Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

2 fyrir 1 . 2 unglingar fást gefins.

    Kostaboð. Eru salernisþjálfaðir og fara í bað sjálfir.

Notagildi er ekkert en geta verið til skrauts eða brúkast sem hefðbundin gæludýr.

0n/off takki er óvirkur.  Einnig "mute" takki.

Allur staðalbúnaður fylgir.

Áhugasamir hringi í 12612.

 


Hvað á að borða á Gamlárskvöld?

....................Dæturnar reyna að fremsta megni að stjórna mat bæði hér og hjá pabba sínum.  Ég á hreindýr sem mig langar að hafa á Gamlárskvöld.  Sú yngri " dettur þér í alvöru í hug að hafa hreindýr ef ég verð heima? það er ógeðslegt. " Sú eldri" mamma hafðu það á Nýárskvöld því ég ætla að vera hjá pabba á Gamlárskvöld."   Svo komst sú yngri að því að það yrði enn ógeðslegri matur hjá pabba sínum heldur en hér svo hún verður hér.   Hún reyndar hættir alltaf við að fara til hans.  Hefur víst heimsótt hann einu sinni á þessu ári.  Æææææææææææ þetta er ekki í fyrsta sinnið sem þær flækja málin.  En ég á andabringur sem ég get steikt á Gamlárskvöld.......litla frekjan vill þær. Svo ég verð í eldamennsku báða dagana til að þóknast öllum.

Keypti nokkrar hörpuskeljar í dag.....kosta tæplega 5000kr kílóið!!!!!!!!!!!  


Ástarsorg

..............Hvílík sorg.  Nú er nýfarinn úr húsi frá mér miðaldra karl í ástarsorg.  Ég hef upplifað ástarsorg........eiginlega varla jafnað mig.  Í nótt kom hér maður á sextugsaldri í sárri sorg.  Góður vinur minn  sem hefur oft reynst bjargvættur.  Hann er ekki vanur að heimsækja mig á nóttunni.  En ég hef leitað til hans að næturlagi vegna lagnamála..........hann kom þá samstundis og bjargaði málum.   Ég gat því miður ekki leyst úr hans málum...........reyndi að vera dipló.  " Þú elskar hana...þið ræðið saman og þú fyrirgefur"    Svörin sem ég fékk voru "nei, nei nei".   Það er ekki hægt að ráðleggja fólki í þessari stöðu.

Ég krafðist þess af honum að djamma  með mér á morgun.           Ekki fannst honum Stones músík á Players spennandi............

Klukkan orðin rúmlega fimm............eldri dóttirin komin inn best að skríða undir sæng.


Afi

............Tryggvi Sigtryggsson afi minn fæddist á þessum degi árið 1894. Ólst upp á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal í Suður Þingeyarsýslu.  Eftir að hann giftist ömmu  minni Unni bjuggu þau fyrst í Heiðarbót í Reykjahverfi en byggðu síðan nýbýlið Laugaból í Reykjadal.  Þar ólu þau upp sín 11 börn. 8 drengir og  3 stúlkur. Þætti nú sumum nóg um í dag.  Barnabörnin eru 39 og urmull af barnabarnabörnum og barnabarnabarnabörnum.  

Skógrækt og garðrækt voru hans helstu áhugamál. Margar sjaldgæfar plöntur átti hann í garðinum sínum sem var eitt blómahaf. Hann mun hafa flutt inn einhverjar plöntur sjálfur þar á meðal held ég hinn gullfallega alpaþyrni sem þrífst vel á norðurlandi en illa eða ekki hjá mér. Hann ræktaði einnig mikið af  matjurtum . Í garðinum var steypt vatnsþró svo hægt væri að vökva.  Vatnið var volgt enda heitar laugar á jörðinni.  Þetta var óspart notað af okkur barnabörnunum eins og heitir pottar eru í dag.  Við höfðum þá reyndar ekkert heyrt um heita potta nema þá sem voru á eldavélunum.

Mín fyrstu ár bjó ég hjá ömmu og afa.  Þá kallaði ég hann Tryggrigg.  Og æfinlega þótti mér gott að vera hjá þeim. Afi spilaði á fiðlu eins og margir Reydælingar gerðu. Það mun hafa verið óvenju hátt hlutfall af  fiðluleikurum í þessari sveit.  Afi hafði nógan tíma til að spjalla við litla stelpu.  Ég sé afa fyrir mér leggja kapal við borðstofuborðið með slitnum spilum...eins og ég geri í dag...sama kapalinn.

Ég var að skottast á eftir afa þegar einhver skelfilegasti atburður í minni frumbernsku varð. Hyrnd belja reif mig upp á hornunum og fleygði mér til.  Lengi á eftir var ég smeyk við þessar tröllvöxnu skepnur.

Ég held ég fari rétt með að sá gamli hafi verið ritari á ráðstefnu níræður. Á þeim aldri var hann enn að gróðursetja. Hann lést 92ja ára gamall en skógurinn fyrir ofan Laugaból verður lengi minnisvarði um góðan mann.

Þá er ég búin að skrifa um báða afa mína og  báðar ömmur.

Geymi góðar minningar um þau öll.


Amma ( lesefni fyrir Danna)

..........Í dag er afmælisdagur Gunnfríðar ömmu minnar. Hún fæddist fyrir 103 árum á Botni í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp. ( sem hann afi kallaði nástrandir)  Og var VESTFIRÐINGUR.   Foreldrar hennar voru Bjarni Aron og Elín. Amma átti einn tvíburabróður Guðmund  en hann fórst ungur í sjóslysi.  Amma flutti norður  í Eyjafjörð og var ráðskona á Kristnesi.  Féll þar fyrir ráðsmanninum Helga Dan og giftist honum og átti með honum 2 börn  Örn og Auði. Barnabörnin eru 8.  Og langömmu og afabörnin 17.  Þau bjuggu lengst af á Björk í Öngulsstaðahreppi en fluttu til Akureyrar þegar þau hættu búskap.  Ég var svo lánsöm að fá að  vera dekurrófa í sveitinni.  Amma var snilldar bakari og góður kokkur.  Og mikil hannyrðakona.  Óf gólftuskur og trefla fyrir Rússlandsmarkað.  Og í mörg ár prjónaði hún eina lopapeysu á viku til að selja. Amma var minn fyrsti og eini smíðakennari og smíðaði ég þónokkra fjósakolla þarna í sveitinn. Ég bjó seinna hjá ömmu 3 vetur á Akureyri og hafði það aldeilis gott.   Allir mínir vinir voru velkomnir í eldhúsið hjá ömmu í laugardagssnúða eða Berlínarbollur.

Amma talaði svolítið dönskuskotið mál og kallaði allar sínar vinkonur frú þetta og frú hitt.  Og henni var heldur betur annt um klæðaburð sinn.  Amma var mjög vinstrisinnuð og henni hefði alls ekki líkað ástandið í dag. Það er gott að minnast hennar.

Minn arfur frá henni er mikil ást á kæstri skötu.


Ég veit hvernig við getum þakkað Færeyingum

.......við bjóðum þeim landsleik í fótbolta karla....þar sem þeir fá að gjörsigra.

......HÍ og HR taka tvo nema hvor í nám...og þeir fái allt frítt. 

........Spilum meira af færeyskri tónlist  á öllum útvarpsstövum

..........Auglýsum ferðir til Færeyja (við höfum hvort sem er ekki efni á að fara lengra)

......Hrósum þeim hvar sem því verður við komið

.......og svo vörum við vini okkar við.........ekki lána okkur fyrr en komin er ný stjórn peningamála á Íslandi


mbl.is Barcelona á sigurbraut
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Stígvél 80 þúsund

  Fór í nokkrar skóbúðir í gær og skoðaði vetrarskó.  Fann afar falleg stígvél en sundlaði illilega þegar ég las á verðmiðann....tæplega 47 þús krónur.  Hitti svo konu sem sagðist hafa verið að skoða leðurstígvél á 80 þúsund.    Mér varð svo mikið um þetta að ég er eiginlega búin að vera í rúminu síðan.    Ég veit reyndar að á Laugaveginum var hægt að fá nærbuxur á 40 þúsund.........Ætli þessir verðflokkar hverfi ekki núna?

Það var fyrir 16 árum....

Á þessum tíma fyrir 16 árum var ég að ströggla við að koma henni dóttur minni í heiminn.  Nota þurfti sogklukku.  Höfuðstór , 18 merkur, dökk á brún og brá.  Hún horfði strax í kringum sig og brosti eftir pöntun  á fæðingardeildinni. Aldrei hef ég séð fallegra barn Smile.   Hún var geðgóð og mikill aðdáandi móður sinnar.  Þannig var það nú þá. Eldri systir hennar var ekki par hrifin af þessu nýja barni.  Nú er ég búin að setja á köku fyrir þennan lata og uppreisnargjarna ungling.  Og vonandi tekst að gleðja hana smávegis í tilefni dagsin.....ég hlakka til þegar hún verður 26.  Já á morgun verður hún 16.....

  








Budda.

     Ég er svo ljónheppin að vera boðið á myndlistarsýningu á Kaffi Loka í dag og fimmtugspartý í framhaldi af því.   Budda stendur fyrir þessu.  Hvet ykkkur öll til að skoða sýninguna hennar á Kaffi Loka.  Hún sýnir málverk máluð á silki.

þetta er þriðja sukkhelgin í röð og þær gætu orðið fleiri "am besten"


Innkaupalisti unglingamóður.

þolinmæði í magnpakkningum.

eyrnatappar.

slatti af húmor. (stundum hefur hann verið lélegur)

þvottaduft.stór pakki.

Umburðarlyndi.

Skilningur.

morgungleði (virðist ófáanleg)

Hreingerningarþræll.

rauðvín (til að lifa af)

Ég bara finn ekki réttu búðina.W00t

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband