Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.10.2008 | 11:30
Er von?
.....vonandi segir hann okkur að búið sé að taka DO úr umferð.
....Vonandi segir hann okkur að eignir milljarðamæringanna hafi verið frystar. Og verði þjóðnýttar.
....vonandi segir hann okkur að stýrivextir hafi verið lækkaðir í 5%
....vonandi gefur hann okkur von
![]() |
Blaðamannafundur kl. 15 í Iðnó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 02:36
Atlantis sökk í sæ.....eða Titanic er sokkið
...veljið fyrirsögn eftir geðþótta. Þúsundir verða gjaldþrota.......þúsundir munu yfirgefa landið.
Þúsundir eru að missa vinnuna. Ég vil höfða til hinna seku.....gefið ykkur fram og axlið ábyrgð.
9.10.2008 | 01:45
Síðasti bankinn fallinn.
................og þá er kannski hægt að fara að taka til. Tími ofurlauna liðinn á Íslandi. Ástandið lagast á næstu 100 árum , missið ekki vonina. Ríkið hefur yfirtekið þann stönduga banka Kaupþing.
![]() |
Fitch lækkar lánshæfismat Kaupþings og Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.10.2008 | 00:10
" How do you like Iceland ?"
Síðustu daga hefur verið erfitt að vera Íslendingur. Þjóðarstoltið er sært. Við erum bundin átthagafjötrum....við komumst ekki neitt. Við getum ekki selt eigur okkar og farið....það er enginn til að kaupa. Og enginn til að lána.
Í gærkvöldi lýsti Davíð Oddson yfir stríði við Breta.
Í dag hélt Geir blaðamannafund og hélt langa tölu um ekki neitt.
Ég heyri ítrekað: nú verðum við að standa saman á erfiðum stundum, við munum standa þetta af okkur. Sumir segja að við eigum ekki að eltast við sökudólga....Ég vil draga þá til ábyrgðar. Ég hvorki get né vil borga reikninginn.
Í mínum huga eru margir sekir og vil ég að allir verði látnir sæta ábyrgð. Þeir stjórnmálamenn sem einkavinavæddu bankana. Og brugðust þeirri skyldu sinni að setja reglur og halda uppi eftirliti. Þessir aðilar geta einfaldlega ekki firrt sig ábyrgð.
Ofurlaunabankastjórarnir sem sigldu bönkunum í þrot. Og útrásarvíkingarnir sem skuldsettu okkur langt fram í tímann. Afhverju heyri ég ekkert um frystingu eigna? Eða upptöku eigna?
Afhverju hefur SÍ ekki lækkað stýrivexti eins og allir aðrur seðlabankar?
Afhverju er eftirlaunaósóminn ekki afnumdur með hraði? Þjóðin kynni að meta það að sukkinu yrði hætt hjá stjórnvöldum.
Ég vonast til að það sem kemur út úr þessar kreppu sé það að blindir fái sýn.
![]() |
Hryðjuverkalög gegn Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 00:14
Og hvað gerist þá ?
......síðast þegar Yoko kom sprakk borgarstjórn. Ástandið á landinu er öllu ískyggilegra núna. Hvað springur?
Glitnir verður horfinn af sjónarsviðinu í fyrramálið.
Yfir-forsætisráðherra ætlar ekki að borga skuldir óráðsíumannanna...........sleppum við svo vel? Hann var eins og hvítþveginn fermingardrengur í Kastljósi og kannast ekki við að bera nokkra ábyrgð. Af honum var helst að skilja að við eigum eftir að græða á þessu.
Visakortunum okkar er hafnað í Evrópu. Verður okkur einhvern tímann treyst aftur?
Vonandi stendur friðarsúlan undir nafni.
![]() |
Yoko Ono komin til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 16:13
Þjóðnýtum kvótann.
þjóðin á fiskinn í sjónum. Nú er lag að bæta fyrir þau mistök sem gerð voru þegar nokkrir aðilar fengu fiskinn á silfurfati. Kannski stæðum við betur ef svo hefði ekki verið gert. Allir sjómenn segja að allt sé vaðandi í fiski þannig að óhætt ætti að auka veiðiheimildir eitthvað. Gildir ekki núna allir fyrir einn og einn fyrir alla?
![]() |
Vísindin ráða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 15:32
Þetta kemur ekki á óvart
![]() |
Przyjęto ustawę |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 13:26
Við verðum skorin úr snörunni
![]() |
Norðmenn reiðubúnir að veita Íslandi efnahagsaðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 11:12
Hvað er í gangi?
7.10.2008 | 09:51
Gott mál.
ekki veitir af gjaldeyrinum sem þeir flytja inn í landið. Annars eru Rússar að bjarga okkur....
Annars er ég bara góð með kaffi og sígó.....á meðan það er til ætla ég ekkert að vola hátt
![]() |
Fylgst með Íslandi sem litlu dæmi um hvað getur gerst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)