Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.10.2008 | 22:48
6.ber. Ógleymanlegur afmælisdagur.
.......nokkrir aðilar hafa gert þennan afmælisdag minn ógleymanlegan og kann ég þeim engar þakkir fyrir.
Fyrst ætla ég að nefna ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem gáfu vinum sínum bankana án þess að setja þeim nokkrar reglur eða hafa með þeim eftirlit.
Bankastjórar á ofur -ofurlaunum sem þeir fengu fyrir að sigla þeim og þjóðinni í þrot.
Útrásarvíkingunum sem eiga einnig þátt í að koma okkur á hausinn.
Seðlabankinn fyrir að sinna ekki þeirri skyldu sinni að auka gjalseyrisforðann á meðan það var hægt. Og sem kollsteypti okkur með afskiptunum af Glitni.
Forsætisráðherra fyrir að sofa á verðinum.
Á Íslandi hefur lengi verið hæsta matvælaverð í heim....það er ábyggilega ekki á niðurleið núna.
Hins vegar þakka ég vinum og vandamönnum sem hafa glatt mig með nærveru sinni, gjöfum og símtölum. Takk, takk.
6.10.2008 | 17:13
Alþingi samþykkir alræðisvald
![]() |
Ekkert annað að gera en lágmarka skaðann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 15:52
5 mínútur
6.10.2008 | 15:24
Við getum verið strútar í 35 mínútur í viðbót.
![]() |
Forsætisráðherra flytur ávarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 14:23
Ég vil vita hvað er að gerast.
Mér finnst grafalvarlegt að þjóðin sé ekki upplýst um gang mála. Þjóðin bíður og bíður. Okkur kemur þetta við. Það er nú svo að óvissan er verst. Vondar fréttir jafnvel betri en engar. Best að fá það beint í æð hversu alvarlegt ástandið er.
Ég skora á forsætisráðherra að upplýsa okkur um gang mála.
![]() |
Alvarlegri en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.10.2008 | 18:36
Þrot?
ég hélt að það lægi meira á að ræða aðra hluti. Auðvitað hefur yfirlýsing um frystingu kjarasamninga áhrif. Bankarnir og útrásarséníin eiga að selja eigur erlendis og koma með gjaldeyri inn í landið. DO verður að víkja. Það er nauðsynlegt til að skapa traust á SÍ. Setjum Þorvald Gylfason við stjórnvölin þar. Hvað þurfum við marga banka á Íslandi? Við eigum að láta eins og lífeyrissjóðir séu ekki til. Það kemur ekki til greina að hrófla við þeim. En það bráðliggur á að hækka persónufrádrátt til að bjarga fjölskyldum frá þroti. Og það þarf að afnema verðtryggingu lána.
Þetta er lausnin og það þarf ekki að eyða meiri tíma í þetta.
![]() |
Æskilegt að framlengja kjarasamninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 16:54
Ég vil þennan mann í Seðlabankann.
![]() |
Líst illa á að lífeyrissjóðir flytji fé heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
4.10.2008 | 01:02
Hverjir eiga að axla ábyrgð?
Litla gula hænan sagði ekki ég.
Seðlabankastjórar því þeirra var að efla gjaldeyrisforðann.
Stjórnvöldum því þeirra var að efla gjaldeyrisforðann í öllu " góðærinu" sem náði aldrei til allra.
Bankarnir með sitt ofurlaunalið sem fékk milljarða fyrir það að vera til. Nú er komið að þeirra ábyrgð. Menn sem hafa haft lífslaun venjulegs fólks fyrir það að koma okkur í þrot hljóta nú að finna til ábyrgðar og koma með fé inn í kerfið.
Útrásarbarónarnir sem hafa gamblað með almannafé verða að sína ábyrgð núna og selja eignir sínar erlendis til að afla gjaldeyris.
Almenningur. Margir hafa lifað um efni fram. En við almennir launþegar getum ekki tekið meira á okkur. Og síst við sem misstum af góðærinu og höfum alltaf greitt okkar skatta og skyldur og haft lítið afgangs.
Ég vænti þess að tími ofurlauna sé liðinn. Ég vænti þess að lífeyrisréttindum embættismanna verði snarlega breytt til samræmis réttindum okkar almúgans. Ég vænti þess að lífeyrissjóðum okkar verði hlíft við því að borga fyrir ósómann. Auk þess legg ég til að DO verði látinn víkja.
3.10.2008 | 22:47
Snilldarhugmynd.
3.10.2008 | 17:50
Nei og aftur nei.
![]() |
Lífeyrissjóðir komi að lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |