Borgarafundur í háskólabíói

................Við Sigrún Jónsdóttir drifum  okkur á fundinn í Háskólabíói.  Mun færri sóttu þennan fund en þann síðasta þegar hundruð þurftu frá að hverfa. Sigrún var tilbúin með spurningu um framfærslugrunn en komst ekki að.   Það er alveg undarlegt að ekki sé til raunhæfur framfærslugrunnur þegar fólki eru reiknuð laun. Það var mikill hiti í fólki og langt frá því að allir  þeir  sem vildu tjá sig gætu það.

 Forystumenn verkalýðshreyfinganna  voru spurðir um launin sín. Gylfi Arnbjörnsson uppýsti um sín 8-900 þúsund á mánuði.  Ögmundur þyggur ekki laun hjá BSRB.  Kristín sjúkraliðaformaður sagðist vera á sjúkraliðalaunum.  Guðmundur rafiðnaramaður sagðist á rafvirkjalaunum.  Gunnar VR kall og lánayfirstrikari Kaupþings sagðist vera með "markaðslaun" . Honum fannst greinilega eðlilegt að vera með 5 föld meðallaun í VR. Hann sagði meðallaun í VR vera um 400 þús. á mánuði.  Lægstu taxtar (18 ára) eru um 140 þús á mánuði.  Hvernig er hægt að samþykkja laun sem duga hvergi nærri til framfærslu?

Mikil pína held ég að það hafi verið fyrir Björgvin bankamálráðherra að sitja þennan fund.

Gunnar Sigurðsson leikstýrði fundinum með ágætum.  Hafi hann og aðrir sem standa að þessu þakkir fyrir.


mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vildi að ég gæti komið á þessa borgarafundi, en ég kemst ekki vegna vinnu minnar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.12.2008 kl. 01:26

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hæ ég var á fundinum en sá ykkur ekki. Ég er að breytast í byltingarsinna (samt ekki ofbeltis, heldur með því að ná nægilegum fjölda til þess að umkringja stjórnarráðin) en ég segi eftir farandi:

Geir Haarde hefur alvald til þess að halda núverandi pólitískum öflum við völd út kjörtímabilið. Við losnum ekki við þessa spilltu stjórnmálamenn sem þiggja mútur frá auðmönnum, í formi boðsferða í snekkju Jóns Ásgeirs, leynistyrki í kosningasjóði, hálauna störf fyrir börn og ættingja eða aðkomu þeirra að stjórnum fyrirtækja, jólagjafir osfr, nema að gera byltingu.  Við getum valið um að láta þetta lið hneppa börnin okkar í ánauð eða að gera byltingu. Svo einfalt er málið. Það er alvarlegt mál að Geir Haarde og hans lið setur milljóna skuldir á bak hvers einstaklings sem birtist á fæðingadeildinni. 

Burt með ríkisstjórnina, við viljum hreint og óspillt Ísland.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 01:45

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jk það er synd því þetta eru fróðlegir fundir.

Jakobína Ingunn.........það verður allt vitlaust hér í febrúar.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.12.2008 kl. 02:00

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hm, eru þetta nú ekki mest krakkar enn í heimahúsum, svona eins og eldri skvísan þín, sem eru á þessum allralægstu töxtum, eru í raun ekki nema að litlu leiti að framfleyta sér sjálf? Held allavega að það sé þannig að miklu leiti, en er auðvitað sammála um að taxtarnir eru ekki háir og launabilið frá toppunum og niður alltallt og breitt!

En Björgvin guttinn, (sem ykkur stelpunum finnst örugglega pínu sætur þrátt fyrir allt og með flotta rödd) sagði hann ekkert eða svaraði hann engu sem er í frásögur færandi?

Magnús Geir Guðmundsson, 9.12.2008 kl. 02:05

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Björgvin var fölur og fár en viðurkenndi að bera ábyrgð á DO í seðlabankanum og að það væri stórundarlegt að þeir hefðu ekki hist í tæpt ár.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.12.2008 kl. 02:24

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Svo get ég upplýst þig um það Mangi minn að fólk sem vinnur á hjúkrunarheimilum er með 150-160 þúsund í grunnlaun.  Fullorðið fólk í fullri vinnu.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.12.2008 kl. 02:36

7 identicon

Tek undir með Jakobínu, hér dugir ekkert annað en bylting. Við verðum að losa okkur við þetta þjófapakk.

Bangsímon (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 04:48

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Bangsímon viðerum að reyna með góðu.....hvað svo síðar verður

Hólmdís Hjartardóttir, 9.12.2008 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband