Sannkallað morðæði greip mig

Vopnuð ýmsum drápstólum dreif ég mig út í garð.  Illgresið hefur heldur betur náð sér á strik í rigningunni. Af algjöru miskunnarleysi drap ég skriðsóley og arfa í u.þ.b. 3 klukkustundir.  En nóg er eftir. Og spáin er þannig að það ætti að vera hægt að útrýma öllu illgresi á næstu dögum.

Ég hef aldrei keypt eins lítið af blómum og í ár, fyllti þó öll ker og potta. Dagliljan virðist vera búin núna, túrbanliljur og fingurbjargarblóm eru í fullum skrúða. Og Músaginið myndar mikla bláa breiðu. Hengibaunatréð ræfilslegt eftir bægslagang kára. Eitt tekur við af öðru. En skemmtilegt er þetta. Það fylgir því mikil innri ró að dunda svona úti.   Og ég fyllist orku og ætla að fara að taka til í yfirfullri  örgeymslunni minni NÚNA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mín bara í ham.  Skrítið hvað geymslur eru fljótar að fyllast, hvað þá örgeymslur.

Sigrún Jónsdóttir, 15.7.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ótrúlegt hvað sankast að manni

Hólmdís Hjartardóttir, 15.7.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hvernig er það, er ekki svona dugnaðarkast smitandi???

Hér eru öll skot og örgeymslur yfirfullar og sér ekki fyrir endan á því ástandi. Garðurinn að komast í skikkanlegt horf en nokkuð eftir þó. Þyrfti að fá tíund af orkunni þinni

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.7.2008 kl. 23:55

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Anna........ég fer vel með blómaker

GJ...EKKERT VARÐ ÚR GEYMSLUTILTEKT VEGNA HEIMSÓKNA OG SÍMA....EN ÞETTA FER EKKERT SVO MIKIÐ ER VÍST.

Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 00:56

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og Guðrún Jóna..........ætlast sjálf til að gera "ALLT" í þriggja daga fríi  en það gengur því miður ekki

Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 01:10

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

He, he, ég veit Hólmdís. Það er of naumur tími.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 16.7.2008 kl. 01:14

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 01:31

8 Smámynd: Tína

Ég horfi sorgmædd á garðinn minn á hverjum degi, en hann hefur aldrei verið svona illa á sig kominn. Gunnar minn hefur verið vanur að sjá um hann en hefur ekki getað það sökum anna. Ég ætlaði þá að taka þetta að mér en ég held að mig vanti hreinlega þetta garðagen. Ég dýrka hins vegar að horfa á hann (það er þegar hann er í blóma).

Þess vegna dáist ég að dugnaðinum í þér. Hafðu ljúfan dag krútta. 

Tína, 16.7.2008 kl. 07:28

9 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Það veitir innri frið að reyta arfa. Ég segi alltaf að það jafnast á við að stunda jóga. Maður tæmir hugann á meðan.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 16.7.2008 kl. 09:35

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tína takk....

Sigga...þetta er rétt....hver þarf á róandi að halda sem á garð?

Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband