Peningar fundust hjá ríkissjóði í nýtt gæluverkefni.

.....Ákveðið hefur verið  reisa Íslandsskála í Shanghæ fyrir heimssýninguna Expo.   Áætlaður kostnaður er 600 milljónir í verkefnið.  Þar af verða greiddar 350 milljónir úr ríkissjóði.  Já forgangsröðunin er á hreinu hjá íslenskum stjórnvöldum.  Hvað eiga margir ráðherrar eftir að fara til Kína?  Nauðsynlegt er að skapa fleiri tækifæri Kínaferða. Allir ráðherrar verða að komast þangað a.m.k. einu sinni ekki satt? Ljótt að skilja útundan. Er þetta verkefni sem ríkissjóður á að leggja fé í?  Ég veit um svo ótalmargt annað þar sem þessir aurar hefðu nýst.  Það eru ekki til aurar þegar á að semja við umönnunarstéttir.  Það bráðliggur á að laga Suðurlandsveg. Aldraðir og öryrkjar eiga vart í sig og á.   Og verkefnin eru ótalmörg sem bíða vegna fjárskorts. 

Mér þykir þetta undarlegt í ljósi þess að almenningur er beðinn um að herða sultarólarnar. Á meðan íslenskur almenningur berst í bökkum segi ég nei við svona gæluverkefni þótt skemmtilegt sé.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þjóðarsál ætlarðu að sætta þig við 4. sætið?

Hólmdís Hjartardóttir, 21.9.2008 kl. 11:08

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég hnaut um þessa frétt líka, nú eru til peningar - 350 milljónir. Þetta eru ekki smápeningar, en við Íslendingar þurfum alltaf að vera svo miklir með okkur og erum að sýnast útávið.

Sigrún Óskars, 21.9.2008 kl. 11:24

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún þessir peningar voru ekki til þegar verið var að semja við ljósmæður eða aðrar kvennastéttir.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.9.2008 kl. 11:26

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Aldeilis kostuleg forgangsröðun!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.9.2008 kl. 15:21

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Segðu  Helga Guðrún.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.9.2008 kl. 16:52

6 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Pínlegt. Þetta sýnir bara, að stjórnvöld eru langt frá því að vera í takt við raunveruleikann. Íslenskir stjórnmálamenn eru skrítin klíka, og eru algjörlega vanmáttugir.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 21.9.2008 kl. 17:56

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigga já þetta er næsta pínlegt.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.9.2008 kl. 19:30

8 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Svei attan,meiri vitleysan.Burtu með alla þessa 63 þingmenn,sem og alla borgarfulltrúa.Munið í næstu kosningum,að skila auðu. 

Halldór Jóhannsson, 21.9.2008 kl. 20:52

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já svei attan......Halldór

Hólmdís Hjartardóttir, 21.9.2008 kl. 21:21

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Jamm svo er nú það.......

....við byggjum tónlistarhöll, ( sem óperan fær ekki inni í ), en látum aldraða, börn í vímuefnavanda, geðsjúka glæpamenn og fleiri, ráfa um í reyðileysi....

.....okkur vantar kennara, sjúkraliða, heimaþjónustu, sérkennara, leikskólakennara, ljósmæður.......en erum með hvað marga borgarstjóra á launum?

Haraldur Davíðsson, 22.9.2008 kl. 01:37

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

einmitt Haraldur............forgangsröðunin er dálítið dapurleg

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2008 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband