LOKSINS, LOKSINS KOM AÐ HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKI.

       Já það kom að því. Það hefur aldrei verið réttur tími til að hækka laun umönnunarstétta sem hafa í gegum tíðina ekki verið samkeppnishæf við önnur störf.  Bara í vor var staðfest hversu miklu dýrmætara starf það er að taka á móti kálfum en börnum. Allar launakröfur kvennastétta  hafa verið felldar vegna mögulegs falls þjóðarskútunnar.

Og skútan sökk áður en þessar stéttir fengu kjör sín leiðrétt.  Og nú koma verðlaunin fyrir óhóflega vinnu á lágum launum: ykkur verður sagt upp aularnir ykkar..............

Ég flúði land..............enda enga vinnu að fá.   Lendi hér í því að bakskömmin gaf sig endanlega. Er í frábærri stöðu eftir 27 ár í starfi sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi,,,,,,,,,,,,,á ekki veikindarétt og var auk þess svipt atvinnuleysisrétti á Íslandi vegna skráningar inn í annað land.

Erum við ekki örugglega hamingjusamasta þjóð í heimi?

Ég vil fá sökudólga sakfellda.  Vona að ég verði ekki dauð úr hungri áður,

Bitur? já.............

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það er ekkert verið að skera niður launin hjá mér í krónum talið.

Offari, 1.10.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er óhugnanlegt að lesa þetta, misstir þú allann rétt af því að þú fórst til Danmerkur í atvinnuleit?  Þetta getur ekki verið satt, svona óréttlátt getur kerfið ekki verið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.10.2009 kl. 00:27

3 Smámynd: Eygló

Offari, ætli hún eigi ekki við kollega sína hérlendis.

Svo færðu nú hvorki einn né annan gjaldeyri ef þú færð ekki atvinnuleysisbætur og færð ekki sjúkrastyrk meðan þú ert heim.

Þótt allt þetta væri nú í lagi, og þú skítrík, þá áttu samúð mína vegna bakvandamálsins. Það hefur verið samferða mér í mörg ára, í tvennum skilningi.

Eygló, 2.10.2009 kl. 00:43

4 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Þú átt alla mína samúð Hólmdís! Það er slæmt þegar fólk flytur á milli landa til að ná sér í vinnu, en þarf þá að taka þessa áhættu sem þú nefnir. Auðveldesta leiðin er náttúrulega að sitja á rassinum og gera ekkiert. Þá fær maður atvinnuleysisbætur og öll réttindi. Þér sem aftur á móti reyna að bjarga sér, verða að taka svona áhættu. Þetta er ekki réttlátt.:-(

Ásta Kristín Norrman, 2.10.2009 kl. 06:40

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég fæ atvinnuleysisbætur ef ég drusla mer heim...en takk öll.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2009 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband