Buddhahof

Af hverju hefur fólk á móti því að reist verði Buddhahof??  Hver tapar á því??  Við hvað er fólk hrætt?  Ríkir ekki trúfrelsi á landinu?   Ég held að buddhistar séu með friðsamara fólki. Mér finnst það bara skemmtileg tilhugsun að fá fallegt hof. Ég hef komið inn í nokkur Buddhahof og finnst mjög skemmtilegt að skoða þau.....þó ólíft sé í þeim mörgum vegna reykelsis.  Mér finnst það bara mannvonska að vilja  ekki leyfa  þeim fáu buddhistum sem hér eru að reisa sitt hof. Eigum við ekki að bera virðingu fyrir trú eða trúleysi annara?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta er nú bar einn eitt dæmið um fólk sem er ekki nógu öruggt með sig í sinni trú, það treystir ekki sjálfu sér og sínum guði nægilega, til að standast svona " áhlaup " hehehe, en þetta er væntanlega merki um náungakærleik og umburðarlyndi kristinna ofsatrúarmanna, miskunnsami samverjinn, elskaðu náungan eins og sjálfan þig,  og allt það...........

FRIÐUR ( fer ekki í manngreiningarálit og er alveg sama hvað þú hugsar )

Haraldur Davíðsson, 2.6.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já eflaust er þetta hið kristilega umburðarlyndi og mannkærleikur.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.6.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hvað veröldin væri nú miklu betri, ef gagnkvæm virðing "trúhópa" væri fyrir hendi.

Lýst bara ljómandi vel á Búddahof, jafnvel á horni Lækjargötu og Austurstrætis.

Sigrún Jónsdóttir, 2.6.2008 kl. 14:36

4 Smámynd: Beturvitringur

Gætum okkar, það er hægt að hugsa og tala fallega, úr fjarlægð. Það kann að kastast í kekki þegar að umgengni er komið.

Hérna á ég síst af öllu við Búddatrú (af ofangreindum ástæðum) - EN við megum heldur ekki VELJA okkur trúarhópa til að vera memm. 

Beturvitringur, 2.6.2008 kl. 15:11

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Vill fá Hof fyrir Ásatrú, Búddahof og Mosku með turn fyrir bænaköll í Reykjavík, þá getum við fyrst talað um umburðarlyndi og gagnkvæma virðingu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.6.2008 kl. 17:05

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit....já sammála þér Þorsteinn. Var viðstödd "messu" Cao Dai safnaðar í Vietnam  sem telur um 4 milljónir. Þar er kaþólska, buddhismi, taoismi og konfusiusismi allt í bland....og mjög friðsamt fólk. Auðvitað á að vera hér alvöru ásatrúarhof.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.6.2008 kl. 18:03

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Allt eða ekkert. Ef eitthvað er að marka þetta alltsaman, þá á þetta ekki að skipta máli frekar en skóstærð.

Haraldur Davíðsson, 2.6.2008 kl. 18:34

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mér finnst bara alveg sjálfsagt að, hver trú eigi sér sína kirkju, hof, mosku, afhverju ekki, hver erum við að segja hvaða Guð er rétthæstur. 

 Það er bara einn Guð. -  Hjá sumum heitir hann Allah, hjá öðrum Búddha, þeim þriðja Baháía, osfrv. svo kemur Íslenska Þjóðkirkjan með sinn Guð, og ég með minn Guð. - Og allir trúa því að það sé bara einn Guð. - Og ég er sammála því. - 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.6.2008 kl. 19:01

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mest um vert að halda frið við fólk hverrar trúar svo sem það er. Og að allir hafi sama rétt. Ég persónulega er alveg trúlaus....en reyni að virða trú annara. En stundum leyfir maður sér að dæma þegar manni finnst fólk öfgafullt.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.6.2008 kl. 20:12

10 Smámynd: Beturvitringur

Það er ekki TRÚIN eða trúarbrögðin sem skapa ósætti heldur iðkunaraðferðir, innræting og stundum "fylgikvillar"

Ásatrúarfólk reynir ekki að innræta öðrum sínar skoðanir og láta annarra afskiptalausar.  Það sama á við um óteljandi trúarhópa.

Það sem fæstir vilja eru uppáþrengjandi áhrif af trúariðkun annarra.

Beturvitringur, 2.6.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband