Er hægt að svara svona?

..........Geta ráðherrar endalaust falið sig á bak við svona svör? 

.........Það er hverjum manni ljóst að upplýsingaflæðið milli seðlabanka og ríkisstjórnar var með eindæmum lítið og lélegt.  Einnig á milli ráðherra í ríkisstjórn.   Að minnsta kosti man enginn neitt.  Það sváfu allir.  Reyndar voru þau alltaf í útlöndum.  Fyrir þetta greiðum við með ærunni og aleigunni.  Ég tók eftir að innanríkisráðherra Grikkja bauðst til að segja af sér vegna mótmælanna þar í landi.  Ráðherrar á Indlandi sögðu af sér í kjölfar hryðjuverka.  Á Íslandi sitja menn sem fastast þótt hér hafi allt farið á hvolf.

.........Þyrnirós hefði verið betur vakandi.

Munið borgarafund í Háskólabíói í kvöld.  Þar munu mæta forkólfar stéttarfélaga og lífeyrissjóða. 


mbl.is Vissi ekki um tilboð Breta vegna Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er allt eitt fjandans skuespil, kosningar í vor.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

" skuespil" er rétta orðið Ásdís.  En þetta er lélegt skuespil.

Hólmdís Hjartardóttir, 8.12.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll. Þetta boð mun hafa komið fram í viðræðum bankamálaráðherra Samfylkingarinnar Björgvins G. og Fjármálaeftirlitssins sem heyrir undir hann við þá bresku. Ekki við Árna að sakast þar sem þessar viðræður hafa ekki verið bornar undir hann, enda á verksviði bankamálaráðherrans.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.12.2008 kl. 11:19

4 Smámynd: Agný

Kanski kunna þessir ráðamenn Íslensku þjóðarinnar ekki ensku nógu vel?...Væri kanski betra fyrir þá að rifja hana upp.... Þetta er svona álíka og þeir virðast alltaf ruglast á orðunum sam"keppni" og sam"ráð"...Nú eða há"tækni" og há"tekju"...  þessa Þyrnirós mun enginn prins ná að vekja með kossi því miður..það er frekar að það þurfi hnefahögg til..

Agný, 8.12.2008 kl. 11:35

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Predikari........svör Árna eru í stíl við svör annara ráðherra undanfarið. Veiit ekki,man ekki.

Agny ég veit ekki hvað þarf til

Hólmdís Hjartardóttir, 8.12.2008 kl. 13:31

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frá Grikklandi berast líka þær fréttir að fimmti hver Grikki sé með framfærslu undir fátæktarmörkum, hvað ætli hlutfallið sé hátt hjá okkur Íslendingum?  Það veit enginn, því fátækt hefur alltaf verið tabú umræðuefni hér í "alsnægtunum".

Síðustu tölur sem ég sá um fátækt á Íslandi kom frá OECD fyrir um 3 árum síðan, þá var talið að 5000 börn á Íslandi lifðu við aðstæður undir fátæktarmörkum.....hvernig ætli staðan sé núna eða verði á komandi mánuðum?

Sæki þig í kvöld, hringi fyrst.  Ætla að leggja mig aðeins núna v/næturvaktar.

Sigrún Jónsdóttir, 8.12.2008 kl. 13:44

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sé þig í kvöld Sigrún afmælisbarn.

Hólmdís Hjartardóttir, 8.12.2008 kl. 13:54

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hva? Fátækt í Grikklandi? Og þeir eru í ESB Ég sem hélt að þar væri bara hamingja. Varðandi afsagnir, þá sagði yfirmaður fjármálaeftirlitsins í Kólumbíu af sér á dögunum vegna atburða sem eru smámunir miðað við það sem hér hefur gerst. Kólumbía af öllum ríkjum. Hér er siðblindan verri en í verstu mafíulöndum.

Víðir Benediktsson, 8.12.2008 kl. 17:33

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir við búum við mestu spillinguna

Hólmdís Hjartardóttir, 8.12.2008 kl. 18:01

10 Smámynd: Heidi Strand

Sorglegt en satt Hólmdís.
Það er eins og Árni sé sofandi. Virðist vera sljór og áhugalaus. Hann getur kannski bara ekki einu sinni fengið neitt annað að gera.

Ég er viss um að hann verður kosinn aftur af öllum þeim sem fylgist ekkert með og bara kýs sinu fólki.

Heidi Strand, 8.12.2008 kl. 21:46

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Heidi ég trúi ekki að hann verði kosinn aftur

Hólmdís Hjartardóttir, 8.12.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband