Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kreppukostir.

....Ég tengi þetta við þessa frétt vegna þess að mig grunar að svona atburður sé afleyðing af því firrta samfélagi sem við höfum búið í.    Í öllu gróðærinu hefur þjóðin unnið myrkranna á milli.  Sumir hafa þurft þess til að eignast þak yfir höfuðið( vegna laglaunastefnu) aðrir hafa vilja hærri laun (græðgi) og enn aðrir vegna kröfu frá vinnuveitendum.    Sama hver orsökin er þá hefur vinnudagur verið allt of langur hjá okkur sem sannarlega bitnar á á uppeldi barna okkar og þeim skilyrðum sem við höfum búið þeim.  Allt of lítill tími hefur verið fyrir fólk til að sinna fjölskyldum sínum.  Fólk hefur komið seint heim úr  vinnu (jafnvel farið í ræktina líka)......og þá eru eftir heimilsistörfin...allir þreyttir og pirraðir.  Við verðum að vinda ofan af þessu.......líklega gerist það sjálfkrafa í efnahagsþrengingunum.   En ég held að þeir þúsundir sem eru án vinnu núna séu ekki að njóta kostanna við að fá allt í einu mikinn tíma með fjölskydunni. Einfaldlega vegna áhyggja...og það getur bitnað illa á öðrum fjölskyldumeðlimum.  Og fjölskyldur munu sundrast.

Við verðum að byggja hér upp á nýtt og kreppan gefur okkur tækifæri til þess.   Nú er tækifæri til að stytta vinnuvikuna á Íslandi  ( þá fá fleiri vinnu). En ef við viljum að samfélagið verði fjölskylduvænt og manneskjulegt verður að minnka greiðslubyrði fólks......annars fer allt smám saman  í sama farið hvað varðar óhóflegan langan vinnudag...því fólk reynir að borga niður skuldirnar þótt vonlítið sé. Það er einfaldlega ómannúðlegt að ætla fólki að borga skuldir sem hafa margfaldast á stuttum tíma og allar forsendur lánanna brostnar. Því segi ég verðtrygginguna burt......

Framtíðarsýnin verður að vera sú að fólk geti lifað sómasamlega af sínum launum.   Og þá miða ég við fullt starf og eðlilegan vinutíma. Það þarf að stokka upp allt launakerfi á landinu. Og jafna laun.

Notum kreppuna til að leiða okkur á réttar brautir.

 


mbl.is Stúlka varð fyrir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir unnu kosningarnar?

......það er nú það.......yfirleitt er það nú svo að flestir telja sig hafa unnið einhvern sigur.

Það sem mér finnst:

Þetta er stórsigur kvenna.....þær hafa aldrei verið fleiri á þingi....

Þjóðin vann sigur með breyttu landslagi.

Samfylking vann líka og er stærsti flokkurinn.

Vg vann mikinn sigur.

Borgarahreyfingin vann stórsigur.

Framsókn vann líka sigur.

D listinn vann að mínu mati sigur líka (þrátt fyrir rassskell).....því það má undrum sæta hvað þau fengu mikið.

Svo það er bara Ástþór og F listi sem eru algerir taparar.

Ég er bara nokkuð sátt.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn varar við efnahagslegu hruni komist vinstri flokkarnir í stjórn!

...............Munið bara í kjörklefanum á morgun hver rændi ykkur draumunum og framtíðinni. Hver svipti ykkur atvinnu og heimilum.

Munið traust efnahagstjórn er málið!!!

Mikið hlakka ég til að vaka næstu nótt.  Ég spái hruni D, F og B þurrkast út, VG og S fá umboð til áframhaldandi stjórnarsetu, Borgarahreyfingin fær 6 þingmenn jafnvel 7...lýðræðishreyfingin kemur ekki manni að.   Og ekki færri en 10 þúsund skila auðu.....sem ætti að skila auðu þingsæti..

 

 


Auðvitað þarf að gasa þetta fólk.

.........með svona mikinn vopnabúnað....ekki nóg með að þetta lið væri með ávexti heldur var það með jógúrt líka sem gerir stöðuna grafalvarlega. Langt síðan við höfum upplifað slíka ógn við þjóðaröryggi.

Ég legg til að bannað verði að selja egg, ávexti og jógúrt til fólks undir þrítugu og þá undir ströngu eftirliti.

Hvaða snillingur hafði vit á að beita þessum aðferðum?  Ég vil sjá hann nota sömu meðul gegn þeim sem hafa verið að pirra okkur undafarið.....með smámunum að vísu....settu bara allt hér í þrot...... en þeir voru óvopnaðir það mega þeir eiga.


mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipt um fyrirsögn....

.....en innihaldið er það sama. Sú fyrri var : Fylgi Sjálfstæðisflokks hrynur.


mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirvinnulaun?

.........Er fólk nokkuð að skammta sér yfirvinnulaun með þessu bulli öllu?

Ég vil bara ekki borga fyrir þetta....segi það satt.   Þetta er hálfgert hústökufólk eins og Baggalútur segir í dag. 

 


mbl.is Stefnir í næturfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er hætt að blogga.......................

en svo koma svona fyrirsagnir sem nánast ganga frá mér.....ég er í hláturkrampa og sé ekki fram á að geta sofnað.....hahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahhahahahahahhaha








mbl.is Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta kom á albesta tíma fyrir Íslenska þjóð.

....Glæpurinn fyrnist ekkert þótt aurunum sé skilað.......og ekki gleyma neyðarlínunni. Nú verður gaman að sjá skoðanakönnun eftir páska. 

Gleðilega páska.









mbl.is Styrkir endurgreiddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jakkafatasamfélag í Norðvesturkjördæmi.

,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,að minnsta kosti sýndist það vera svo á Borgarafundinum sem sýndur var á RUV í kvöld.   Þær voru ekki margar konurnar sem sáust á skjánum.  Hvar voru þær?

 

Og ég sem hélt að þarna byggju valkyrjur.









Í sandkassanum

...................ég get ekki hugað mér að skattpeningarnir mínir séu notaðir í þennan sirkus sem Alþingi er.

Fækkum þingmönnum stax um  að minnsta kosti 20......nú er lag.


mbl.is Fengum hroka en ekki svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband