagt í bernsku að ef ég lægi kyrr í rúminu alla nýársnótt og héldi mér vakandi og óskaði mér myndi óskin rætast. Ósk föður míns rættist alltaf. Ég sofnaði

Sprungin blaðra.

Ég var í hleðslu í allan dag. Gerði ekkert nema slappa af. Hélt ég ætti frí á morgun líka en uppgötvaði mér til skelfingar að ég á að vinna á morgun. Það eina sem ég hreyfði mig úr húsi var til að gefa fuglunum.   Afhverju getur fólk ekki unnt Margréti Láru að vera valin Íþróttamaður ársins??  Mér leiðast þessi neikvæðu skrif um titilnn hennar.

Sofét-dagar.

Nú er komið að mér að eiga jólafrí. Næstu 2 dagar verða sofét-dagar með lestri og krossgátum. Mikið skal ég njóta þess. Hingað til hafa jólin verið vinna, eldamennska, uppvask. En samt svo yndisleg. En engin tími til að liggja í leti og hvíla sig. Ég fékk 3 bækur í jólagjöf. Kalt er annars blóð eftir Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur, ítalska matreiðslubok Hagkaupa og Scuola di cucina þar sem ég fæ að spreyta mig á ítölskunni. Líst vel á allar þessar bækur.  Svo mun ég fylgjast með jarðskjálftavef Veðurstofunnar, vonast eftir veglegri áramótabrennu við Upptyppinga. Sé að skjálftarnir núna eru á 5km dýpi.

Jólin búin???

Sumum finnst jólin búin núna en hjá mér eru jól fram á þrettándann. Vann í kvöld á Droplaugarstöðum, ró yfir gamla fólkinu en órói í starfsfólkinu. Fyrir jólin hafði gleymst að kaupa seviettur, jólakerti,gos. Gamla fólkið var víst sárt í gær að fá ekki malt/appelsínblöndu með hangikjötinu. Það gleymdist að gera ráð fyrir eftirrétti á jóladag en því var bjargað. Æi.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                               Næstu 3 daga á ég jólafrí!!!! Á morgun þarf ég ýmislegt að útrétta. Svo sem borga rafvirkjareikning. Og finna góða fashanauppskrift, þeir verða eldaðir annað kvöld,.Þeir eru uppáhald dóttur minnar svo fer hún út á land til fundar við kærastann. Þetta verður okkar gamlárskvöld. (ég mun vinna á gamlárskvöld) Dagarnir þar áeftir verða bóka og krossgátudagar.  Það verða sko frábærir dagar. Svokallaðir sofét-dagar.                                                                                             

Er ekki lífið dásamlegt

Dösuð og þreytt eftir óhóflegt skötuát og ýmis hefðbundin Þorláksmessuverkefni.Setti þó ekki hreint á rúmið mitt því unglingurinn dauðþreyttur hertók rúmið mitt og sefur þar með nýviðraða sæng.En ég elska að setjast niður við bjarma frá nýskreyttu jólatré. Nú er ró og friður. Morgundagurinn verður góður, sælkeraveisla eins og ég vona að sé sem víðast. Mars felur sig bak við tunglið. Megið þið eiga gleðileg jól.

Þorláksmessa

Já nú er runninn upp uppáhaldsdagurinn minn. Viðrar vel til að henda rúmfötum út. Ég fyllist alltaf miklum krafti á þessum degi, vil hafa mikið að gera. Jólakveðjurnar svo ómissandi að ég tæki þær með mér á eyðieyju. Stemningin,tilhlökkun,gleði. Ég held það sé að færast í aukana að fyrirtæki og nú ráðuneyti styrki líknarfélög í stað þess að senda út jólakort og er það til eftirbreytni. Margir auglýsa þetta.Hann var himinlifandi glaður hjálpræðishersmaðurinn þegar ég stakk aurum í kassann hans í kringlunni í gær. Njótið dagsins. Skatan bíður kvöldsins.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband