Stáldrottningin

.....ég var bara hálfhrædd þegar ég horfði á Kastljósið áðan. Ekki vildi ég mæta henni í myrkri. Eiginlega ekki heldur í björtu.  Ísköld.  Og ég trúi ekki einu orði sem hún segir.

Það var nú einu sinni svo að Sjálftökuflokkurinn þráði svo ákaft völd að hann sagði já við öllum kröfum Ólafs á sínum tíma. Auðvitað var hann ánægður með það. Þau samþykktu öll hans stefnumál og hann var eins og barn í dótabúð.   Þau bera ábyrgðina.  Ég held að Ólafur hafi staðið við sinn hluta af gerðum samningi.....enda einfalt. Þau ekki.

Afhverju ættum við borgarbúar að treysta þessu fólki?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Valdagræðgin er óstöðugt afl, sem oftar en ekki snýst gegn sjálfu sér....

....var það Schiller sem sagði " Óvinurinn ann svikunum, en fyrirlítur svikarann...." ?

.....við neglum þau í haust.

Haraldur Davíðsson, 15.8.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Algjörlega sammála um Stáldrottninguna, þvílíkur kuldi, ákveðni og beinlínis drottnunargirni sem þar skín í gegn. Það stendur framan á henni; ..hér er það ég sem ræð, þið gerið eins og ykkur er sagt - annars........."

Úff, er ansi hrædd um að næstu mánuði verði skrautlegir, mig skal ekki undra þó Gísli Marteinn hafi skroppið frá ...

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.8.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér hugnast ekki framhaldið.............

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hún er hörkukelling, væri til í að fara í sjómann við hana og ræða svo um heilbrigðismál og launamál þeirra sem vinna í umönnunargeiranum.  Ég gæti sko örugglega kjaftað jafn hratt og hún  Techy  Heart Beat Heart Beat  Heart Beat

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 22:36

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Ásdís hún er öruggleg hörkukerling.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 22:49

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Já, hún er köld og hún er svöl, og hún svaraði vel og hiklaust fyrir sig, en við erum hvort sem er hætt að hlusta. Hún, eins og hinir í Sjálfstæðisflokknum, eru tækifærissinnar og þennan meirihluta vantar alla útgeislun.... alveg eins og þessa ísdrottningu hana Hönnu Birnu..... ég hef ekki nokkra trú á henni né hinum sem eftir sitja.... ekki heldur á Gísla sem stakk af..... ég held að þau séu öll búin að jarða sig og flokkinn í leiðinni....

Ég er búin að segja mig úr flokknum .....

Lilja G. Bolladóttir, 16.8.2008 kl. 04:55

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja til lukku með það...............vonandi hreinsast vel á listum fyrir næstu kosningar

Hólmdís Hjartardóttir, 16.8.2008 kl. 05:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband