Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.9.2008 | 11:19
Íslenska módelið?
![]() |
Stjórnendur Lehman fá bónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2008 | 10:39
Peningar fundust hjá ríkissjóði í nýtt gæluverkefni.
.....Ákveðið hefur verið reisa Íslandsskála í Shanghæ fyrir heimssýninguna Expo. Áætlaður kostnaður er 600 milljónir í verkefnið. Þar af verða greiddar 350 milljónir úr ríkissjóði. Já forgangsröðunin er á hreinu hjá íslenskum stjórnvöldum. Hvað eiga margir ráðherrar eftir að fara til Kína? Nauðsynlegt er að skapa fleiri tækifæri Kínaferða. Allir ráðherrar verða að komast þangað a.m.k. einu sinni ekki satt? Ljótt að skilja útundan. Er þetta verkefni sem ríkissjóður á að leggja fé í? Ég veit um svo ótalmargt annað þar sem þessir aurar hefðu nýst. Það eru ekki til aurar þegar á að semja við umönnunarstéttir. Það bráðliggur á að laga Suðurlandsveg. Aldraðir og öryrkjar eiga vart í sig og á. Og verkefnin eru ótalmörg sem bíða vegna fjárskorts.
Mér þykir þetta undarlegt í ljósi þess að almenningur er beðinn um að herða sultarólarnar. Á meðan íslenskur almenningur berst í bökkum segi ég nei við svona gæluverkefni þótt skemmtilegt sé.
19.9.2008 | 12:27
Alveg er ég gapandi bit.
Mér finnst þetta vond hagfræði hjá borginni og vildi sjá peningunum betur varið. Er eitthvert einasta vit í þessu? Ekki laust við að manni detti í hug einhvers konar vinargreiði. Það hefði margborgað sig fyrir borgina að byggja eða kaupa húsnæði. Mér sýnist þetta gegndarlaust bruðl á almannafé.
Og hana nú.
![]() |
Ársleiga í Borgartúni 414 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2008 | 10:27
Kreppan búin
......ja mikill er máttur Davíðs. Fyrir hans orð erur allir markaðir á uppleið fyrir austan og vestan og líka hér. Annars hefur það miklu betri áhrif á sálartetrið að lesa um uppgang en niðurgang efnahagslífsins.
Kannski verðgildi krónunnar fari upp fyrir matadorpeningana.
En getur einhver sagt mér afhverju prestar eru með helmingi hærri laun en hjúkrunarfræðingar og ljósmæður?
![]() |
Allt á uppleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.9.2008 | 20:50
Ja, það borgar sig ekki að ljúga upp á okkur stelpurnar.
............en eftir stendur að við vitum ekki sannleikann í málinu. Annað þeirra lýgur svo mikið er víst. En það væri lítið gaman að þessu lífi ef ekkert væri áreitið.
En ég tek eftir upphæðinni sem konunni eru dæmdar og finnst hún há miðað við hvað börnum eru dæmdar lágar bætur vegna kynferðislegs ofbeldis.
![]() |
Fær 800 þúsund í bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.9.2008 kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
17.9.2008 | 23:39
Bruðl ráðamanna
.............Ég hef alla tíð verið á móti þessu framboði. ISG er til vorkunnar að fá þessa dellu í arf Hvenær ætlum við að horfast í augu við það að vera 300 þús manna örþjóð? Sem gæti sem best búið í sæmilega stórri erlendri blokk. Og ég er einmitt stolt af að tilheyra þessum minnihluta sem við Íslendingar erum. Sem gerir okkur nánast að einni stórri fjöldkyldu. Og lét Ólympíusilfrið skína svo skært. Þetta framboð (framapot) sjálfumglaðra pólítikusa sýnir bara stórmennskubrjálæði (minnimáttarkennd) stjórnmálamanna sem langar í fínar stöður. Á kostnað þess að geta boðið mannsæmandi laun í landinu. Á meðan 5 stórþjóðir hafa þarna neitunarvald er þetta bara hlægilegt. Við getum svo vel látið rödd okkar heyrast á öðrum vettvangi.
Getum við ekki hætt við í ljósi kreppu hér heima?
![]() |
140 þjóðir hafa lýst yfir stuðningi við framboð Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2008 | 20:57
Gengi matadorspeninganna ríkur upp.
.........Eins gott að ganga tryggilega frá þeim. Þeir hafa haldið betur verðgildi sínu en þeir fáu aurar sem manni hefur tekist að spara. Fólk hefur verið hvatt til að spara en til hvers? Ég man hvað ég fékk fyrir lambapeningana mína þegar ég loksins tók þá út. Öll lömbin mín dugðu fyrir lambalærissneiðum fyrir 2 á sínum tíma. Staðan er eins í dag. Betra að eiga lamb á fæti eða í kistu en lamb í bók. Þjóðin er hvött til að spara. Spara hvað? Til hvers?... Stór hluti af þjóðinni hefur of lágar tekjur til lágmarksframfærslu. Lánin okkar hækka dag frá degi. Matvælaverð er í allra hæstu hæðum. Við hættum að fara til læknis, tannlæknis , hvað þá heldur í klippingu eða á kaffihús.
Svo hlustar maður á Sjálfstæðisflokkinn guma af traustri efnahagsstjórn. Reyndar hef ég ekkert heyrt í fjárhirðinum síðan hann datt í það í réttunum. Mér sýndist hann ágætur í því svo ég sé nú dálítið pós.
Það hefur verið gamblað með lífeyrissjóðina okkar.
Nei....notið aurana hratt og örugglega....svo sem enginn vandi í dag.
![]() |
Krónan veiktist um 2,48% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.9.2008 | 16:50
Lágmarksframfærsla.
......þetta er þá örugglega talin lágmarksframfærsla. 6500x30 = 195000krónur á mánuði. Því ættu engin laun að vera lægri en 200 þús það segir sig sjálft. það er einfaldlega ekki hægt að ætlast til að fólk lifi af lægri upphæð. En fyrir 200 þús getur þú sofið, borðað og unnið og ekkert umfram það og ekki telst það neitt sældarlíf. Lágmarksbætur hljóta að miðast við lágmarksframfærslukostnað. Og fullorðið fólk sem vinnur fulla vinnu ætti nú að hafa ögn meira......svona rétt til þess að það borgi sig frekar að vinna en vera öryrki.
Svona lít ég nú á þetta.
![]() |
Hælisleitandi kostar 6500 á dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2008 | 13:18
Borgarstjóri í aðhlynningu
mér líst vel á þetta. Næst þegar vantar á vaktina á Droplaugarstöðum eða í Seljahlíð verður bara hringt í hana. Kominn tími til að yfirmenn beri ábyrgð á undirmönnun. Sé konuna fyrir mér með gúmmíhanska hreinsa upp mannlegan úrgang af öllum tegundum með bros á vör. Og sitja svo við símann tímunum saman og reyna að manna næstu vaktir.
Þetta er bara af hinu góða.
![]() |
Símadama á borgarstjóralaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.9.2008 | 16:33
Frábært.
......vonandi er eitthvað bitastætt að finna í þessar málamiðlun fyrir ljósmæður. Fjárhirðirinn stóð sig ekki í þessu máli.
Niðurfelling sérlífeyrisréttinda ráðherra og þingmanna dugar án efa til þess að hægt sé að eyða kynbundnum launamun.
Og svo er bara að hækka persónufrádráttinn svo fólk þrauki í gegnum kreppuna.
![]() |
Verkfalli aflýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)