Ljós í myrkri

Það var gott að hlusta á Evu Joly í Silfrinu í dag og hvet ég alla þá sem misstu af að hlusta á endursýningu í kvöld.  Þó ég efi ekki að Lára Hanna setji þetta inn fyrir okkur eins og hún er vön.

Hún talaði um að það þyrfti að gera húsleitir.....afhverju var það ekki gert i oktober? En hún segir að við séum ekki orðin of sein.....nokkuð sem mörg okkar hafa haft áhyggjur af.

Getum við ekki ráðið hana sem ráðgjafa?  Er viss um að stór hluti þjóðarinnar styður það.

Það verður engin sátt á Íslandi fyrr en allt er komið upp á borðið.


mbl.is Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki þrældómur landlægur hér?

Hefur fólk ekki þurft að vera í tveimur og þremur vinnum til að hafa í sig og á. Stór hluti landsmanna hefur þurft að vinna endalausa yfirvinnu til að koma sér upp þaki yfir höfuðið.

Nú er ég ekki að tala um þá sem hafa fengið ótakmarkað fé úr bönkunum....eða verið á ofurlaunum.

Allt í einu sprakk allt. Þeir sem eru það heppnir að halda vinnunni sinni fá ekki yfirvinnu lengur en búa margir við það að starfsfólki er fækkað á vinnustöðunum....og þurfa því að hlaupa hraðar. 

Ég held að margir séu í átthagafjötrum.  Ég  held að nútímaþrælarnir séu margir. Ég held að margir nýti sér kreppuna til að herða að starfsfólki. Og að réttindi fólks séu víða fótum troðin. Því miður enginn þorir að segja neitt.

Ég ætla á Austurvöll í dag.


mbl.is Flúði til Íslands undan þrældómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski er ég bara geðvond, svartsýn eða eitthvað þaðan af verra

En ég sé ekki ljósið

Eg sé ekki aðgerðir sem koma heimilunum til bjargar.

Ég sé ekki að það verði mikil nýliðun á Alþingi.

Ég sé ekki að stjórnmálamenn þekki sinn vitjunartíma.

Ég sé ekki að fjárglæframenn verði sóttir til saka.

Ég sé ekki annað að þeir geti haldið áfram sömu leikfléttum.

Ég sé ekki stjórnmálamenn axla ábyrgð á aðgerðum/aðgerðarleysi sínu.

Ég sé ekki annað en  að heilbrigðiskerfið verði lagt í rúst.

Ég vil 40 nýja þingmenn......og vil sjá fækkun þingmanna.

Ég vil sjá verðtryggingu lána hverfa með öllu.

Ég vil nýtt Ísland.


Ein þjóð?

....það er dapurt að lesa þetta.  En við eigum lífsvon í öðrum löndum.  Og kannski er bara gaman að skipta um umhverfi.   Mörg okkar skoða þann möguleika.  Ég vil frekar flytja í burtu heldur en að búa hér við kröpp kjör.  Mér hafa nefnilega þótt kjörin kröpp í öllu gróðærinu.  En það er hart fyrir fólk að þurfa að flýja land.  Ég sakna þess enn þrátt fyrir stjórnarskipti að sjá aðgerðir sem skipta máli fyrir venjulegt fólk.  Allt sem kemur fólki til góða er púað niður af einhverjum.   Séreignarlífeyrissparnaðurinn, verðtryggingin, niðurfelling lána...........Vinnufélagi  minn segir að það sé markvisst unnið að því að tæma landið af Íslendingum....síðan verði flutt inn ódyrt vinnuafl fyrir stóriðjuverin.

Oft hefur reynt á samkennd okkar sem þjóðar og ég trúi enn á það að við látum fólk ekki svelta.

En ég er komin í svartsýniskast.....ég óttast að endurnýjun á Alþingi verði of lítil. Og ef þannig fer langar mig ekkert lengur að vera hér.


mbl.is Gríðarleg fjölgun umsókna eftir aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland-Noregur 0-10

Munurinn á Íslandi og Noregi er sá að í Noregi er hægt að lifa á grunnlaununum.....yfirvinna óþörf.

Ég veit að þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að koma í veg fyrir að heilbrigðisstarfsfólk flykkist úr landi er áhuginn mikill.   Nú þegar niðurskurðarhnífnum er beitt svo grimmdarlega í heilbrigðiskerfinu og lág laun að skerðast er fátt sem heldur aftur af fólki sem á heimangegnt.  Og hvað eiga þeir heilbrigðisstarfsmenn sem fá uppsagnarbréf að gera?

Fyrir nokkrum árum flutti ungur hjúkrunarfræðingur til Noregs.  Hún er einstæð móðir og á Íslandi náði hún ekki endum saman.  Í dag á hún sitt hús og sumarhús.  Kemur til Íslands einu sinni á ári og fer í tvær utanlandsferðir aðrar árlega.  Hún vinnur ALDREI yfirvinnu.  Hún ætlar aldrei að flytja til Íslands aftur í gegndarlaust álagið og baslið....Hún uppgötvaði að lífið er ekki bara þrældómur.

Ég heyri margar svona sögur.


mbl.is Leita að fagfólki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ammæli, ammæli

........................bjórinn á afmæli









Ánægð

.....Gott mál. Veit ekkert um þennan mann. Hann er allaveganna laus við allar tengingar við flokkana hér.

"guð" láti gott á vita


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskudagur

.........ég á margar góðar minningar um Öskudag.

Ólst upp á Húsavík á síðustu öld.  Undirbúningur fyrir Öskudag hófst einhverjum vikum áður en að þessum mikla degi kom.  Í Barnaskóla Húsavíkur æfðum við söng sem síðar kom að gagni við betlið sem aðeins var liðið þennan eina dag. Mikið var lagt upp úr búningum og kepptust allar mæður við saumaskap. Og við saumuðum öskupoka í miklu magni. ( þá var hægt að fá títuprjóna sem hægt var að beygja).  Tilhlökkunin var mikil.  Kötturinn var ekki sleginn úr tunnunni fyrr en ég hætti að spóka mig um götur í búningi.

Allir fullorðnir gengu um bæinn með pokasafn á bakinu.  Við börnin fórum í hópum um bæinn og sungum í verslunum og fyrirtækjum.  Og söfnuðum mæru í poka.  

Eftirminnilega eru súru rjómabollurnar úr bakaríinu og ísinn úr Mjólkurstöðinni.

 


Við erum skepnur.

....Maðurinn er án alls vafa grimmasta skepna jarðar.

Það er auðvelt að sýna náungakærleika og fara að reglum samfélagsins þegar öllum okkar þörfum er fullnægt.  En um leið og eitthvað bjátar á kemur hið dýrslega eðli okkar í ljós.

Ef börnin okkar verða svöng erum við tilbúin að slást um síðasta bitann. Þá notum við öll meðul til að bæta ástandið.  Flestir foreldrar myndu stela mat fyrir börnin sín.....jafnvel þótt það þýði að önnur börn svelti.

Það er hörmung að við skulum ekki komin lengra á þróunarbrautinni en þetta.


mbl.is Reiðin brýst út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau verða líklega mörg blaut rúmin í nótt.

......................................Jamm og jæja.  Það var ekki falleg sending sem "gamla" ríkisstjórninn fékk frá yfirmanni Íslands.  Og einhverjum albesta leikara landsins.  Hann spilaði á allan tilfinningaskalann.

Hann langar ekki aftur í stjórnmál.......en gerir það kannski vegna þess að enginn annar er hæfur til að stjórna hér. Engum manni er betur treyst hér á landi.   Segir hann.

En það sem mest spennandi er að hann ætlar sannarlega að opna munninn þegar hann yfirgefur Svörtuloft.   Einhverjir munu bylta sér í nótt og svitna......og það er hið besta mál...... Nú fara menn með bænirnar sínar.

Já nú hlær í mér andskotinn.


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband