Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Slysadeild.

Ég get ekki annað en hugsað til starfsfólks slysadeildar. Þau hafa ekki setið og maulað páskaegg undanfarna daga. Síðustu daga hafa borist fréttir af alvarlegum árásum og slysum.  Álagið vafalaust verið mikið. Margir sem inn komu illa talandi á íslensku. Margir í áfalli. Margir minna slasaðir hafa efalaust kvartað undan löngum biðtíma. Og margir hafa án efa verið í annarlegu ástandi. Vonandi hefur mannekla ekki háð slysadeildinni. Og vonandi mun peningaleg framúrkeyrsla hátíðisdaganna ekki verða verðlaunuð með niðurskurði.

20 kíló af dýnamíti fundust í Grindavík.

Hryðjuverkaógn????       Eftir fréttum að dæma virðist ríkja skálmöld í Reykjavík. Það er greinilega hægt að halda upp á Páska með ýmsum hætti. En öxi þykir mér óhuggulegt vopn.  Ég vinn að venju alla þessa daga, hef ekki hugmynd um hvað Páskafrí er. Á eftir að opna páskaeggið mitt sem er í boði Baugs.

 


mbl.is 20 kíló af dínamíti fundust í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strútsheilkenni

Skæður vírus virðist hafa náð fótfestu hér á landi. Vírus þessi veldur svokölluðu Strútsheilkenni. Veiran er að öllum líkindum hættulegri þjóðinni  en fuglaflensan.  Talsverð líkindi  eru með Creutzfeldt Jakob  ( t.d. heilarýrnun) . Sjúkdómseinkenni eru t.d.  truflanir á heyrn og sjón. Talað er um valkvæða heyrn og sjón í þessu sambandi. Framtaksleysi og algert aðgerðarleysi háir þeim sem sýkjast. Á lokastigi sjúkdómsins lifa menn algerlega í eigin heimi og minnir ástandið þá talsvert á Alzheimer. Engin lækning er þekkt en þó er talið að ærlegt spark í rassinn geti hugsanlega og aðeins hugsanlega haft áhrif.

Verðhækkanir.

Dóttir mín er að vinna í matvöruverslun. Hún sagði að verðið hefði hækkað á mörgum vörutegundum í dag...tók dæmi af hálfslítra kók sem kostaði 130 kr í gær,kostaði 190 kr í dag. Það er nú veruleg hækkun. Mér finnst matvara hafa hækkað mikið undanfarið og finnst að stjórnvöld verði að aðhafast eitthvað. Ég held að verslanir nýti sér væntingar fólks(ekki vonir) um hækkandi verðlag og drífi verðið upp í skjóli gengisfalls. En þeir munu ekki lækka verðið sjálfkrafa ef krónan styrkist á ný. Við megum ekki við því að missa fólk úr landi en það er það sem ég held að muni gerast. Fólk ræður ekki við að borga húsnæði á þeim lágu launum sem verið er að borga. Enginn nema Pétur Blöndal getur það. Og ég er handviss um að dýralæknismenntun er ekki rétt skólun fyrir ´Fjármálaráðuneytið. Okkar fjarstýrði Forsætisráðherra virðist eiginlega engar skoðanir hafa aðrar en ;þetta reddast:.(Inga Jóna heldur á fjarstýringunni) Ég hef verulegar áhyggjur af stjórn landsins.


krónan heldur áfram að lækka

Hvert fara íslenskir flóttamenn? Það er ekki búandi hérna lengur. Ber einhver ábyrgð??Mörg heimili eru á barmi gjaldþrots.
mbl.is Krónan heldur áfram að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengishrap krónunnar.

Hvað þýðir það fyrir okkur almenna launþega?? Jú verð á innfluttri vöru mun hækka stórlega....Hlaupið út í búð í fyrramálið og kaupið inn áður en allt fer upp himnastigann.....Lánin okkar ,guð minn góður . Erlend lán....hjálpi mér hamingjan.....Ferðalög erlendis....gleymið því..þið eruð hvort sem er sigld nú þegar.  Nýundirritaðir kjarasamningar........ef þið eruð með fleiri en 3 lifandi heilasellur skrifuðuð þið ekki undir en meirihluti gerði það.....það er allt löngu uppurið. Það borgar sig ekki að spara á Íslandi, notið allt lausafé fyrir páska. Á meðan ríkisstjórnin er að dásama íslenska efnahagsundrið erlendis ....finnum leiðir til að losna við ríkisstjórnina og göngum í ESB hið bráðasta.

Lengsta íslenska orðið?

Vaðlaheiðarvegagerðarmannaverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn. Og svo fagna ég Vaðlaheiðargöngum.

10.7 milljónir

Hverslags dómur er þetta?? Móður 11 ára gamals barns er gert að greiða 10.7 milljónir vegna skaða sem barnið olli kennara. Ég er svo hneyksluð að mér er flökurt. Eru kennarar ekki tryggðir í sínu starfi???  Dómurinn rústar lífi þeirra mæðgna. Fengi ég svona dóm yrðu félagsmálayfirvöld að sjá um mig eftirleiðis.   Og hvað þurfa barnaníðingar og nauðgarar að borga fyrir þann skaða sem þeir valda??? 3-600þúsund. Hverjir dæmdu??? Ég vona að einhverjir komi móðurinni til bjargar. Þessi dómur er skandall.

Metró Reykjavík.

 Í sjónvarpsfréttum í gær var rætt við Björn Kristinsson verkfræðing sem vill koma upp neðanjarðarlestarkerfi hér. Það líst mér vel á hér í þessum vindrassi. Auðvitað yrði það dýrt en á móti kemur sparnaður í vegakerfinu. Þá yrði engin þörf á skrímslum eins og mislægum gatnamótum. Ég vona að þetta verði skoðað. Við myndum ekki lenda í sama vandamáli og Aþenubúar. Þar er svo mikið af fornminjum í jörðu að neðanjarðargröftur tefst í það óendanlega.....

Rusl.

Ég geng mikið um borgina. Nú þegar farið er að birta og snjórinn að hverfa blasir ruslið við allsstaðar.  Ef allir færu út og fylltu einn poka myndi ásýnd borgarinnar stórbatna.   Og ég sæi betur laukana sem eru að koma upp. Sá í dag gula, fjólubláa og hvíta krókusa undir húsvegg.  Sem sagt allir út í 10 mín....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband