Færsluflokkur: Lífstíll
2.1.2008 | 02:08
Freixenet
Já skál, nú eru mín áramót og ég opnaði Freixenet sem er cava. Annars ætla ég að eiga mitt áramótarall næsta laugardag þegar hin stórkostlega hljómsveit; Pops: spilar að venju á Kringlukránni. Alltaf eins og síld í tunnu þegar þeir spila. Löngu tímabært að ég sýni smá lífsmark. Annars var ég að vinna í kvöld. Heilsan komst í lag . Gat byrjað að borða. Mér datt í hug þegar búið var að legggja á borð að ég ætti að henda inn á bloggið gullkornum af öldrunardeildum. Þau á ég mörg í pokahorninu og finnst engin óvirðing að nota þau nafnlaust. Það getur verið drepfyndið að vinna á svona stöðum. Annar kostur er sá að ég sé ógrynni af flottum málverkum sem ég sæi aldrei annars. Ég hef séð meistaraverk Muggs, Kjarvals, Ásgríms, Þórarins B, og ótal annara sem aldrei sjást á sýningum. Ég man td. eftir listaverki eftir Ásgeir forseta og þau eru nú ekki út um allt. Í kvöld hrutu engin gullkorn. Borðhald að hefjast. Dúkuð borð. Reyndar gleymdist að kveikja á kertum. Góður matur. Falleg stemning. :ÉG ÞARF AÐ KÚKA: kallað hástöfum.(maðurinn nýtekin af salerni). JÆJA ÉG SKÍT ÞÁ BARA Á MIG. Algert antiklimax á Nýárskvöldi. Ég er full bjartsýni á nýja árið. Fall er fararheill. Og við verðum að trúa því sem misstum af gleðinni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.1.2008 | 11:49
Erill eða rólegheit
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2008 | 00:22
Nú árið er liðið
-
- Gleðilegt ár. Versti dagur ársins er liðinn. Vaknaði með gubbupest og fór slöpp á kvöldvakt. Fegin að skríða bara í rúmið. En ég ætla að strengja áramótaheit. Ég ætla að gera fyrst og fremst það sem mér finnst skemmtilegt. Helst að verða moldrík og undirbúa mig undir að verða einræðisherra. (það er draumadjobbið) Annars las ég viðtal við breska stúlku sem fer á milli landa og smakkar bjór fyrir verslunarkeðju. Ef bjórinn fer í búðir vil ég gjarnan svona vinnu. Fyrst og fremst ætla ég að verða betri við sjálfa mig.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2007 | 03:00
vatnsveður úti og inni
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 03:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2007 | 04:16
Gott ráð til foreldra...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2007 | 03:28
Sprungin blaðra.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2007 | 02:45
Sofét-dagar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.12.2007 | 01:51
Jólin búin???
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2007 | 03:09
Er ekki lífið dásamlegt
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2007 | 11:41
Þorláksmessa
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)