Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skærur

Góðan og blessaðan daginn. Þeir sem hafa áhuga á skærum gegn matvælaverslunum endilega komið með hugmyndir.....hvar viljið þið byrja?  Hvenær?..ég hef sett viðmiðunardagsetningu 20. apríl því það þarf tíma til að breiða út svona hugmyndir. Ein hugmynd er sú að að versla ekkert og hvergi ákveðna daga. Hvernig litist ykkur á það? Kemur þá jafnt niðurá öllum verslunum. Þá væri hægt að velja t.d. 2 daga í viku þar sem enginn færi inn í matvöruverslun.....Kannske auðveldara í framkvæmd en að sniðganga einhverja verslun í heila viku......endilega komið því á framfæri ef þið verðið vör við óeðlilegar hækkanir. Nú hefur krónan verið að styrkjast undanfarna daga...hafið þið séð einhverjar lækkanir?

....gerum þetta að veruleika

.....stöndum saman


Rólegasta kvöldvakt sem ég hef átt lengi.

og því nægur tími fyrir áróður. Lét hjúkkurnar lesa uppreisnarfærsluna mína og öll kommentin. Allir voru sammála og til í aðgerðir. Ég reyni að koma boðskapnum inn á blogg annara.Vonast til að þið sem flest gerist áróðursmeistarar, annars gerist ekkert. Hvaða matvöruverslun er dýrust?  Byrjum þar. Ég vil leyfa þeim fáu sem eru ;kaupmaðurinn á horninu: að lifa. Bendi þeim sem ekkert skilja í því sem ég er að tala um á bloggið mitt ,uppreisn: Eftir svona 10 daga ætti að vera hægt að tilkynna hvar aðgerðir byrja og gefa svona 3 daga til þess að kynna það. Fyrstu aðgerðir skulu hefjast 20. apríl á afmælisdegi Hitlers og Elísabetar Englandsdrottningar. Stöndum saman einu sinni.

Við getum haft áhrif...ég er sannfærð um það. Hjálpið mér að breiða út fagnaðaerindið.


Uppreisn

Hvernig væri að við tækjum okkur saman og gerðum uppreisn gegn okri matvöruverslana??  Við myndum byrja á að sniðganga einhverja dýrustu verslunina í svona viku. Vikuna á eftir yrði önnur verslun sniðgengin og svo koll af kolli þar til þetta hefði einhver áhrif. Gerum okkar eigin verðkannanir og komum þeim til skila t.d. í gegnum bloggið. Haldið þið ekki að Hagkaupsmenn myndu ekki hugsa sinn gang ef enginn kæmi inn í verslanirnar í heila viku þrátt fyrir ;æsitilboð;??? Samtakamátturinn getur sannarlega haft áhrif. Og við þurfum að vera miklu betur vakandi. Um það bil 1000 ábendingar hafa borist þess efnis að hilluverð er ekki það sama og kassaverð. Lesum strimlana og gerum athugasemdir. Vöknum. Við getum haft áhrif

Vefmyndavélar fyrir 225 millur.

18 þingmenn með Árna Johnsen í broddi fylkingar hafa skorað á Menntamálaráðherra að kaupa vefmyndavélar fyrir 225 milljónir. Þeir virðast ekki hafa merkilegum málum að sinna þarna við Austurvöll. Og forgangsröðunin hjá þeim er með ólíkindum. Ég ætla að segja nei við þessari tillögu, það er raunveruleg þörf fyrir skattpeningana okkar í öðrum verkefnum. Hins vegar er hugmyndin skemmtileg en bara ekki verkefni stjórnvalda.


Áhyggjur af niðurskurði á Landspítala.

 Björgvin Guðmundsson fjallar um frétt Mbl.is um áhyggjur iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara á Landspítala. Ég  ;kommenteraði; hjá honum en honum virðist ekki hafa fallið svar mitt í geð og hef ég svo sem ekkert um það að segja. Hann ber ábyrgð á sinni síðu. Athugasemd mín var á þá leið að það þyrfti að gera stórátak í launamálum spítalans ef hann ætti yfirhöfuð að vera starfhæfur áfram. Og það er mitt mat. Vandamál spítalans eru alvarleg, mannekla viðvarandi vandamál. Svo kemur í ljós hvað stjórnvöld gera til að tryggja að spítalinn sé nægilega mannaður. Álag á starfsfólk verður að minnka.

Mikill vöxtur í útgjöldum vegna heilbrigðismála.

0g við skulum halda því til haga að hlutur einstaklinga hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Fólk dregur að leita sér læknisaðstoðar vegna kostnaðar. Á Íslandi getur bara efnað fólk leyft sér að veikjast.
mbl.is Mikill vöxtur í útgjöldum vegna heilbrigðismála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegt

að hlusta á Forsætisráðherra í Kastljósi. Hvar hefur maðurinn haldið sig??? Ríkisstjórnin er ekkert að gera til að koma til móts við heimilin í landinu. Þjóðin verður bara að taka þetta á sig. En getur þjóðin það?? Ekki víst að lækkun gjalda skili sér til neytenda......það er reyndar rétt...það þarf nefnilega að fylgja því eftir að það skili sér til neytenda.. Og einkaþotan var réttlætt með því að það væri svo leiðinlegt að hanga og bíða á hótelherbergi og á Heathrow. Og svo munar svo litlu. Samkvæmt vísi.is munar 5.9 milljónum. Og jú tíminn ku vera dýrmætur. Mér finnst bara skilaboðin svo röng til þjóðarinnar. Ekki til fyrirmyndar.  Ekki umhverfisvænt heldur. Æi ég er ef til vill  bara í svona fúlu skapi. Ég vona að fólk rísi upp gegn háu matarverði og hunsi þær verslanir sem eru dýrastar. Samkvæmt Stöð 2 hefur matarkarfan hækkað um 20% á einu ári. Stjórnvöldum hefur semsagt algerlega mistekist að ná niður matarverðinu. Stjórnvöldum hefur mistekist að halda verðbólgu í skefjum. En stjórnvöldum hefur tekist að stórskemma heilbrigðiskerfið. Og stjórnvöldum hefur tekist að manna stöður með vinum og ættingjum.  Ég held að stjórnvöldum hafi bara ekki tekist fleira. En ég er ekki bara að tala um núverandi ríkisstjórn heldur þá síðustu líka. Ég varð fyrir vonbrigðum með að Samfylkingin færi í þetta stjórnasamstarf. Það hefði ekki átt að gerast. Ein öskureið og fúl.

Nýtt versus gamalt.

Enn og aftur að hinni niðurnýddu miðborg Reykjavíkur. Vissulega eru nokkrar perlur í miðbænum. Gömul hús sem sómi hefur verið sýndur en að mestu leyti er miðborgin í afskaplega leiðinlegu ástandi. Við erum öll sek um að hafa látið þetta viðgangast. Allir borgarfulltrúar undangenginna ára eru sekir um vanrækslu. Þeir sem vilja rífa og byggja sem mest bendi ég á að skoða Smáralindina í Kópavogi. Getur einhver hugsað sér að miðborg Reykjavíkur líti þannig út? Þegar við skoðum erlendar borgir er ég viss um að flest okkar leita að gömlu hverfunum með sinn sjarma en ekki steinkumbaldahverfin. Ég vona að við berum gæfu til að láta fagmenn meta hvað sé best að gera í miðborginni en ekki misvitra borgarfulltrúa eða peningamenn. Því miður er fátt sem dregur fólk að miðborginni í dag nema í myrkri. Ég sannarlega vona að eitthvað gott komi út úr allri þeirri umræðu sem verið hefur undanfarið. Mjög dýrt er að gera upp gömul hús, ein leið væri að veita styrki eða lán á góðum kjörum til húseigenda. Ég veit reyndar að hægt er að fá einhverja styrki í dag en það þyrfti sennilega að auka  þá til muna. Þessum húsum eiga að fylgja þær kvaðir að þeim sé haldið sómasamlega við. Svo hefur mér dottið í hug að þeir sem fá dóm fyrir minni glæpi gætu afplánað með því að vinna að hreinsun og fegrun borgarinnar.

Máluðu yfir veggjakrot í miðborginni

Þetta er það besta sem hefur gerst í borgarmálum í langan tíma. Og líklega það eina..........
mbl.is Máluðu yfir veggjakrot í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil hagsæld og stöðugleiki á Íslandi

Hvort á maður núna að hlægja eða gráta? Mogginn hamast við að birta jákvæðar fréttir af efnahagnum á Íslandi úr erlendum fjölmiðlum. Kannske almenningur hér hafi aðra sögu að segja. Stöðugleikinn er í því fólginn  að efnahagur hins venjulega launamanns er stöðugt niður á við.
mbl.is Mikil hagsæld og stöðugleiki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband