Austurvöllur 17. janúar 2009

   Enn var mótmælt á Austurvelli í dag og mætingin góð þrátt fyrir kalsaveður. Ég tók strætó niður í bæ. Það fyrsta sem blasti við mér var örlítil skrúðganga á leið niður Bankastræti sem hrópaði :" við styðjum ríkisstjórnina, Davíð sem forseta".  Lítið heyrðist þó í hópnum á stóra fundinum.  Lögreglan kom í veg fyrir að Nýjar raddir Ástþórs fengju að trufla þennan friðsama fund.

Ræðumenn dagsins voru Gylfi Magnússon dósent og Svanfríður Anna Lárusdóttir atvinnulaus.

Mótmælt var á ýmsum stöðum á landinu s.s. á Egilsstöðum og í Dimmuborgum.

Næsti mótmælafundur er boðaður klukkan 13:00 á þriðjudaginn fyrir framan Alþingishúsið og er fólk hvatt til að hafa með sér potta og pönnur og söngbók.

Ég skil ekki afhverju þessir fundir eru ekki miklu fjölmennari en þeir eru en reikna með fjölgun eftir því sem ástandið versnar.


mbl.is Fjöldi manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég tók þátt í mótmælum fyrir framan landsbankann á Stöðvarfirði.    Nei ég hef víst ekki ennþá mætt á nein mótmæli enda kreppan ekki komin á austurland að neinu ráði þar sem enn er næga atvinnu að hafa.

Mér líst hinsvegar ekkert á að það sé verið að reyna að tvístra hópnum.

Offari, 17.1.2009 kl. 17:10

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú stendur þig eins og hetja Hólmdís mín.  Takk fyrir

Sigrún Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 17:37

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Offari ég giska á að þú hafir haft það náðugt á meðan ég barðist fyrir þig á Austurvelli.

Sigrún þú verður bara að blogga úr þér veikindin...saknaði þín en það var allt of kalt

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2009 kl. 18:11

4 identicon

Mér er aldeilis ómögulegt að skilja af hverju ekki mæta fleiri.  Mér finnst að það ættu að vera fleiri þúsundir á Austurvelli.  Hvar eru allir hinir. 

Ingibjörg (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 18:44

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ingibjörg allt of margir eru værukærir.  Þarna ættu að vera 20 þúsund!

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2009 kl. 18:54

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég vona það svo sannarlega með þér að fleiri fari að hysja sig upp úr sófunum á mótmæli. Ég fanga því þó að fólk er farið að mótmæla á fleiri stöðum. Langar til að senda þér þessa fallegu kveðju með þakklæti og virðingu. Þú ert óþreytandi réttlætissinni eins og ég. Skrif þín eiga þátt í að stappa í mig stálinu.

A strong woman

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.1.2009 kl. 19:06

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Enski boltinn byrjar einmitt alltaf kl. 3 í sjónvarpinu á laugardögum. Áskrifendur á höfuðborgarsvæðinu einu áreiðanlega nokkrir tugir þúsunda, auk fjölmargra sem fara á kaffi- og öldurhús að glápa. Það er ein góð skýring. Í dag fóru svo á fullt miklir íþróttaleikar í nágreni þíns fagra heimilis HH, í Laugardalnum, þúsundir bara þar að keppa!Alls kyns fundahöld svo um helgar auk þess sem einhver hluti íbúa ku hreinlega nota helgarnar til að sofa!Og eins og sést hérna, aðrir eru bara veikir eða í vinnunni og geta því ekki mætt! Ýmsar skýringar auk þess sem svo hinn ofsaskýri Offari bendir á, kreppan hefur bara ekki náð til allra! (allavega ekki enn)

Skal sjálfur annars koma með þér ef þú nennir að ná í mig.

Magnús Geir Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 22:44

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Rakel. Við gefumst ekkert upp.

Klár ertu Magnús

Hólmdís Hjartardóttir, 18.1.2009 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband