Ég er ábyggilega vogmær

fædd í október.  Þó er ég ekki þunnvaxin og næ engan vegin þriggja metra lengd. Hef meira að segja komið við á Skagaströnd. En vissulega er ég sérstæð (einstæð...sjálfstæð). Svo mikið er víst að ég fæddist með tálknleifar sem voru fjarlægðar á unglingsárum. Þessar tálknleifar voru framan á hálsi. Þar var lítið gat þaðan sem rann vessi allt til að þetta var fjarlægt þegar ég var 16 ára gömul. Svona er ég nú komin skammt á þróunarbrautinni. Föðurbróðir minn og ömmusystir mín höfðu sama fæðingargalla. En ekki veit ég um fleiri.

En afmælisbarn dagsins er Atli Hreinsson bróðursonur minn....mikill rokkari. Til lukku með daginnWizard


mbl.is Vogmær finnst á Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þú ert greinilega einstæð, svo mikið er víst.

Hvað nefnist þessi fæðingagalli á okkar máli??

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.7.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessi vogmær er ekkert merkileg. Við strákarnir á Akranesi fundum ein sjórekna árið 1965 og hún var um 3 metrar.!!!! 

Haraldur Bjarnason, 16.7.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Skemmtileg færsla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.7.2008 kl. 00:36

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Guðrún Jóna...veit ekki nafnið á gallanum.

Haraldur ég sem vogmær er dálítið móðguð...til lukku með ykkar sjóreknu....allir furðufiskar og fuglar á Húsavík voru bornir  heim til mín til greiningar  en ekki man ég eftir vogmær.  Nema úr bókum.

Takk Jóna Kolla

Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

vogmey!!

Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 00:51

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jóna Kolbrún....þú ert a.m.k vog og reyndar Guðrún Jóna líka. Takk

Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 01:01

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Yngri bróðir minn var með svona tálknleifar, man ekki hvað hann var gamall þegar að það var "lagað".

Sporðdrekinn, 16.7.2008 kl. 02:02

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Merkilegt sporðdreki.....því þetta er fremur fátítt.  Óska þér góðra daga svona foreldralausri  í útlöndum 

Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 02:10

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég vissi reyndar um eina stúlku sem bjó í Köldu-kinn með þennan galla.

Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 02:15

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 02:44

11 Smámynd: Sporðdrekinn

Kannski við séum skildar

Takk Hólmdís mín.

Sporðdrekinn, 16.7.2008 kl. 03:21

12 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

 Ég man vel eftir þessu litla gati á hálsinum á þér. Mér fannst það bara sjarmerandi og einstakt.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 16.7.2008 kl. 09:33

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Sigga..

Sporðdreki aldrei að vita!

Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband