Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.10.2008 | 22:26
Almenningur á Íslandi hefur aldrei haft áhuga á þessari útrás.
......mér hefur alltaf þótt í meira lagi vafasamt fyrir 300 þúsund manna þjóð að henda miklum peningum í þetta verkefni. Eiginlega skírt dæmi um kolranga forgangsröðun á Íslandi. Ég hef engan hitt sem styður þessa "útrás". Stjórnvöld verða að fara að átta sig á að 300 þúsund manna þjóð getur ekki né vill borga hvað sem er. Enda var þjóðin aldrei spurð um þetta......frekar en ýmislegt annað. Við getum látið í okkur heyra utan þessa "fína" ráðs.
Ég legg til að á Nýja Íslandi fái þjóðin að kjósa um svona dýrar ákvarðanir. Og þjóðin ætti að fá að kjósa sem oftast...........sérstakalega í ljósi þess hve mikil mistök hafa verið gerð við stjórn landsins undanfarna áratugi
Dagurinn í dag hefði verið góður til að lagfæra eftirlaunaósómann......en auðvitað er hægt að redda því á morgun.
![]() |
Kosningabarátta Íslands í New York |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 01:26
Nýr forstjóri Landsvirkjunar
..................Nú er lag áður en nýr forstjóri er ráðinn að lækka laun fyrir þetta starf. Það hlýtur að vera keppikefli ríkisvaldsins að fara á undan með góðu fordæmi.
Samt óttast ég að forstjórinn hafi þegar verið valinn og ákveðin launakjör. Og nýji forstjórinn er ábyggilega rétt tengdur.........Við fylgjumst með.
14.10.2008 | 00:37
Ísland stórasta rannsóknarverkefni heims?
......Ég legg til að erlendum háskólum verði boðið að rannsaka Íslenska efnahagsundrið og spillinguna á Íslandi undir stjórn færustu sérfræðinga. Það er nauðsynlegt að rannsaka hvað hér hefur gerst. það þarf að skoða ofan í kjölinn aðkomu stjórnvalda, stjórnmálaflokka, bankanna, SÍ, útrásavíkinganna að íslenka efnahagsundrinu og síðan hruninu. Þetta er örugglega spennandi verkefni fyrir doktorsnema í hagfræði. Og myndi koma okkur á kortið vegna spillingar. Það sorglega og ótrúlega virðist vera að gerast að ríkið er að reisa bankana við með áframhaldandi spillingu og einkavinavæðingu. Stjórnvöld hvetja okkur til að leita ekki sökudólga.....hvers vegna?
Við verðum að fá að vita hverjir bera ábyrgð á þeim mannlegu harmleikjum sem nú eiga sér stað á Íslandi og við sjáum ekki fyrir endann á.
Lokar Kauphöllin hér endanlega?
![]() |
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 00:09
Íslendingar á ferð?
.......sem vildu bæta andrúmsloftið? Ekki veitir af. Trúðar beggja landa hafa verið að eyðileggja það undanfarið með hvatvísi sinni.
![]() |
Tilraun gerð til að ráðast inn í breska þingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 17:51
Sökudólgarnir eru fundnir.....mögnuð ræða á Hlemmi.
" Það eru þessar helvítis kellingar...sem vilja ekki hafa neina atvinnu nálægt sér....bara listir og eitthvert dúll. Gallerý og svona. Helvítiskerlingatussurnar í borgarstjórn , þetta er búið að vera í skólum árum saman, liðónýtt og kann ekki neitt. Það þarf að losna við þessar truntur. Kerlingar geta ekki stjórnað nokkrum sköpuðum hlut. Helvítiskerlingatruntur. Þær eiga ekkert heima í stjórnmálum"
Það þarf ekkert að vera að kafa dýpra í þetta. Ræðuna flutti íslenskur karlmaður með hlutina á hreinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.10.2008 | 01:51
Hvers vegna í dauðanum gerist þetta?
,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,það er alveg í stíl við annað á Íslandi að senda þennan dýralækni í þessar viðræður. Hverjum datt þetta eiginlega í hug?
![]() |
Fundað stíft með IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2008 | 14:50
Rústabjörgun
.....það er það sem við þurfum. Nú þarf að 0-stilla Ísland. Ég legg til að við fáum erlenda óháða sérfræðinga til að stýra landinu í gegnum þessa kreppu. Gefum stjórnmálaflokkunum frí....traustið er farið. Eina vitræna leiðin til að losna við spillingu hér er að taka völdin af núverandi stjórnendum. Þegar við erum komin í gegnum það versta þarf óháða erlenda sérfræðinga til að fara í saumana á því sem gerst hefur. Ég held að margt óhreint sé í pokahorninu. Ég held við búum í spilltasta landi í heimi því miður......og nú verður að ormhreinsa svo við eigum möguleika á framtíð. Það er sorgleg tilhugsun að við munum missa margt velmenntað fólk í burtu.
Svo byggjum við nýtt Ísland.
![]() |
Ragnar: Ríkið stendur ekki undir skuldbindingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2008 | 12:14
Brandarakeppni
Dv hefur efti BB að Sjálfstæðisflokkurinn geti einn bjargað þjóðinni !!!! Flokkurinn er búinn að koma okkur á vonarvöl. Ég trúi því og treysti að þjóðin sé að vakna. Nýja Ísland þarf ekki á Sjálfstæðisflokknum að halda.
Annars vil ég benda þingheimi á að morgundagurinn er upplagður dagur til að breyta eftirlaunalögunum.
Og ekki seinna en á morgun þarf að lækki stýrivexti. Og skipta um stjórn í SÍ. Og NB það er nóg að hafa einn seðlabankastjóra eins og í öðrum löndum.
Og hækka persónufrádrátt.
Bíð spennt eftir Silfri Egils.
11.10.2008 | 20:50
Þetta er betra en spaugstofan
11.10.2008 | 20:38
Tími uppgjöranna hafinn.
......við eigum eftir að heyra meira svona. En var DO ekki á fundinum? Ég spái því að hann verði kominn á eftirlaun mjög fljótlega. Það verður einfaldlega að taka manninn úr umferð.
Ég las á bloggi í dag að það færi eftir flokksskírteinum hverjir héldu vinnu í Landsbankanum. Sorglegt ef satt er því þá virðumst við ekki hafa lært neitt. Spillingin heldur áfram.
Spaugstofan var ágæt.
![]() |
Tár felld á flokksráðsfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |