Færsluflokkur: Matur og drykkur
29.11.2008 | 13:14
Soðið brauð
......Hér kemur gömul uppskrift af soðnu brauði.
5 bollar hveiti
tæplega 1 bolli sykur
1 tsk salt
1/2 lítri súrmjólk + vatn
4 tsk lyftiduft
1 tsk hjartarsalt
1 tsk natron
1-2 matsk. matarolía
kúmen ef vill
Þetta er hnoðað, flatt út og skorið í hæfilegarkökur. Steikt í feiti í potti.
Verði ykkur að góðu
16.11.2008 | 17:27
Sjávarréttir í kryddlegi
Lofaði að setja þetta hérna inn. Gerði þennan rétt fyrir jólagleðu saumaklúbbsins míns. Uppskriftin er úr gömlu Gestgjafablaði.
150 gr hörpudiskur
250gr rækjur
250 gr krabbakjöt ( þessu bætti ég við og finnst gott)
1/2 gúrka mjög smátt skorin og kjarnhreinsuð
1 msk ferskt kóríander smátt saxað
1 rauð paprika smátt skorin
3 marin hvítlauksrif
2 msk ferskur appelsínusafi
safi úr einni límónu salt og pipar
1 dl ólífuolía
Skreytt með 1 avocado sett þegar borið er fram
Öllu blandaðsaman og látið marinerast í 6-10 klukkustundir. Gott að hafa gott brauð með.
Verði ykkur að góðu. Magnið sem ég gerði í gær var úr 3 kílóum af fiski.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.11.2008 | 21:17
Grænir tómatar í engiferlegi.
......Eitt af því sem er nauðsynlegt með hátíðamatnum á mínu heimili. Er með nokkra fasta kúnna í áskrift af þessu. Skreyti þá krukkurnar með fallegum borða og greni.........svo jólalegt.
1 kg litlir grænir tómatar
3 dl vatn
2 dl edik ( ég nota Heidelberg lageredik)
2 tsk sítrónusafi
700 gr ávaxtasykur ( löngu hætt að tíma að kaupa hann nota bara strásykur)
5 negulnaglar
1 tsk smátt söxuð engiferrót
10 græn piparkorn
Tómatarnir eru þvegnir og pikkaðir með gaffli. Allt sem á að fara í kryddlöginn er sett í pott og suðan látin koma upp.tómatarnir soðnir við vægan hita í 4-5 mín. Sett í hreinar krukkur og lok yfir.Tilbúið eftir 2 sólarhringa en geymist í marga mánuði.
Þessa uppskrift setti Fríða Sophia Böðvarsdóttir í Gestgjafann einhvern tímann á síðustu öld og vona ég að hún fyrirgefi mér.
Verði ykkur að góðu sem þora að prófa.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
29.7.2008 | 12:57
Panga fiskur.
Mæli með að þið prófið pangafisk sem m.a. fæst í Hagkaupum.
Í hádeginu steikti ég hann upp úr olíu. Velti honum fyrst upp úr hveiti. Setti svo sjávarréttakrydd frá NoMu. Smá sítrónusafa. Rækjur yfir í lokin. Og borðaði með nýjum kartöflum og smjöri og tómötum. Delicious.
Hef áður matreitt hann og þótt góður. Næst set ég hann í fiskisúpu.
21.7.2008 | 12:36
MÆRA
Í tilefni af Mærudögum á Húsavík. Orðið"mæra" er sérhúsvíkst. Og þýðir sælgæti. Þegar ég var barn notaði maður nánast aðeins þetta orð yfir sælgæti. Við krakkarnir fórum "niður fyrir bakkann" og í skúrana. Það var maður nokkuð viss um að góðhjartaðir sjómenn lumuðu á mæru. Ég man að Gísli Jónsson íslenskukennar þekkti ekki orðið í þessari merkingu....en orðið þýðir víst ögn eða eithvað smátt samkvæmt orðabókum. "Nú skulum við liggja í mærunni" var stundum sagt.
Ég man að eftir að ég kom suður fór samstarfskona mín í sjoppu . Ég let hana hafa aura fyrir gosi og sagði henni að kaupa mæru fyrir afganginn. Hún stóð lengi og gapti " Hvað sagðirðu?"
Og ég hef komist að því að garðvinna er ekki áhættulaus. Mágkonu minni tókst að handleggsbrjóta sig við að reyta arfa. Geri aðrir betur.
Að lokum bið ég Bertu að þyrma blómunum mínum.
11.7.2008 | 12:15
Matur sem bætir minnið.
..Ekki veitir af .....
Fiskur sem er ríkur af omega 3 fitusýrum s.s. villtur lax, sardínur, silungur, ostrur og makríll. Mælt er með því að borða þessar fiskitegundir a.m.k. þrisvar í viku.
Ber. Og þá sérstaklega bláber. Mælt með einum bolla á dag.
Laufgrænmeti t.d. spínat. Ríkt af fólínsýru. Það eru tómatar líka. Borðist á hverjum degi.
Verst hvað bláber eru dýr.
Verði ykkur að góðu.
28.6.2008 | 10:22
Ekki bita að fá
Svangir fingralangir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2008 | 00:28
BORSJ
.......er rússnesk rauðrófusúpa. Uppskriftina fékk ég hjá Lenu, rússneskri konu sem bjó á Íslandi í næstum hálfa öld. Lena talaði góða íslensku og hafði betri orðaforða en margir Íslendingar. Nú hefur Lena mín kvatt okkur og heiðra ég minningu hennar með þessari uppskrift en Lena var afbragðskokkur.
1 rauðrófa, skorin í "hálm"
hvítkál "sem henni svarar" og skorið í "hálm"
4 hvítlauksrif. Smátt skorin.
1 dós tómatmauk
2 msk matarolía
dál. vatn. Þetta látið malla í 20-30 mín við vægan hita. Síðan þynnt með sjóðandi vatni. Súputeningur eftir smekk. Lárviðarlauf. Pipar. Nokkrir dropar tabascosósa. Soðið áfram í 15-2o mín. Rjómasletta á hvurn disk og súpunni ausið yfir. Þessi súpa er góð. Verði ykkur að góðu.
6.6.2008 | 13:07
Kinnar.
Þessi uppskrift er frá Rúnari Marvinssyni og nota ég helst steinbítskinnar sem mér þykja mjög góðar. Uppskriftin er fyrir fjóra.
Eggjahræra; 4 egg, 1 dl rjómi, picanta eða salt, estragon. Þetta er þeytt og kinnunum velt upp úr þessu. 8-12 ósaltar kinnar. Síðan er kinnunum velt upp úr rúgmjöli með smávegis heilhveiti í. Og svo aftur upp úr eggjahrærunni. Kinnarnar eru steiktar í smjöri og lagðar til hliðar.
Sósa; gerð á pönnunni. Smjörklípa sett á pönnuna. 2 hvítlauksrif söxuð sett beint á pönnuna. Estragon. Picanta 1/2 - 1 tsk. 1 peli af rjóma. 1 glas af hvítvíni. Látið sjóða niður. Borið fram með soðnum kartöflum, gulrótum blómkáli og spergilkáli.
Og auðvitað kalt hvítvín með. Verði ykkur að góðu. Mér þykir þetta svakalega gott
31.5.2008 | 14:26
Matseðill
Nú þegar styttist í mikinn gleðskap á Akureyri vegna 30 ára stúdentsafmælis er ýmislegt rifjað upp svo sem matseðill heimavistarinnar. Ég stal þessu frá Gunnu sem stal þessu frá Nönnu....
hjólbarðar
felgur
nagladekk
kjöt í myrkri
skóbætur
gamla konan sem dó
slys
járnbrautarslys
fiskur í vatni
blóð og gröftur /gula hættan /dularfulla eyjan
gult vatn með bitum
græna vatnið
túrtappavatn/túrsúpa
teygjugrautur
handsprengjur
indjánabellir
svertingjabellir
Eyvindur með hor
Eynindur í sparifötunum
Því miður get ég ekki látið uppskriftir fylgja. Ég var sko í fínu fæði hjá Gunnfríði ömmu minni.