Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.4.2008 | 11:14
Lögregla beitir táragasi.
![]() |
Lögregla beitir táragasi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2008 | 11:19
Svifryk
15.4.2008 | 20:31
Stórkostlegur sparnaður á Landspítala.
Allt stefnir í að Landspítala takist að halda sig innan ramma fjárlaga þetta árið. Skurðaðgerðir munu leggjast af frá 1. maí og röntgenrannsóknir munu að mestu leggjast af. Stjórnvöld fara þá leið að haardera í þessu máli. (varð að máta þessa nýju sögn en hún þýðir einfaldlega að gera ekki neitt) Skurðhjúkrunarfræðingar og geislafræðingar eru á leið út af spítalanum ef ekki semst. og það semst ekki á meðan ekki er talað saman svo mikið er víst.
Í kvöldfréttum var sagt frá töfum á byggingu hjúkrunarheimila.
Ég er sannfærð um að það er stefna stjórnvalda að svelta svo heilbrigðiskerfið að þjóðin taki einkavæðingu fagnandi. Ef það er raunin mun þotulið Samfylkingar þurfa að finna sér aðra vinnu fljótlega.
11.4.2008 | 18:26
Ísskápurinn fullur.
Við vinkonurnar brugðum okkur í Bónus í dag. Ég keypti kjöt á 40% afslætti og gerði bara ágæt kaup. En ég gerði
smá verðkönnun. Bananar kosta;
í 11-11 269kr kg
í Bónus 279kr kg
í 10-11 289 kr kg.
Svo Bónus er nú ekki alltaf lægst. En salernispappírinn sem kostar 1099 í 10-11 kostar 695kr í Bónus.(eru þetta ekki sömu eigendur sem borga eitt innkaupsverð? )
Hvet ykkur enn og aftur til að vera vakandi. Geymið strimlana. Og nú er ég að sjóða Íslenska kjötsúpu. Stalst til að setja smávegis af fersku chilli í hana.
...auk þess þykir mér það merkileg frétt að Grímseyjarferjan hafi komist til hafnar...
11.4.2008 | 09:55
Alvarlegt umferðarslys
....skelfileg þessi slysaalda. Nú fer Slysadeildin langt fram úr fjárhagsáætlun. Hvernig verður spítalanum hengt fyrir það??? Veður þessu mætt með auknum niðurskurði??? Vona bara að fórnarlömbum þessara slysa farnist vel.
........getur verið að óróinn í mynni Eyjafjarðar tengist fyrstu ferð Grímseyjarferjunnar???? Nei bara spyr...
![]() |
Alvarlegt umferðarslys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2008 | 01:44
Skortstaða.
Alltaf lærir maður ný orð. Ég leit í ísskápinn minn áðan og þar ríkir skortstaða. Á morgun fer ég að versla. Ég ætla að reyna að vera mjög meðvituð um verð...geri kannske smáverðkannanir. Hvet ykkur til að bera saman hilluverð og kassaverð. Eruð þið að fá auglýstan afslátt??? Geymið strimlana og gerið verðsamanburð og komið því á framfæri. Ef við geymum öll strimlana er hægt að bera saman verð hér á blogginu.
.....Fór á laugaveginn í dag í sólinni og sá hve áhrifarík hún er. Stoltar mæður með barnavagna,ókunnugt fólk brosti og bauð góðan daginn. Og svo sá ég við Austurbæjarskólann stóran hóp af börnum leika sér úti. Mér finnst það orðin sjaldgæf sjón.
Vil benda ykkur á blogg Lilju Guðrúnar; Við borgum ekki, við borgum ekki.
9.4.2008 | 17:37
Skærur
9.4.2008 | 13:50
Akstursstefnur aðgreindar
![]() |
Akstursstefnur aðgreindar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2008 | 10:53
Óeirðir vegna hungurs
.....vonum að ástandið verði ekki svona á Íslandi. Sem betur fer litlar líkur á því en víða er þröngt í búi.
Sameinumst gegn græðgi og okri.
![]() |
Óeirðir vegna hungurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2008 | 06:57
Mikið kvartað undan verðlagi
![]() |
Mikið kvartað undan verðlagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |